Ægir - 01.01.1940, Qupperneq 20
14
Æ G I R
af því aflamagni, sem kemur á land eftir
að komið er fram í júní, er veitt á opna
vélbáta. Þorskveiði á opna vélbáta hefir
aukizt mjög og talið er, að hin siðari ár
hafi hún gefizt vel og sumstaðar ágæt-
lega.
Alls stunduðu 41 bátur af Austfjörð-
um síldveiðar fyrir Norðurlandi um
sumarið. Margir þeirra hófu dragnóta-
veiði að síldveiðinni lokinni. Aflaðist
yfirleitt vel. Nokkrir bátar veiddu t. d. á
þessum tíma fyrir um 12.000 kr. Afla
sinn seldu þeir í hraðfrystihúsin á Norð-
firði og Seyðisfirði og nokkuð i togara,
eftir að útflutningur á ísuðum fiski hófst.
Hin siðari ár hafa Austfirðingar keypt
talsvert af óverkuðum fiski veiddum í
Faxaflóa og við Vestmannaeyjar og flutt
austur til verkunar. Hefir þetta orðið tals-
verð atvinnubót.
1 nóvember var vart við örsmáa síld
i Mjóafirði, Seyðisfirði og Norðfirði. Kom
þorskur þar i uppivöðu á eftir síldinni.
I desember varð sildarvart inni í botni
Seyðisfjarðar. Var það mest hrognfull
stórsíld, er veiddist.
Frá Skálum gengur 9 opnir vélbátar
með 27 menn. Er það 2 trillum fleira en
árið á undan, en 2 árabátum færra, svo
að bátatalan er sú sama. Ársafli 102 smá-
lestir (95).
Úr Gunnólfsvík gekk einn opinn vél-
bátur með 4 mönnum. Er það 2 trillum
færra en síðastl. ár. Eins og nú er komið
getur Gunnólfsvík tæpast talist sérstak-
ur útgerðarstaður, enda sækja bátar það-
an til Bakkafjarðar. Ársafli 7 smál. (20).
Úr Bakkafirði gengu 8 opnir vélbátar
og 4 árabátar, með samtals 27 menn. Er
það 2 trillum og 1 árabát fleira en fyrra
ár. Færeyingar stunduðu þar einnig veið-
ar á nokkrum bátum, en þeir flytja afla
sinn heim, nema litilsháttar, sem gengur
upp í viðskipti, og er það talið hér með.
Eins og . stundum undanfarið, hefir
Bakkafjörður verið ein aflasælasta veiði-
stöðin austanlands yfir sumarmánuðina.
Ársafli 188 smál. (75).
Úr Vopnafirði gengu 6 opnir vélbátar,
og 3 árabátar með alls 21 mann. Er það
2 trillubátum færra en árið 1938, en 2
árabátum fleira. Þar veiddist ekkert
eftir ágústlok. Ársafli 57 smál. (28).
Úr Borgarfirði gengu 9 opnir vélbát-
ar með 24 menn, og er það 2 bátum fleira
en síðastl. ár. Ársafli 66 smál. (43).
Úr Seyðisfirði gengu 2 vélbátar stærri
en 12 lestir, 9 minni og 5 opnir vélbátar,
með samtals 54 menn. Er þetta 1 trillu-
bát færra en síðastl. ár. Fimm vélbátar
frá Seyðisfirði stunduðu þorskveiðar við
Faxaflóa, og um sumarið voru allir
stærri bátarnir á síldveiðum. Ársafli 301
smál. (346).
Úr Mjóafirði gengu 7 opnir vélbátar og
6 árabátar, með samtals 20 menn. Er það
2 trillubátum og 6 árabátum fleira en
næsta ár á undan. Eftir miðjan ágúst-
mánuð veiddist ekkert þar. Ársafli 37
smál. (33).
Úr Norðfirði gengu 8 vélbátar yfir 12
lestir, 6 minni og 21 opinn vélbátur, með
samtals 97 menn. Er það 1 togara, 1 stór-
um vélbát, 1 trillubát og 2 árabátum
færra en fyrra ár. Sex bátar frá Nes-
kaupstað stunduðu veiðar á vetrarvertíð
frá verstöðvunum við Faxaflóa og auk
þess veiddu 3 stærstu bátarnir sunnan
lands og var afli saltaður í þá. Ársafli
419 smál. (702).
Úr Breiðuvik og Karlsskála gengu 6
opnir vélbátar með 18 menn. Er það 2
trillubátum fleira en árið áður. Á þess-
um slóðum er veiði mest ígripavinna
manna, sem hafa landbúnað að aðalat-
vinnu. Ársfli 33 smál. (12).
Úr Eskifirði gengu 2 vélbátar stærri en
12 lestir og 5 minni, með samtals 28 menn.