Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.2010, Blaðsíða 22

Skinfaxi - 01.11.2010, Blaðsíða 22
22 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands KÖRFUBOLTI: Gunnar Svanlaugsson, sem er formaður körfuknattleiksdeildar Snæfells, segir, þegar hann er spurður um það af hverju Snæfell- ingar séu svona góðir í körfubolta, að gríðar- leg hefð hafi ríkt fyrir körfuknattleik í Stykkishólmi og mætti í þeim efnum fara allt til ársins 1950. Þurfti bara fjóra menn í lið „Þessi boltaleikur var í raun valinn af körfuboltaáhugafólki á þeim tíma. Ég held að körfuboltaleikurinn hafi verið valinn á þessum tíma vegna þess að þessir vitru menn og konur sáu fram á að þá þyrfti bara fjóra leikmenn í lið sem síðar breyttist í fimm leikmenn. Bæjarfélagið, sem var ekki fjölmennara en þetta, myndi sennilega ráða best við boltagreinina körfubolta. Þetta var meðvituð ákvörðun sem tekin var af ung- mennafélagsfólki á sínum tíma sem jafn- hliða því að vera öflugt ungmennafélags- fólk var ennfremur líka skólatengt. Hér er ég að vitna til manns sem var og hefur oft verið nefndur faðir körfuboltans hér í Stykkishólmi sem heitir Sigurður Helgason. Hann vann lengi síðan síðustu áratugina í menntamálaráðuneytinu í Reykjavík. Hann var fyrsti skólastjórinn minn og því man ég þessa sögu mjög vel,“ segir Gunnar Svan- laugsson, formaður körfuknattleiksdeildar Snæfells og skólastjóri grunnskólans í Stykkishólmi. Tengdist skólanum Gunnar segir að skólastjórar hafi hingað til haft það að leiðarljósi að þegar umsóknir um íþróttakennarastöður í Stykkishólmi lágu fyrir og að tveir jafnhæfir íþróttakenn- arar, sem voru með allt á hreinu, sóttu um, var sá sem hafði meira vit á körfubolta lík- legri til þess að fá stöðuna. „Ég er alls ekki að gera lítið úr kennara- menntun eða slíku, þetta snerist ekki um það. Menn voru bara svo ákveðnir að efla körfuboltann. Þessi hugsunarháttur er búinn vera skrápinn inn í Hólmarana alveg frá því á þessum árum. Við erum á mörgum ára- bilum búnir að eiga marga öfluga krakka í körfubolta. Þetta tengist auðvitað því hvernig uppeldistofnun skólinn er á hverj- um stað. Ef það hefði verið þannig í gegnum tíðina að aðstaðan fyrir handbolta hefði verið betri vitum við ekki hvernig mál hefðu þróast. Málið var að við gátum spilað körfubolta í litla íþróttahúsinu en ekki handbolta. Við spiluðum kannski handbolta einu sinni á skólaárinu en það voru bara slagsmál því það voru bara tveir metrar á milli varnarlína. Þetta snerist því aðallega um aðstöðuna en hún leyfði einfaldlega ekki nema körfubolt- ann sem vetrarboltagrein. Það voru að vísu ekki margar íþróttagreinar í boði og blak var ekki komið á þessum tíma. Þetta var því bara meðvituð ákvörðun á þessum tíma að leggja áhersluna á körfuboltann. Ég er ekki að halla á aðrar íþróttagreinar heldur var það þannig að aðstaðan og mannskapur- inn gerði það að verkum að þetta var bara ákveðið. Við ákváðum líka á sínum tíma, og ég held að það sé að koma okkur til tekna í dag, að vera ekkert að fikta í of mörgum íþróttagreinum. Við ákváðum frekar að reyna að vera frekar góð í einni grein. Það er skoðun margra að það sé rétt stefna en svo eru aðrir sem vilja meina að maður eigi að vera meðalgóður í mörgu. Við ákváðum, eins og áður hefur komið fram, að einskorða okkur við þessa boltagrein. Yfir sumartímann kemur fótboltinn að sjálfsögðu á fullu inn en aðstaðan hin síðari ár hefur breyst mikið þannig að hægt er að spila fótbolta einnig inni allan veturinn,“ sagði Gunnar. Straumhvörf með fram- haldsskóla í heimabyggð Gunnar sagði líka að í gegnum tíðina hefði bærinn átt marga efnilega krakka en þegar framhaldsskólinn kom nær heima- byggð urðu straumhvörf. „Þá þurftu nemendur ekki að fara burt sem ætluðu sér í framhaldsnám. Það var tví- mælalaust eitt skrefið til að styrkja okkur í því starfi sem við erum að fást við. Við höld- um unglingunum í fjögur ár til viðbótar ef þau ætla sér að ganga námsbrautina. Hér geta þau verið í heimahúsi, farið með rútu Gunnar Svanlaugsson, formaður körfuknattleiks- deildar Snæfells: Yndislega gaman og gefandi Úr leik Snæfells og KR í Hólminum.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.