Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1942, Blaðsíða 24

Ægir - 01.01.1942, Blaðsíða 24
18 Æ G I R miklar, svo að lítið var hægt að stunda veiðar, og auk þess aflatregða, þegar gaf á sjó. Er almennt talið, að haustvertíðin liafi verið sú lélegasta, sem komið hefur. Þó mun hér mega undanskilja, að nokkru leyti a. m. k., Steingrímsfjörð og Bolungavík, en þar var sæmilegur afli, enda sjór stundaður af miklu kappi á hinum síðarnefnda stað. Um saltfiskverkun í Vestfirðingafjórð- ungi verður getið nánar síðar. Meiri hluti aflans í fjórðungnum var seldur nýr upp úr bátunum, ýmist í hraðfrysti- hús eða í ísfiskflutningaskip. Aðstaða hinna ýmsu veiðistöðva til að selja fisk- inn í skip var þó mjög misjöfn. Frá veiðistöðvunum syðst á Vestfjörðum leituðu bátar að jafnaði til Patreks- fjarðar og seldu fiskinn ýmist í hraðfrystingu eða isflutningaskip. Var þclta skiljanlega nokkrum erfiðleikum hundið fj'rir smærri báta. Jafnvel kom það fyrir, að bátar frá Bíldudal komu með afla sinn til Patreksfjarðar til að geta selt hann í skip, og var það ákaf- iega óhagrætt fyrir bátana. Yfirleitt var það miklum erfiðleikum bund- ið fyrir útgerðina á Arnarfirði, Dýra- firði, Önundarfirði og Súgandafirði að koma fiskinum í skip, þar sem skip lágu aðeins á ísafirði. Bátar á þessum stöðum urðu því illa úti, hvað þetta snerti. Kom jafnvel fyrir, að fiskur'var fluttur á hif- reiðum frá Dýrafirði, Önundarfirði og Súgandafirði til ísafjarðar, og lagðist því mjög mikill aukakostnaður á fisk- inn, sem útgerðin varð að bera sjálf, að öllu leyti. Um haustið fengust Bretar þó til að leigja báta og hafa í förum með fisk frá þessum stöðum, en sú ráðstöfun kom þó ekki að fullum notum, vegna aflatregðu og gæftaleysis, sem þá var. Líkt var á- stalt fyrir veiðistöðvunum í Djúpinu, nema hvað fjarlægðirnar til fsafjarðar eru þar ekki eins miklar. Fyrir útgerðina í Steingrímsfirði og umhverfi var aðstaða allt önnur. Framan af árinu varð raunar að salta nokkuð af aflanum vegna skorts á flutningaskip- um, en eftir að júnimánuði sleppti, var allur afli á báta á þessu svæði seldur í ísfiskflutningaskip. Einkum var auðvelt að fá skip til að kaupa fiskinn eftir að íslenzkum og færeyskum skipum var meinað að kaupa fisk við Faxaflóa og á Vestfjörðum, en Steingrímsfjörður og Strandir voru leystir undan þessu banni í byrjun septembermánaðar. Beituvandræði voru yfirleitt ekki í fjórðungnum, að því er talið er. Þó voru nokkur vandræði með beitu á Stein- grímsfirði, og hamlaði það sjósókn um tíma, og í Bolungavík á vetrarvertíð, en úr þvi rættist er fram á leið. Um haustið veiddist mikið af kolkrabha víða á Vest- fjörðum, og var hann mikið notaður til heitu hæði nýr og frystur. c. Norðlendingafjórðungur. Eins og tafla VII her með sér, var ekki um neina teljandi útgerð að ræða í Norð- lendingafjórðungi fyrsta fjórðung árs- ins. Voru það aðeins nokkur skip í is- fiskflutningum, sem út voru gerð. Þó munu einstaka bátar hafa stundað eitt- hvað sjó framan af árinu, t. d. frá Þórs- liöfn á Langanesi, en þeir hafa ekki verið teknir á skýrslu að þessu sinni. Botnvörpuskip voru engin gerð út úr fjórðungnum á árinu og línugufuskip að- eins 1—3, en nokkrum slíkum skipum hefur verið breytt i mótorskip nú í seinni tíð. Voru línugufuskipin gerð flest út 3 um síldveiðitímann, mánuðina júlí og á- gúst. Mótorbátar yfir 12 rúml. voru margir gerðir út við Faxaflóa á vetrar- vertíð, og í aprílmánuði, þegar útgerð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.