Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.2010, Blaðsíða 14

Skinfaxi - 01.11.2010, Blaðsíða 14
14 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands Björn Björnsson, einn þjálfara Evrópumeistara Gerplu í hópfimleikum: „Hópurinn þéttur og það ríkir innan hans gleði og ást fyrir fimleikum“ Kvennalið Gerplu í hópfimleikum náði frábærum árangri þegar það gerði sér lítið fyrir og vann Evrópumeistaratitilinn í Malmö nú á haustdögum. Þessi árangur vakti mikla athygli en sigur stúlknanna var afar sannfær- andi. Þetta er besti árangur Íslendinga í fim- leikum og kemst tvímælalaust á spjöld íslenskrar íþróttasögu. Björn Björnsson, einn þjálfara liðsins, sagði eftir heimkomuna að stúlkurnar hefðu sett sér markmið leynt og ljóst og þau hefðu, þegar upp var staðið, gengið fullkomlega eftir. Eftir að stúlkurnar lentu í öðru sæti í Belgíu 2008 hefði ákveðinn kjarni hópsins talað sig saman um það, eftir að heim var komið, að farið yrði tveimur árum síðar og málin kláruð. Æfingar og annar undirbún- ingur fyrir mótið í Malmö gengu vel. Bara undir okkur komið „Við vissum undir niðri að við gætum far- ið alla leið en eins og oft vill verða töldum við að það væri kannski ekki algjörlega undir okkur komið. Okkur þyrfti að sjálf- sögðu að ganga vel á meðan keppninaut- unum gengi illa. Á síðustu metrunum fyrir mótið í Malmö var okkur að verða ljóst að við höfðum þetta verulega í hendi okkar. Þetta var því bara undir okkur komið og það að hinir gætu sigrað okkur fælist í raun og veru frekar í því að við gerðum mistök heldur að þeim gengi vel. Viku fyrir mótið vorum við í endanlegri markmiðasetningu og ég spurði þær hvað þær vildu gera í úrslitakeppninni. Þær voru á því að þær vildu vinna en þá greip ein orðið og sagði að henni fyndist ekki nóg að vinna. Henni fyndist hópurinn ekki bara þurfa að vinna heldur þyrfti að sigra með yfirburðum. Þetta blés hópnum sjálfstrausti í brjóst og eftir það var aldrei vafi í huga okkar að við mynd- um sigra. Spurningin var heldur hversu stór sigurinn yrði en segja má að þetta hafi haft afgerandi áhrif á sjálftraustið sem var innan hópsins. Þetta breytti líka mínum þanka- gangi og ég fór að horfa á verkefnið með öðrum augum,“ sagði Björn Björnsson í spjalli við Skinfaxa um nýkrýnda Evrópu- meistara í hópfimleikum. Eftir fyrri dag keppninnar var Gerpla með forystu. Að sögn Björns var liðið þá ekki enn búið að ná markmiðum sínum sem það hafði sett sér. Liðið hafði ætlað sér að skora 50 stig en skoraði 49,5. Björn sagði að liðið setti sér það markmið að bæta sig á hverju áhaldi á seinni deginum og ná líka 50 stigum og það gekk eftir. FIMLEIKAR: Við höfum ekki þurft að fórna neinu – Var ekki meiri háttar gaman að vinna í þessu ferli með stelpurnar sem skilaði ykkur síðan alla leið? „Ég hef átt langt samstarf með mörgum af þessum stelpum. Við erum mjög náinn hópur að mörgu leyti og það ríkir mikið traust innan hópsins. Það hefur að sjálfsögðu hjálpað okkur í öllu þessu ferli. Þjálfarastarf- ið er ekki mitt aðalstarf og ég væri ekki í þessu nema mér þætti það mjög skemmti- legt. Það sama á við um allar stelpurnar. Við lítum því ekki á þetta sem eitthvað sem við erum tilneydd til að gera heldur það sem við veljum. Okkur þykir því leiðinlegt þegar við heyrum hvernig íþróttamenn tala, að þeir hafi þurft að fórna hinu og þessu til að vera framúrskarandi íþróttamenn. Því höfum við viljað snúa þessu við og segja að við höf- um ekki þurft að fórna neinu heldur höfum við valið að stunda íþróttir. Það sé okkar val og við fáum miklu miklu meira í staðinn í raun og veru. Við erum að fá holla og góða hreyfingu. Við erum að setja okkur markmið með að ná þeim og við erum að hitta bestu vini okkar á hverjum einasta degi í kannski þrjá klukkutíma í senn. Hvers meira er hægt að óska?“ sagði Björn. Stefnan að halda áfram á sömu braut – Nú hefur stefnan verið tekin á Norðurlanda- mót næsta haust? „Já, það mót verður haldið í Noregi í byrj- un nóvember eftir tæpt ár. Við vorum Norður- landameistarar 2007 og lentum í þriðja sæti 2009. Núna komum við á næsta mót sem handhafar Evrópumeistaratitils og það er alveg klárt mál að það eru mörg lið þarna úti sem renna til þess hýru auga að standast okkur snúninginn í Noregi. Stefna okkar er sú að halda áfram á þeirri braut sem við erum á en við eigum rosalega mikið inni í þessu liði. Það eru miklir möguleikar á að bæta sig þannig að við ætlum að halda þeirri stefnu og reyna jafnvel að hafa meiri yfirburði á þessu móti en því sem við vor- um að klára. Þetta kemur kannski til vegna þess að reglunum var breytt og það var keppt í fyrsta sinn samkvæmt nýjum keppnisreglum á Evrópumótinu. Þær fela m.a. í sér að það er ekki lengur þak á þeim erfiðleikum á æfingum sem þú getur gert. Það var þannig áður að ef þú framkvæmd- ir ákveðna erfiðleika þá fékkstu fulla eink- unn. Svo skipti síðan engu máli hvort við gerðum þetta erfiðara. Núna er búið að opna þetta þannig að við njótum góðs af því. Stelpurnar eru það góðar í tæknilegri útfærslu og æfingum að þær geta gert erfiðari æfingar en stúlkur af öðrum þjóð- ernum þannig að við höfum grætt á því líka og munum halda áfram að græða á því,“ sagði Björn. Við erum fimleika- fjölskylda Björn sagði, þegar hann var spurður hvort ekki væri búið að vera gefandi að vinna með stelpunum, að starfið gæfi honum mikið. „Mín aðalvinna er krefjandi og því er starfið með Gerplustelpunum stund á milli stríða. Maður lítur á það frekar sem áhugamál en vinnu og í því felst að maður getur dreift huganum. Við grínumst stundum með það okkar á milli að við séum fimleikafjölskylda. Hópurinn er það þéttur, mikið traust ríkir innan hans, gleði og ást á fimleikunum,“ sagði Björn Björnsson í spjallinu við Skinfaxa. Björn Björnsson, einn þjálfara Gerplu, ásamt Helgu Guðrúnu Guðjónsdóttur formanni UMFÍ. Helga Guðrún færði liði Gerplu blómvönd í sér- stakri móttöku- athöfn sem hald- in var í Salnum í Kópavogi.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.