Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1942, Blaðsíða 8

Ægir - 01.01.1942, Blaðsíða 8
2 Æ G I R sem þær þjóðir, sem við hofum við- skipti við, munu ekki lengur vera af- lögufærar á því sviði. Það er því aðeins ein leið í þessu máli, og hún er sú, að skipin verði byggð liér á landi. Sem stendur eru ekki til i landinu nógu stórar né nógu fljótvirkar skipa- smíðastöðvar til að fullnægja þörf sjávarútvegsins á nýjum skipum, og' þvi iilýtur sú krafa að verða æ háværari, að komið verði upp fullkominni skipa- smíðastöð og það sem allra fyrst. Allt litlit er á að þetta verði því erfiðara, þvi lengur sem það dregst, og þess vegna er nauðsynlegt að ekki dragist að gera hér þær ráðstafanir, sem að lialdi mega koma, og getur framtíð sjávarútvegsins um ófyrirsjáanlegan tíma oltið á því. Gefst væntanlega tækifæri til að ræða jietta mál ýtarlegar hér innan skamnis. Seinl á órinu 1940 tilkynntu Bretar, að lagt iiefði vcrið tundurduflum á stórum svæðum fyrir Vestfjörðum og Auslur- landi. Við þetta lokuðust þýðingarmikil fiskimið landsmanna, og varð tjónið af þessu óbætanlegt, sérstaldega fyrir út- gerðina í þeim landshlutum, sem næst lágu. Eu er kom fram á árið 1941, fór að ]>era mjög á því, að dufl þessi yrðu laus frá festum og rak þau með ströndum fram. Voru að þessu svo mikil brögð, sérstaklega fyrir Austurlandi, að fiski- skipaflotinn neyddist til að liggja í höfn og' liafast ekkert að á þeim tímum, sem annars voru stundaðar veiðar á af miklu kapj)i. En auk iiins stórkostlega óbeina tjóns, sem af þessu leiddi, varð þetla til þess ásamt öðrum styrjaldarástæðum, að lögleiddar voru stríðstryggingar á skipum og mönnum, en það hafði í för með sér mjög aukin útgjöld fyrir út- gerðina, og' var það sérstaklega lil- finnanlegt fvrir smærri útveginn. Ekki er hægt að minnast svo á sjávar- útveginn árið 1941, að ekki sé getið að einhverju samnings þess, sem gerður var við Breta um sölu á nær allri fiskfram- leiðslu landsmanna á tímabilinu frá ágústbyrjun til júníloka 1942, og auk þess á saltfiskbirgðum, sem til voru í landinu. Það er raunar l)úið að rita og ræða svo mikið um þennan samning síðan hann var gerður, að engin ástæða er að fara ýtarlega út í hann hér, en ekki verður komizt hjá að geta lians að nokkru, þar eð slíkur samningur hlýtur að liafa djúptæk áhrif á afkomu út- gerðarinnar þann tíma, sem hann nær yfir. Eftir því, sem brezk stjórnarvöld liöfðu látið orð falla, er landið var her- numið, gerðu menn sér vonir uni að greiðlega mundi takast með samning- ana og að Bretar mundu sýna fulla lip- urð í þeim viðskiptum. En þetta fór nokkuð á annan veg. Samningaumleit- anirnar tóku mjög langau tíma og eftir þvi, sem upplýst hefur verið, gekk mjög erfiðlega að fá brezku samningamenn- ina til að skilja þarfir íslenzkrar út- gerðar, livað verðlag á afurðum Iiennar og annað snerti. Þegar þvi samning- arnir höfðu verið undirritaðir og kunn- gerðir, urðu vonbrigði manna mjög sár og e. t. v. því sárari, sem menn höfðu al- mennt gert sér góðar vonir um liag- kvæma samninga, og það ekki að á- stæðulausu. Mikil hót var þó að því, að samningarnir voru ekki fastari en svo, að eftir að þeir höfðu verið undirrit- aðir, fóru fram stöðugar umleitanir af hálfu íslenzkra stjórnarvalda og full- trúa þeirra um endurbætur á þeim, og tóksl að fá á þeim breytingar til bóta i verulegum atriðum, og er þess helzta i því sambandi gelið í yfirliti því, sem hér fer á eftir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.