Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1942, Síða 9

Ægir - 01.01.1942, Síða 9
Æ G I R 3 í sambandi við þennan samning var síðan gerður annar samningur við Bandaríkin, þar sem þau tóku að sér að sjá um greiðslu i dollurum fyrir allan i'isk, sem fluttur yrði til Bretlands frá því í lok nóvember til loka samnings- tímabilsins. Var liér vitanlega um stór- kostlega úrbót að ræða, þar sem punda- inneignir landsmanna voru nú orðnar mönnum áhyggjuefni, en þörfin fvrir dollara stöðugt vaxandi, vegna aukinna viðskipta við Ameríku. Um afkomu sjávarútvegsins á árinn er ekki annað hægt að segja en að hún liafi yfirleitt verið góð og lijá nokkrum greinum hans mjög góð. Á þessu ári gat útgerðin enn haldið áfram að létta skuldabaggann frá erfiðu árunum, þar sem þess var þörf, og safnað í sjóði til að standa betur að vigi þegar aftur fer að þrengja að. 1. Útgerð og aflabrögð. Þátttaka í útgerðinni var mjög mikil á árinu, eins og verið liafði árið áður. Mátti segja, að allar fleytur væru gerðar út. Gefur lafla I yfirlit yfir liver þátttaka hinna einstöku skipategunda var í hverjum mánuði ársins 1941, svo og tölu skipverja. í ársbyrjun voru lalin 35 botnvörpu- skip á landinu og voru þau öll gerð út í janúarmánuði. Eftir það verður útgerð togaranna stopulli, og í júní voru að- eins 13 þeirra gerðir út. Kom þctta lil af því, að siglingar þeirra lögðust alveg niður frá því i marzmánuði og þar íi! seinnililuta sumars. Stunduðu þá sumir þeirra veiðar i ís til sölu í erlend fisk- kaupaskip, nokkrir fóru á veiðar í salt og enn aðrir voru ekki gerðir út uin lengri tíma, þar eð fram fóru á mörgum þeirra gagngerðar viðgerðir, sem oft tóku mjög langan tíma. Voru nokkrir þeirra enn ekki farnir á veiðar um ára- mót. Mannatala á togurunum er að jafnaði meiri en á nokkrum öðrum flokki skipa. Eru að jafnaði frá 13— 30 manns á hverju skipi og jafnvel þar vfir, og íer það vitanlega eftir því livers konar veiðar eru stundaðar. Þannig var t. d. í janúar ca. þeirra skipa, sem út voru gerð, togarar, en mannatala á þeim var um % af manna- lölu á öllum fiskiskipaflotanum, sem út var gerður í þeim mánuði. Útgerð linugufuskipanna var mjög misjöfn á árinu. Voru þau allflest í flutningum með ísvarinn fisk til Bret- lands og urðu því að liætla þegar sig'l- ingastöðvunin varð í lok marz. I júlí og ágúst fjölgaði þeim aftur, en þá stund- uðu nokkur þeirra síldveiði, en voru raunar venju fremur fá. Eftir að brezk- íslenzki fisksölusamningurinn kom lil framkvæmda, var tala þeirra skipa, sem máttu kaupa fisk til útflutnings í ís, takmörkuð, og gekk það einnig úl vfir línugufuskipin. Mannatalan á þess- um skipum í flutningunum var að jafn- aði 9—12, en aftur var mannatalan nokkuð hærri mánuðina júli og ágúst, þegar síldveiðar voru stundaðar. Útgerð þeirra báta, sem cru yfir 12 rúml’, var jafnari á árinu en annarra skipaflokka. Urðu engar stórvægilegar breytingar á tölu þeirra frá ársbyrjun, þar til kom fram á liaustið. Fvrstu 5 mánuði ársins eða lil miðs maí, stendur vfir vetrarvertið við Suð-Vesturland, og eru þar þá samankomnir flestir bátar af þessari slærð, alls staðar að af land- inu. Eftir vetrarvertíðina fækkaði þeim nokkuð, en tala þeirra varð liæst í ágúst, cn þá stóðu sildveiðarnar m. a. yfir. Þegar kom fram í desember, fækkaði

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.