Ægir

Årgang

Ægir - 01.01.1942, Side 20

Ægir - 01.01.1942, Side 20
5. april .... 68 fiskar 53 1 lifur 12. — .... 70 — 48 -- 25. — .... 71 — 26 -- Mælingar þessar leiða í ljós, að veru- legur munur var á lifrarmagni Yest- mannaeyjafisksins á þessari vertíð og á fyrra ári. Sýndi þá engin mæling yfir 49 1 lifrarmagn úr sama magni af fiski. Mælingar, sem gerðar voru i Sand- gerði, sýndu eftirfarandi: Úr 600 kg af fiski fengust: 15. febr. . . . 103 fiskar 38 1 lifur 28. —. . . . 103 — 36 - — 28. — .. . 103 — 39 - — 16. marz ... 98 — 29 - — 16. — ... 101 — 33 - — 31. — .. . 99 — 27 - — 31. — .. . 105 — 29 - — 15. apríl ... 95 — 26 - — 15. —• ... 103 — 23 - — 30. — ... 94 — 18 - — 30. —. ... 102 — 21 - — 15. maí ... 94 — 19 - — 15. — .. . 98 — 21 - — Borið saman við mælingar, sein gerðar •voru á fyrra ári, var lifrarmagn fisksins í Sandgerði nokkru minna á vertíðinni 1941. Sömuleiðis sýna mælingarnar, að fiskurinn var yfirleitt nokkuð smærri en á fyrra ári. í Keflavík og Akranesi var því miður ekki gerð nema 1 mæling á hvorum stað. í Keflavík fengust 30. apríl úr 600 kg af fiski 110 fiskar og 33 1 lifur. Sama ári eru ekki til neinar sambærilegar töl- ur, þar sem mælingar voru þá ekki gerð- ar á þeim tíma. Á Akranesi fengust 31. marz úr 600 kg af fiski, 110 fiskar og 33 1 lifur. Sama dag á fyrra ári sýndi mæling 80 fiska og 36 1 af lifur. Sala á vertíðarfiskinum fór að mestu leyli fram jafnóðum. Söltun var lítil í ljórðungnum, borið saman við það, sem áður var. Mun verða rætt um saltfisk- verkunina síðar í yfirliti þessu. Hinar ýmsu veiðistöðvar í fjórðungn- um standa mjög misjafnt að vígi með það að geta selt aflann í ís til útflutnings. Sérstaklega standa binar smærri veiði- stöðvar liér illa að vígi og sömuleiðis þær veiðistöðvar, þar sem bafnarskil- yrði eru miður góð. 1 Vestmannaeyjum var að öllu jöfnu nóg af fiskkaupaskipum og þar þurfti því litið að salta fyrr en siglingastöðv- unin liófst í marzmánuði. Fyrir veiði- stöðvarnar austanfjalls liorfði málið nokkuð öðruvísi við. Engin liöfn er þar nálægt fyrir stærri skip að liggja i og því mjög óhægt að koma fiskinum frá sér. Nokkuð af fiskinum var selt þaðan til Reykjavíkur, en meiri blutann varð þó að salta. Það hefur því vafalaust mikla þýðingu fyrir útgerðina á þessum stöð- um, að frystibús liefur verið reist á Stokkseyri. Fyrir veiðistöðvarnar á Reykjanesskaga er að vísu ekki eins miklum erfiðleikum bundið að lcoma fiskinum frá sér í fiskkaupaskipin. Þó er þetta æði misjafnt, einnig liér. 1 raun- inni er einungis um einn stað að ræða, þar sem bægt er að hlaða skipin á Suð- urnesjum, en það er Keflavík. Enda fór útskipun á fiskinum að mestu leyti fram ])ar. Lagðist því nokkur aukakostnaður á þann fisk, sem flvtja varð að úr öðrum veiðistöðvum. Veiðistöðvarnar á Snæfellsnesi eru ekki eins vel setlar í þessu tilliti. Fisk- kaupaskip urðu að liggja annaðbvort á Grundarfirði eða í Stykkishólmi, og er þá mjög óbægt fyrir báta frá Sandi og Ólafsvik að fara svo langa leið með fisk- inn, og raunar nær ómögulegt fyrir smærri bátana. Eftir að vetrarvertíð lauk, fór fjöldi báta á dragnótaveiðar, eins og áður var

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.