Ægir

Volume

Ægir - 01.01.1942, Page 21

Ægir - 01.01.1942, Page 21
Æ G I R 15 gelið. Voru þessar veiðar stundaðar meira og minna allt sumarið og fram á liaust, nema af þeim bátum, sem stund- uðu síldveiðar með lierpinót mánuðina júlí og ágúst. Aflabrögð voru að vísu ærið misjöfn um sumarið, en þó mun yfirleitt hafa aflazt lieldur vel. Á haust- mánúðunum voru miklar ógæftir lengst af og þá oftast tregur afli, enda hættu nær allir bátar dragnótaveiðum, er kom fram í nóvember. Aftur stundaði allmikill fjöldi báta síldveiðar með reknetjum, aðallega um haustið og seinni liluta sumars. Voru þessar veiðar stundaðar í Faxaflóa og við Suð-Vesturlandið. Enda þótt gæflir væru mjög stirðar var aflinn þó mjög góður. Var saltaður mikill liluti af þeirri síld, sem aflaðist, en einnig allmikið fryst til beitu. Þorskveiðar voru sáralítið stundaðar um sumarið og framan af haustinu. í nóvember liófu bátar frá Akranesi að stunda línuveiðar og öfluðu sæmilega. Mun það vera óvenjulegt að byrja línuveiðar svo snenima á þeim slóðum. Bátar frá Snæfellsnesi stunduðu litið róðra um liaustið, nema þá helzt frá Stykkishólmi. Var afli tregur og aðeins á grunnmiðum, og gæftir stirðar. b. Vestfirðingafjórðungur. I töflu V er yfirlit yfir þátttöku hinna einstöku skipaflokka í fiskveiðunum í hverjum mánuði ársins, svo og manna- tölu. Botnvörpuskip eru fá í fjórðungnum. Voru þau talin 4 í lok ársins. Af þeim voru 2 á Patreksfirði, 1 á Bíldudal og 1 á ísafirði. Sama er að segja um línu- gufuskipin. Aðeins 2 þeirra eru skráð i Vestfirðingafjórðungi, annað í Isafjarð- arkaupstað, en liitt á Þingeyri. Floti hinna stærri mótorháta, þ. e. a. s. bátar yfir 12 rúml. br., skiptist mjög ó- jafnt niður á liinar einstöku veiðistöðvar fjórðungsins. Mun því nær tveir þriðju hlutar hans liafa verið gerðir út frá fsa- firði, en einn þriðji skiptist svo niður á nokkrar af liinum veiðistöðvunum í l'jórðungnum. Eins og taflan ber með sér, voru flestir þessara báta gerðir út árið um kring. Voru þeir á þorskveiðum með lóð fyrri hluta ársins, svo og þegar kom fram á liaustið. Nokkrir þeirra stunduðu einnig þessar veiðar yfir sumartímann. Enn fremur stunduðu nokkrir þessara báta dragnótaveiðar yfir sumarið, en aðrir fóru á síldveiðar, sérstaldega liinir stærri þeirra. Meiri hluti hátanna er undir 12 rúmk, og eru fleiri eða færri slíkir bátar í flest- um veiðistöðvum fjórðungsins. Fleslir þessara báta stunduðu þorskveiðar með lóð eða baudfæri árið um kring. Þó stunduðu nokkrir þeirra dragnótaveiðar um sumartímann. Má lieita, að meiri hluti þessara bála væri gerður út allt árið um kring, en þó sízt fyrir og eftir áramót, og seinni lilutá sumars. Fleiri opnir vélbátar voru gerðir úl á Vestfj., þegar þeir voru flestir um sum- arið, en báðir hinir bátaflokkarnir, sem áður voru nefndir. Voru þeir lítið gerðir út fyrsta ársfjórðungiim, en þegar kom fram í apríl jókst tala þeirra verulega. Flestir urðu þeir í júní 168 alls, en fækk- aði síðan aftur þar til í ágúst. í septem- ber, er haustvertíð hófst, fjölgaði opn- um vélbátum á ný, og urðu flestir 98 í nóvember. Gera má ráð fyrir, að færri þessara báta liafi verið gerðir út á þessu hausti en ella, vegna stöðugra ógæfta, svo og vegna þess, live miklum erfið- leikum var bundið að losna við fiskinn nýjan. Opnu vélbátarnir stunduðu nær eingöngu þorskveiðar með lóð og liand-

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.