Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.2010, Blaðsíða 4

Skinfaxi - 01.11.2010, Blaðsíða 4
4 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 12. nóvember sl. hélt UÍA í samstarfi við Fjarðabyggð og mennta- og menningarmála- ráðuneytið málþingið Þátttaka er lífsstíll – Ungt fólk á Austur- landi. Um 60 manns sóttu málþingið sem fram fór í húsnæði heimavistar Verkmenntaskóla Austurlands í Neskaupstað. Markmið mál- þingsins var að vekja ungt fólk til umhugs- unar um mikilvægi þess að taka virkan þátt í samfélagi sínu svo og að vera nokkurs konar brúarsmíð milli ungs fólks og þeirra Magnað málþing í Neskaupsstað sem ákvarðanir taka um málefni þess. Dag- skrá málþingsins tók mið af þessu og var því fjölbreytt. Andri Bergmann tónlistarmaður hóf leik- inn og sagði frá því hversu dýrmæt þátt- taka hans jafnt í íþrótta- sem og tónlistar- starfi hefði reynst honum. Greip hann í gítarinn af því tilefni og tók nokkur lög. Björn Hafþór Guðmundsson ræddi um hlutverk sveitarfélaga og þátt þeirra í að skapa blómlegt æskulýðsstarf og viðhalda því. Jóhann Atli Hafliðason úr Menntaskólan- um á Egilsstöðum og Karítas Ósk Valgeirs- dóttir úr Verkmenntaskóla Austurlands héldu erindi undir yfirskriftinni „Hvernig er að vera ungur á Austurlandi?“ Þóroddur Helgason frá glímudeild Vals sagði frá hvernig virkja mætti ungt fólk til þátttöku og Hjörtur Ágústsson, kynningarfulltrúi Evrópu unga fólksins, kynnti starfsemi EUF og þá styrki sem þangað má sækja. Eftir að málþingsgestir höfðu gætt sér á veitingum og brugðið á leik með ung- mennaráði UÍA tóku þeir þátt í vinnusmiðj- um þar sem rætt var um stöðu ungs fólks á Austurlandi út frá ýmsum sjónarhornum. Afar ánægjulegt var að sjá hve virkan þátt unga fólkið tók í umræðum og hversu margar góðar hugmyndir fæddust. Þegar á allt er litið má segja að málþingsgestir hafi komist að þeirri niðurstöðu að gott væri að vera ungur á Austurlandi og að margs kon- ar æskulýðs- og íþróttastarf væri hér í boði. Þegar rætt var um það sem ungmennin vildu gjarnan sjá öðruvísi var bent á að gaman væri að hafa bíó í föstum rekstri, margir söknuðu þess að hafa ekki öflugt handboltastarf hér eystra svo og bardaga- íþróttir. Einnig benti unga fólkið á að mikilvægt væri að halda oftar vímuefnalausar skemmt- anir þar sem unglingum af öllu Austurlandi gæfist kostur á að koma saman, mjög gjarn- an mætti hafa það með öðrum hætti en að halda böll, en á þeim gæfist lítið næði til að spjalla og kynnast. Gott væri t.d. að bjóða upp á íþróttasamkomur þar sem keppni væri ekki aðalatriðið heldur að allir gætu verið með, óháð getu. Gamli hrepparígur- inn var tekinn til umræðu og benti unga fólkið á að hann gæti hamlað samstarfi og samskiptum milli staða og svæða á Austur- landi og væri það miður. Aukin heldur að vegalengdir og takmarkaðar almennings- samgöngur gerðu ungu fólki erfitt fyrir að halda tengslum milli svæða. UÍA vill koma á framfæri þakklæti til sam- starfsaðila sinna hjá Fjarðabyggð og þakka mennta- og menningarmálaráðuneyti kær- lega fyrir gott samstarf sem og öllum sem hönd lögðu á plóginn við skipulagningu og framkvæmd málþingsins. Síðast en ekki síst eru sendar þakkir til ungs fólks á Austur- landi fyrir skemmtilegt og árangursríkt mál- þing. Þátttaka er lífsstíll Ungt fólk á Austurlandi Karitas Ósk Valgeirs- dóttir hélt erindi undir yfirskriftinni „Að vera ungur á Austurlandi 2010“. Andri Bergmann tónlistarmaður og fótboltakappi hélt erindið „Hvað öðlast ég með þátttöku?“ Svipmynd af þátttakendum á málþinginu.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.