Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1942, Síða 16

Ægir - 01.01.1942, Síða 16
0 Æ G I R Nokkrir bátar, sem veiðar stunduðu frá veiðistöðvum í fjórðungnum á vetr- arvertíð, voru frá ýmsum stöðum, jafn- vel úr öðrum fjórðungum. í Vestmanna- eyjum var einn aðkomubátur frá Akur- eyri. í Sandgerði voru aðkomubátarnir i miklum meiri bluta, eða 29 alls. Voru þeir frá eftirtöldum stöðum: 9 úr Garði, ö frá Norðfirði, 3 frá Húsavík, 2 frá Ól- afsfirði, 2 frá Stokkseyri, 2 frá Eskifirði, og 1 frá hverjum eftirtaldra staða: Reykjavík, Eyrarbakka, Súðavik, Reyð- arfirði og Dalvík. f Keflavík og Ytri- Njarðvík voru 13 aðkomubátar frá eftir- töldum stöðum: frá Seyðisfirði 5, Dal- vik 4 og einn frá hverjum eftirtaldra staða: Ólafsfirði, Hjalteyri, Akranesi og Akureyri. í Hafnarfirði voru 3 aðkomubátar, frá Seyðisfirði, Siglufirði og Akureyri, einn frá hverjum stað. Alls stunduðu því 31 bátur, sem heimilisfang átti utan Sunnlendinga- fjórðungs, veiðar frá veiðistöðvum í fjórðungnum á vetrarvertíðinni. Tafla IV gefur yfirlit yfir, hvaða veið- ar voru stundaðar í Sunnlendingafjórð- ungi á 'hinum ýrnsu tímum ársins 1941. Botnvörpuveiðar í salt voru eingöngu slundaðar af togurunum, aðallega eftir að siglingar slöðvuðust til Bretlands seinni hluta marzmánaðar. Stunduðu flestir þessar veiðar í apríl, eða 25. Var þá að jafnaði yfir 30 manna áhöfn á skipunum. Aðeins 2 skip héldu út þar til í júlí, en flest stunduðu þessar veiðar aðeins í apríl. Það liefur farið mjög i vöxt á seinni árum, að stórir vélbátar stunduðu veiðar með botnvörpu. Stend- ur þetta i beinu sambandi við liina miklu sölu á ísvörðum fiski til útflutnings og í frystihús. Aftur á móti mun að jafnaði ekki borga sig að fiska þannig til salt- fiskverkunar, eins og togarar gera. Fisk- ur, sem þessir bátar afla, er mjög bland- aður og iþví illa fallinn til söltunar. Á vetrarvertíðinni stunduðu frá 14—23 bátar botnvörpuveiðar í ís, en auk þeirra stunduðu margir togaranna þessa veiði, eins og kemur fram á töflunni. Þegar kom fram á sumarið, fjölgaði þeim bál- um, sem botnvörpuveiðar stunduðu, og urðu flestir 26 í júní og aftur í ágúst. Þegar reknetjaveiðar hófust um liaustið, liættu margir bátanna botnvörpuveiðum til að fara á reknet, og í desember stund- uðu aðeins 8 bátar botnvörpuveiði. Bát- ar þeir, sem botnvörpuveiðar stunduðu, voru aðallega gerðir út frá Reykjavík, Vestmannaeyjum, Keflavík, Akranesi og Hafnarfirði. Mannatala á þessum bátum er að með- altali 6—8 á hverjum. Eins og tafla IV ber með sér, stundaði yfirgnæfandi meiri liluti fiskiskipa i fjórðungnum ])orskveiðar ,með línu eða netjum. Hand- færaveiðar voru hverfandi litlar. Þetla á þó aðeins við um vetrarvertíðina, eða frá áramótum til miðs maimánaðar. Eftir þann tíma voru línuveiðar sáralítið stundaðar, og þá nær eingöngu á opna vélbáta, fyrr en kom fram á liaustið. Þegar kom fram í nóvember, bófu nokkrir bátar af Akranesi að stunda línuveiðar og í desember sömuleiðis bát- ar úr Vestmannaeyjum. Á vertíðinni slunduðu bátar úr Veslmannaeyjum og úr veiðistöðvunum austanfjalls nokkuð netjaveiði, en yfirgnæfandi meiri hluti bátanna úr fjórðungnum stunduðu ein- göngu línuveiði á þessu timabili. Manna- tala á línubátunum var, eftir töflunni, á verlíðinni 8—9 að meðaltali. Þegar slóru bátarnir hættu við vertíðarlok, og litlu bátarnir cinir stunduðu línuveiðar, varð mannalalan að meðaltali aðeins 3 —4 a bat. Þrátt fyrir nýjar veiðiaðferðir bátaflot-

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.