Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1942, Blaðsíða 34

Ægir - 01.01.1942, Blaðsíða 34
28 Æ G I R uin 70 þús. yx tn. og um 30 þús. %.tn., cn að viðbættu því, sem inn var flutt á meðan vertíð stóð, voru til alls um 85 500 Yi tn. og um 50 þús. % tn. Tunnubirgðir voru því allmikið minni cn á fvrra ári. Söltun síldar lilaut því að vera nokkuð þröng takmörk sett með þeim tunnum, sem til voru. Eu bæði var það, að fvrirsjáanlegir erfið- leikar voru á því að selja mikið magn af saltsíld, þar sem Ameríkumarkaður einn var opinn fvrir þessa vöru og gæði síldarinnar voru með þeim bætti, að óvenju lítill lduti bennar var söltunar- bæfur. Allt þetta stuðlaði að því, að söltun var með allra minnsta móti á smnrinu. Gefur tafla XIV yfirlit yfir síldar- söltun á árinu. Alls voru saltaðar á landinu 70 003 tunnur, en þar af voru 31281 tn. af Faxasíld, sem aðallega var veidd í rek- net uin baustið. Á vertíðinni norðan- lands voru því aðeins saltaðar 38 722 tn. Síðan farið var að safna nákvæmum skýrslum uin síldarverkun, hefur aldrei verið saltað jafnlítið á Norðurlandi. A fyrra ári nam söllunin 89 367 tn., en 247 679 tn. árið 1939. Aftur á móti var söllun sildar við Faxaflóa með mesta móti. Voru alls sallaðar þar 31 281 tn., og hefur aðeins einu sinni áður verið saltað þar meira magn, en það var árið 1935, þegar veiði brást fyrir Norðurlandi. Voru þá saltaðar 52 043 tn. við Faxaflóa. A fyrra ári voru aftur á móti sallaðar aðeins 600 tn. við Faxaflóa. Áf Norðurlandssíldinni var mest salt- að, hausskorið og slógdregið (í dálkin- um „saltsild sérverkuð“ í töflunni). Verkun „matjes“síldar var með minnsta móti, enda síldin yfirleitt óbæf til þeirr- ar verkunar. Alls voru 10 723 tn. „matjes“ saltaðar. Sykursaltaðar voru 6 441 tn., en kryddaðar 3 235 tn. Flakað var í 2 477, og var það eitthvað minna en á fyrra ári. Eins og áður, var yfirgnæfandi meiri- hluti síldarinnar verkaður á Siglufirði. Voru saltaðar þar alls 33 316 tn., eða um 86% allrar Norðurlandssíldarinnar. Aðrir söltunarstaðir voru helztir: Sauð- árkrókur, Hrísey, Ólafsfjörður, Ingólfs- fjörður og Akureyri með um 700—1250 tn. hver. Nokkur breyting varð á sölufyrir- komulagi sallsildar frá því sem áður var. Um nokkur undanfarin ár befur síld- arútvegsnefnd haft einkarétt til sölu og útflutnings á „matjes“-síld og annarri léttverkaðri síld. Þann 12. júlí í sumar tilkynnti atvinnumálaráðherra nefnd- inni þá ákvörðun sina, að sala á þessari síld skyldi vera 'frjáls að þessu sinni. Stóð um þelta nokkur styrr, sem leiddi lil þess, að formaður nefndarinnar, Finnur Jónsson alþm., sagði af sér for- mannsstarfinu, en þá var skipaður i lians slað Sigurður Kristjánsson. Eins og venja er, ákvað Síldarútvegsnefnd lágmarksverð á síld til söltunar svo og lágmarksútflutningsverð. Fersksíldar- verðið var ákveðið 25. júlí og var eins og sýnt er liér á cftir, miðað við lieila tn.: 1. Saltsild, venjuleg .............. kr. 20.00 2. Saltsíld, hausskorin og slógdregin — 25.00 3. Matjessíld ........................ — 25.00 4. Kryddsíld, kverkuð ................ — 23.00 5. Kryddsíld, hausskorin og slógdr. — 28.00 0. Sykursild, hausskorin og slógdr. — 25.00 7. Sykursíld, kvcrkuð og slógdregin — 25.00 • 8. Síldarflök ........................ — 45.00 9. Síldarflök fyrir uppmælda tn. .. — 20.00 Hækkun á fersksildarverðinu frá fyrra ári var yfirleitt frá um 10—30%. Lágmarksútflutningsverð var sett 22. júlí og var eins og eftirfarandi yfirlit
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.