Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.2010, Blaðsíða 23

Skinfaxi - 01.11.2010, Blaðsíða 23
 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 23 að morgni, komið heim upp úr hálf fjögur seinni partinn, og haldið áfram að vera virk- ir þátttakendur í íþróttum hjá Snæfelli. Hér á árum áður þurftu menn á borð Rikka Hrafn- kels, Kristján Ágústsson og Bárð Eyþórs ásamt mörgum fleirum að fara í framhalds- skóla til Reykjavíkur. Við hefðum haft þessa leikmenn áfram ef framhaldsskóli hefði verið nær okkur. Eftir að heimamönnum fór að fjölga í hópnum tengdist hann betur byggð- inni hér og fyrir vikið fóru heimamenn að sækja leikina betur, meira fjármagn kom inn og þannig efldist starfið enn frekar. Þetta skipti allt máli auk bættrar aðstöðu og að fá fjölbrautarskólann á Snæfellsnesið, þá héldum við ennfremur stelpunum lengur í körfuboltanum. Áður en við vissum af voru þær komnar upp í úrvalsdeild. Þær eru ekki margar en mjög duglegar og metnaðarfull- ar og standa sig með prýði í úrvalsdeildinni. Þetta eru næstum því grunnskólastelpurnar mínar sem eru nýfarnar í fjölbrautarskóla. Auk þeirra leika með liðinu tvær erlendar stúlkur sem hafa fallið mjög vel inn í hóp- inn,“ sagði Gunnar. Settum markið enn hærra Þegar stelpurnar fóru upp í úrvalsdeildina ákváðum við að setja markið enn hærra og verða okkur úti um þjálfara sem hefði þjálf- unina að aðalstarfi en væri ekki í fullri vinnu frá átta á morgnana til fjögur eða fimm á daginn og þurfa eftir það að fara á erfiðar æfingar hjá meistaraflokkunum báðum og öðrum flokkum. Settum stefnuna á titla Við settumst niður, Hólmarar, og settum stefnuna á titla, leituðum að góðum þjálf- ara og það er skemmst frá því að segja að ég var með Inga Þór í huga. Ég gat ekki séð að Inga Þór væri ætlað eitthvað aðalhlut- verk hjá KR, ekki alveg á næstunni, en hann var samt búinn að standa sig vel. Við veðjuð- um á það að Ingi Þór væri svolítill sveita- maður í sér og væri til í að búa úti á landi. Hann væri aðeins í tvo klukkutíma frá mið- punktinum sem allir miða við og allt miðast við. Okkur tókst að fá þau hjónin hingað og útveguðum konunni vinnu. Inga Þór gerð- um við að aðalþjálfara, hann tók við báðum meistaraflokkunum og sér um unglinga- flokkana líka. Við gerðum þetta að einu heildarstarfi en ég vil taka skýrt fram að við erum ekki að gera lítið úr þeim öflugu mönn- um og konum sem sinntu þessum þjálfara- störfum fram að þessu. Þjálfari í fullu starfi Ég veit að Ingi Þór er oft að klippa leiki á morgnana frá kvöldinu á undan. Hann er í fullri vinnu við þetta. Ef í starfinu væri mað- ur að kenna eða skólastjóri með þessu líka þá væri sú manneskja í öðru meginstarfi, að sjálfsögðu. Við vildum sjá mann í þessu starfi sem gerði ekkert annað og í þessu vinnuumhverfi er Ingi Þór. Við gerðum okk- ur fyllilega grein fyrir því að erlend lið voru farin að bera víurnar í toppleikmennina okkar. Þetta var eðlilegt og við vorum stolt af því að það væru erlendir aðilar að skoða okkar leikmenn. Það segir okkur ekkert annað en að starfið hjá okkur er í lagi,“ segir Gunnar. Gríðarlega efnilegar Gunnar sagðist vera afar stoltur af báðum liðum Snæfells, í karla- og kvennaflokki. „Stelpurnar okkar eru kornungar en gríðarlega efnilegar. Við þurfum nokkur ár með þær í viðbót. Við skulum ekki gleyma því að strákarnir þurftu sinn tíma til að kom- ast þangað sem þeir eru í dag. Allir styrkt- araðilar og stuðningsmenn Snæfells eru vel meðvitaðir um körfuknattleikinn í Stykkis- hólmi og standa þétt við bakið á því sem við erum að gera. Ég er vakandi og sofandi yfir þessu starfi mínu í körfuboltanum í Stykkishólmi. Þetta er bara yndislega gam- an og gefandi starf,“ sagði Gunnar Svan- laugsson, formaður Körfuknattleiksdeildar Snæfells, í spjallinu við Skinfaxa. Hlynur Bærings- son, lengst til vinstri, sem nú leikur í Svíþjóð. Með honum á myndinni eru Gunnar Svan- laugsson, formað- ur körfuknatt- leiksdeildar Snæfells, Davíð Sveinsson gjald- keri og Hermund- ur Pálsson vara- formaður.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.