Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.2010, Blaðsíða 16

Skinfaxi - 01.11.2010, Blaðsíða 16
16 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands Ráðstefnan MOVE um almenningsíþróttir: Ráðstefnan Move er haldin af Inter- national Sport and Culture Association (ISCA) sem eru alþjóðleg samtök um almenningsíþróttir. Ungmennafélag Íslands er aðili að þessum samtökum og hefur sent fjölmarga á námskeið hjá sam- tökunum í áranna rás. Í ár var ráðstefnan haldin í Frankfurt dagana 20.–23. októ- ber 2010. Ráðstefnuna sóttu Helga Guð- rún Guðjónsdóttir, Björg Jakobsdóttir, Einar Haraldsson, Sæmundur Runólfs- son og Sigurður Guðmundsson. Sam- hliða Move var aðalfundur ISCA sem Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, og Sæmundur Runólfsson, fram- kvæmdastjóri UMFÍ, sátu. Gestir, sem sóttu ráðstefnuna, voru meðal annars fulltrúar frá frjálsum félaga- samtökum sem eru innan ISCA. Þá sóttu einnig ráðstefnuna aðilar sem vinna að verkefnum er lúta að hreyfingu almenn- ings, svo sem læknar, stjórnmálamenn og aðrir þeir sem vinna hjá sveitarfélög- um. Ráðstefnugestir komu hvaðanæva að en talið er að um 250 manns hafi sótt ráðstefnuna að þessu sinni. Ráðstefnan var byggð upp á fyrirlestr- um sem fjölluðu um ýmis verkefni er tengjast almenningsíþróttum og heilsu. Fyrirlestrarnir fóru fram í tveimur sölum þannig að velja þurfti á milli fyrirlesara. Á ráðstefnunni kom fram að mikil vakning hefur átt sér stað meðal stjórn- Mikil vakning um mikilvægi hreyfingar almennings málamanna um mikilvægi hreyfingar almennings. Allar rannsóknir sýna að sé fólk í góðu líkamlegu formi fram eftir aldri sparar það þjóðarbúinu gríðarlega fjármuni. Því er mikilvægt að hvetja fólk til að gera hreyfingu að lífsstíl. Allir eiga að hreyfa sig á hverjum degi. Mikið var fjallað um verkefni sem hafa það að markmiði að hvetja fólk til að hreyfa sig. Kynntur var fjöldi verkefna sem voru þó misáhugaverð. Flest öll þessi verkefni miða að því að koma fólki af stað við að hreyfa sig, sérstaklega þeim sem hreyfa ekki sig reglulega. Sveitar- félög hafa mikilvægu hlutverki að gegna í því samhengi. Aðstæður þurfa að vera þannig úr garði gerðar að fólk eigi hægt um vik með að komast á milli staða, t.d. í og úr vinnu, án þess að fara akandi. Því er mikilvægt að borgir og bæir séu skipulagðir þannig að auðvelt sé fyrir hjólandi fólk að komast leiðar sinnar. Best er að sérstakir hjólreiðastígar séu fyrir hjólreiðamenn þar sem þeir skapa öryggi sem er aftur til þess fallið að þeir séu meira notaðir af almenningi. Græn svæði og mikilvægi þeirra voru til umfjöllunar. Þau gegna mikilvægu hlutverki þar sem fólk getur hreyft sig og komið saman. Oft er búið að setja upp aðstöðu á þessum svæðum eins og t.d. göngu- og hjólreiðastíga, blakvelli, fótboltavelli og leiktæki. Því þurfa sveitar- félög að vera meðvituð um að halda í þessi svæði. Á ráðstefnunni var meðal annars rætt um hollustu á íþróttaviðburðum. Hvað er í boði á flestum íþróttaviðburðum? Oftast er það óhollur matur sem inni- heldur mikla fitu og sykur. Kynnt var verkefni sem hefur það markmið að sporna gegn þessu. Spurningar eins og hvort réttlætanlegt væri að selja óhollan mat á íþróttaviðburðum voru ræddar sérstaklega. Áhugavert verkefni var kynnt sem svipar mjög til Grunnskólagöngu UMFÍ. Verkefnið gekk út á að krakkarnir settu sér markmið, t.d. að komast frá Þýska- landi til Íslands. Fyrir hverja mínútu, sem þau hreyfa sig, komast þau áfram um einn reit sem þau merkja inn á kort. Samhliða þessu var kynnt matreiðslu- bók þar sem frægir fótboltamenn hafa tekið saman uppáhaldsmatinn sinn. Að ráðstefnunni lokinni kviknuðu margar hugmyndir og vonandi verða einhverjar þeirra að veruleika síðar meir. Einnig var gaman að sjá að verk- efni UMFÍ gefa þeim verkefnum sem kynnt voru á ráðstefnunni ekkert eftir. Lengi má þó gott bæta en þær hug- myndir sem kviknuðu á ráðstefnunni Move 2010 verða væntanlega kynnar og nýttar innan veggja UMFÍ. Félagar í Ung- mennafélagi Akureyrar á göngu í sumar.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.