Ægir - 01.01.1940, Side 10
4
& G I R
Þessir árgangar eru nú farnir a'ð láta
bera mikið á sér í vertíðaraflanum, en
þylcja elcki reynast jafnsterkir og menn
höfðu vænst. í vertíðaraflanum í Kefla-
vík voru 49.4% af lóðafiskinum 8—9 ára,
en 49.5% af netjafiskinum. Af lóðafisk-
inum voru 23.6% yngri en 8 ára og 10.8%
af netjafiskinum. I Vestmannaeyjum
gerði 8—9 ára fiskurinn 52.2% af lóða-
fiskinum og 44.2% af netjafiskinum. Af
lóðafiskinum voru 12% yngri en 8 ára
og' 4.1% af netjafiskinum. Á Akranesi
voru 56.9% af vertíðaraflanum 8—9 ára
fiskur.
Langmest ber á fiski, sem er í upp-
vexti, í kalda sjónum. Þannig var 71.4%
af aflanum á Flateyri yngri en 8 ára,
97% á Siglufirði, 93.5% í Norðfirði og
90% af togaraaflanum. f Hornafirði voru
70.4% af aflanum yngra en 8 ára. Af
þessum ungfiski ber mest á 5 ára fiski,
eða árgangnum 1934, en liann virðist
vera mjög sterkur. Þá ber einnig nokk-
uð á 3 og 4 ára fiski. Þess er ekki að
vænta, að árgangurinn 1934 geri að ráði
vart við sig í vertiðaraflanum fyrr en
1942.
Fiskifélagi íslands bárust alls á árinu
85 merki úr fiski og voru þar af 61 merki
iir þorski merktum við Grænland. Eru
það fleiri Grænlandsmerki en nokkru
sinni bafa borizt fyrr á einu ári. Það
maétti því ætla, að gengd af Grænlands-
þorski til fslands hafi verið mjög mikil
árið 1939.
Frá Vestmannaeyjum gengu alls 83
bátar til fiskveiða á vertíðinni. Voru þar
af 74 bátar yfir 12 lestir og 9 minni bát-
ar, með samtals 725 manna áhöfn. Er
þetta 12 bátum yfir 12 lestir og 2 minni
en 12 lestir fleira en síðastl. ár. Arsafli
5199 smálestir (5 729).
Vertíðin i Vestmannaeyjum var tals-
vert lakari en fvrra ár, sem glöggt má
sjá á aflamismuninum og ekki sízt, ef á
það er litið, a'ð bátarnir voru 14 fleiri,
er vei'ðar stunduðu, en 1938. í janúar og
febrúar aflaðist lítið, enda voru gæftir
þá heldur stopular. Framan af marz
voru einnig stirðar gæftir og lítill afli.
Þann 21. marz gerði foraðsveður og
urðu Eyjaskeggjar þá almennt fyrir
miklu veiðarfæratjóni. Er veðrinu slot-
aði varð sæmileg veiði og hélzt út mán-
uðinn. En mestur varð aflinn í páskavik-
unni og fiskaði aflaliæsti báturinn þá
um 90 skpd. En þrátt fyrir það, að góð-
viðri liéldust, aflaðist þó heldur lítið
það sem eftir var mánaðarins. Nokkrir
bátar, er sóttu á Selvogsbanka, öfluðu
þó sæmilega. — Hæstir hásetahlutir urðu
röskar 1400 kr.
Margir bátar stunduðu dragnótaveiðar
í maímánuði og öfluðu dável, einkum
smálöngu.
Um haustið stunduðu allmargir bátar
veiðar og fiskuðu þeir bæði með línu og
dragnót. Aflaðist sæmilega og var megn-
ið af aflanum selt í togara.
1 bvrjun vertiðar var fiskur í horaðra
lagi, en í marzlok mjög stór og feitur.
Eins og nokkur undanfarin ár voru gerð-
ar mælingar á fiski, stærð hans og at-
hugað lifrarmagn. Eins og fvrr er miðað
við 700 kg af fiski upp úr sjó (með inn-
ýflum), en talið er, að úr því fiskmagni
fáist 1 skpd. af barðþurrkuðum fiski,
sem ætlaður er á Suður-Ameríkumark-
aði eða til Portúgal.
Úr 700 kg af fiski fengust:
31. jan................ 91 fiskur 43 litr. lifur.
28. febr................ 88 — 43 —
15. marz .............. 74 — 37 — —
22. marz .............. 67 — 45 — —
30. marz .............. 55 — 59 — —
8. apríl .............. 67 — 40 — —
15. april ............. 64 — 42 — —
20. apríl ............. 82 — 42 — —
29. aprii .............. 61 — 58 — —