Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.01.1940, Qupperneq 15

Ægir - 01.01.1940, Qupperneq 15
9 Æ G I R Frá Stapa gengu 10 opnir vélbátar með 40 menn, og er það 3 bátum fleira en síðastl. ár. Ársafli 31 smál. (51). Frá Hjallasandi gengu 3 þiljaðir vél- bátar minni en 12 lestir, 12 opnir vél- bátar og 3 róðrarbátar, með samtals 96 mönnum. Er þetta einum róðrarbát færra en árið áður. Framan af vertíð afl- aðist vel, en seinni helming febr. voru gæftir mjög stopular. í byrjun apríl var mjög góð veiði, en um miðjan mán- uðinn tók alveg fyrir liana og veiddist ekkert til mánaðarloka, og var róðrum þá hætt að mestu levti. Ársafli 284 smál. (271). Úr Ólafsvík gengu 11 bátar, með sam- tals 70 skipverja. Þar af voru 9 opnir vél- bátar, 1 vélbátur minni en 12 lestir og 1 árabátur. Er þetta tveim bátum fleira en fyrra ár. -— Afli var talinn góður fyrri hluta vertíðar, en dróg mjög úr honum um hana miðja. í byrjun apríl glæddist veiði á ný og fiskaðist þá svo mikið, að ekki hefir jafngott verið mörg undan- farin ár. Róðrar voru svo að segja hættir í aprillok. — Veiðar voru stundaðar allt haustið, og var allur aflinn seldur í hraðfrystihúsið og togara. Ársafli 267 smál. (261). Frá Stykkishólmi og Grundarfirði gengu 1 vélbátur stærri en 12 lestir, 3 minni, 14 opnir vélbátar og 1 róðrarbát- ur, með samtals 66 menn. — Snemma vors aflaðist vel. Um haustið mátti heita allsæmileg veiði og var megnið af aflan- um selt í hraðfrystihúsið. Hæstu há- setahlutir yfir haustvertíðina munu hafa orðið um 250 kr. nettó. Vestfirðingafjórðungur. Vetrarvertíð á Vestfjörðum var mjög góð fvrri hluta vetrar og mun mega telja vetraraflann yfirleitt i meira lagi. Vor- vertíðin varð endaslepp, vegna þess að beituskortur varð siðari hluta henn- ar. — Snemma vors veiddist talsvert af síld á ísafirði, eða alls um 1500 tn. Mest af þessari sild var selt til beitu. Um haust- ið var einnig nokkur síldveiði i Dýra- firði. Haustvertíð varð með bezta móti, þvi að gæftir voru óvenju góðar. Megnið af aflanum var selt togurum til útflutnings. Fiskimenn á Vestfjörðum munu ekki í mörg ár hafa fengið jafnmikið til hlutar á haustvertíð sem að þessu sinni. — Þeg- ar litið er á skýrslu nr. 1, sést að ársafl- inn í Vestfirðingafjórðungi er ýfið minni nú en í fyrra. En á það ber að líta, að allur haustaflinn 1938 var saltaður, en að þessu sinni ekkert af honum svo telj- andi sé. Úr Flatey og Bjarneyjum gengu 10 bát- ar, með 36 menn. Einn af þeim var yfir 12 lestir, en hinir opnir vélbátar. Er þetta 3 opnum vélbátum færra en síð- astl. ár. Ársafli 56 smál. (49). Úr Víkum gengu 15 opnir vélbátar með 48 mönnum; er það 2 vélbátum færra en 1938. Fyrri hluta vors aflaðist þar mjög vel, en um mitt sumarið hömluðu storm- ar sjósókn. Ársafli 113 smál. (109). Úr Patreksfirði gengu 11 skip, með samtals 107 menn. Þar af voru 2 togarar, 1 vélbátur minni en 12 lestir og 8 opnir vélbátar. Er þetta þiljubátnum og 3 opn- um vélbátum fleira en árið áður. Þar var ágætur afli á trillur fyrri hluta vors og framan af sumri. Um haustið var einnig góður afli og voru stundaðir róðr- ar á smábáta fram í desember, en slíkt er óvanalegt. Smábátaútgerð er nú tals- vert að færast aftur í aukana, og er árs- afli opnu vélbátanna talinn 156 smál., og þykir það ágætur afli. — Togararnir stunduðu saltfiskveiðar síðari hluta vetr- ar, en karfaveiðar um sumarið. Um

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.