Ægir - 01.01.1942, Qupperneq 27
Æ G I R
21
Sléttu, vegna þess, hve síldargengd brást
á Þistilfirði um sumarið.
1 Norðlendingafjórðungi, eins og ann-
ars staðar, var meiri hluti aflans seldur
nýr í ísfiskkaupaskipin. Yar það raunar
æði misjafnt, livernig liinar einstöku
veiðistöðvar stóðu að vigi með það að
koma fiskinum frá sér. Voru t. d. all-
miklir erfiðleikar á þessu við Skaga-
fjörð, vegna þess, að skip fengust ekki
til að koma þangað inn lil að taka fisk-
inn. Heldur urðu bátar t. d. frá Sauðár-
króki að flytja fiskinn til Siglufjarðar,
og lagðist þá á bann allmikill flutnings-
kostnaður, auk þess sem fyrir kom að
liann skemmdist. Á Siglufirði voru að
jafnaði engin vandræði með að fá skip
til fiskkaupa, þar se.m þar var mikil út-
gerð og fiskur fluttur að úr nærliggjandi
veiðistöðvum fyrir vestan og austan. Á
Eyjafirði innan til var þetta aftur á móti
öllu erfiðara, og liættu bátar oft að róa
vegna þess, að skip voru ekki fáanleg til
að koma þangað til fiskkaupa, og mönn-
um þótti eigi svara kostnaði að verka fisk-
inn á annan veg. Á Þórsböfn voru að
öllum jafnaði skip til fiskkaupa um
sumarið.
d. Austfirðingafjórðungur.
Tafla IX gefur yfirlit j'fir tölu fiskibáta
og manna í Austfirðingafjórðungi í
hverjum mánuði á árinu 1941.
í janúar er sjór yfirleitt ekki stundað-
ur fyrir Austurlandi svo neinu nemi, og
svo var einnig að þessu sinni.
Aftur á móti fara þeir bátar austfirzk-
ir, sem veiðar stunda við Faxaflóa á
vetrarvertíð, af stað þegar í byrjun jan-
úar, en þeirra verður að engu getið hér,
þar sem áður hefur verið á þá minnzt.
Þeim bátum fer nú fjölgandi, sem takast
þessa ferð á liendur. Voru á vetrarver-
líðinni 15 bátar við Faxafióa frá Aust-
fjörðum. Var bér um að ræða stærri bát-
ana úr austfirzka vélbátaflotanum.
Hvorki botnvörpuskip né línugufuskip
voru nú g'erð út frá Austfirðingafjórð-
ungi, eins og sjá má í töflu IX.
Vertið bófst frá Hornafirði að þessu
sinni fyrr en venja liefur verið, eða um
mánaðamótin jan.—febrúar. Bátar alls
staðar að af Austfjörðum flvtja sig þang-
að um þetta leyti, þar sem aflavonin er
þar mest, enda ekki gert út annars stað-
ar framan af árinu. Aðkomubátar á
Hornafirði voru 26 og frá eftirtöldum
stöðum: Norðfirði 9, Fáskrúðsfirði 8,
Eskifirði 7 og Seyðisfirði 2.
Þegar kom undir vor, fóru bátar af
nyrðri fjörðunum að stunda veiðar ým-
ist með lóð eða dragnót. Þegar stærri
bátarnir komu austur að lokinni vertíð
við Faxaflóa, hófu margir þeirra veiðar
með dragnót. Flestir voru bátar yfir 12
rúml. gerðir út í júlí og ág., en þá standa
yfir síldveiðar. Útgerð minni þilfarsbála
var liagað líkt og binna stærri. Tala
þeirra var svipuð og binna stærri og út-
haldstími sömuleiðis.
Sumarútgerð er mikil á Austfjörðum
á opnum vélbátum. Hefst útgerð þeirra
ekki svo nokkru nemi fyrr en kemur
fram á vor. Urðu þeir flestir að þessu
sinni 131 í júní. Stunduðu þeir mest
þorskveiðar með lóð og liandfæri. Á
þessum bátum eru að jafnaði ekki nema
2—4 menn, oftast 3, en sökum þess, live
bátarnir eru margir, veita þeir fleiri
mönnum atvinnu yfir sumarmánuðina
en liinir bátaflokkarnir. Árabátar eru
nú orðnir sárafáir í Austfirðingafj., sem
bægt er að segja að gerðir séu út að stað-
aldri um lengri tíma. Eru þeir helzt gerð-
ir út frá smærri veiðistöðvum í fjórð-
ungnum. Tafla X gefur yfirlit yfir,
livaða veiðiaðferðir voru stundaðar í
Austfirðingafjórðungi á árinu.