Ægir

Årgang

Ægir - 01.01.1940, Side 18

Ægir - 01.01.1940, Side 18
12 Æ G I R Framan af sumri var lengst af fisktregða, og var þá oft erfitt að ná í beitu, því að fiskurinn lét mjög illa við freðbeitunni frá fyrra ári, einkum eftir að loðna og síli hafði fengizt og verið beitt. — Þegar kom fram undir mitt sumarið, hættu flestir stærri bátarnir þorskveiðum og bófu síldveiði, en í (austur-verstöðvun- um var þorskveiðum lialdið áfram og aflaðist víðast sæmilega. — Nokkrir bát- ar úr Eyjafirði og Siglufirði stunduðu grálúðuveiðar um tíma, en talið er, að þær veiðar hafi gefið lítinn arð. — Fjöldi báta stundaði dragnótaveiðar bæði haust og vor. Öfluðu sumir þeirra ágæt- lega, en aðrir miður, eins og gengur. — Eftir að sildveiðunum lauk fóru nokkr- ir bátar á þorskveiðar aftur, en veiði var frekar lítil, eða mun minni en á sama tíma síðastliðið ár. Frá Skagaströnd og Kálfshamarsvík gengu 6 opnir vélbátar og 1 þiljaður bát- ur, með samtals 25 menn. Er það 4 ára- bátum færra en fyrra ár, en þá var þar enginn þilbátur. Arsafli 85 smál. (74). Frá Sauðárkróki gengu 6 opnir vél- bátar og 1 þiljaður bátur, með alls 26 menn. Er það 5 árabátum færra en árið áður, en 1 þilbát fleira. Ársafli 32 smál. (63). Frá Höfðaströnd gengu 8—10 opnir vélbátar með 24 menn. Margir bátanna stunduðu ekki veiðar nema örstuttan tíma. Er það 4 árabátum færra en síð- astliðið ár. Ársafli 60 smál. (107). Or Siglufirði gengu 3 vélbátar stærri en 12 lestir, 1 minni og 6 opnir vélbátar, með samtals 21 mann. Er það 1 þiljuð- um bát fleira en síðastl. ár. Stóru bát- arnir stunduðu aðeins veiðar stuttan tima um vorið. Trillubátarnir voru einnig skamman tíma við veiðar, og seldu megnið af aflanum til nevzlu i bænum. Ársafli 113 smál. (175). 0r Ólafsfirði gengu 41 bátur, með sam- tals 110 menn. Þar af voru 3 vélbátar stærri en 12 lestir, 13 minni og 25 opnir vélbátar. Er það 1 bát færra en fyrra ár. Um mitt sumarið stunduðu trillurnar að- eins þorskveiðar, en stærri bátarnir voru þá allir við síldveiði. Ársafli 528 smál. (764). Úr Dalvík gengu 3 vélbátar stærri en 12 smál., 8 minni og 4 opnir vélbátar, með samtals 50 menn. Er það 1 stórum vélbát fleira, en 1 vélbát minni en 12 1., 4 trillum og 3 árabátum færra en árið áður. Þilbátarnir stunduðu allir sild- veiðar. Ársafli 314 smál. (407). Or Hrísey gengu 1 línuveiðagufuskip, 8 vélbátar minni en 12 lestir og 3 opnir vélbátar, með samtals 49 menn. Línu- veiðarinn gekk þaðan ekkert á þorsk- veiðar síðastl. ár og nú aðeins stuttan tíma. Annars var 1 þilbát fleira en fyrra ár, en 1 trillu færra. Ársafli 173 smál. (289). Frá Árskógsströnd gengu 4 vélbátar minni en 12 lestir og 4 opnir vélbátar, með alls 45 menn. Er það 1 opnum vél- bát fleira en árið áður. Ársafli 177 smál. (236). Frá Akureyri og nágrenni gengu marg- ir opnir vélbátar, en ekki er vitað um tölu þeirra með vissu. Seldu þeir afla sinn eingöngu til neyzlu í bænum og nær- sveitunum. Frá Hjalteyri gengu 7 opnir vélbátar og 1 árabátur, með samtals 14 menn. Ársafli 28 smál. Or Grýtubakkahreppi gengu 6 vélbát- ar minni en 12 lestir og 4 opnir vélbátar, með samtals 34 menn. Er það 2 þilbát- um og 2 trillubátum færra en fyrra ár. Ársafli 306 smál. (388). Or Flatey gengu 3 vélbátar minni en 12 lestir og 8 opnir vélbátar, með sam- tals 31 mann. Síðastl. ár gekk enginn þil-

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.