Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1942, Blaðsíða 39

Ægir - 01.01.1942, Blaðsíða 39
Æ G I R 33 sigldu með til Bretlands, og' aflamagnið var meira, þar sem meira var nú hugs- að um að ná sem mestu fiskmagni, en minna liugsað um hitt, hvaða tegundir væru veiddar, en það kom til af því, að verðið var jafnhátt á lakari og betri fisktegundunum, svo sem ufsa og ýsu eða þorski. Um afkomu togaraútgerðarinnar á árinu 1941 má segja, að hún var ágæt, þar sem fiskverðið var togurunum mjög hagstætt. r 4. Isfiskssalan. Á árinu 1940 hafði ísfiskútflutningur- inn verið meiri en nokkru sinni fyrr, hæði að magni og verðmæti. Fóru sölur tog'- aranna mjög' liækkandi á því ári, svo að liækkunin nam um 100% frá jan. til des. Eins og um getur í yfirliti yfir sjávarútveginn 1940, komu fram á því ári mjög háværar kröfur í Englandi um að sett yrði hámarksverð á fisk, lil að stöðva hina stöðugu verðhækkun, sem álti sér stað og stafaði af sívaxandi eftirspurn eftir fiskinum, sem ekki var mögulegt að fullnægja. Miklar umræður höfðu farið fram um þelta þar í landi, en úr framkvæmdum iiafði ekki orðið í árslok 1940. ísfisksalan liélt því áfram í byrjun ársins 1941, eins og áður liafði verið Tafla XVI gefur yfirlit vfir ísfisk- sölur togaranna á árinu. Tala ferðanna var með hæsta móti í jan. og fehr. I marz fækkaði ferðunum síðan verulega og næstu 4 mánuði allt til júníloka var ekki lun að ræða neinar isfisksöluferðir tog- ara. í ágúslmánuði voru aðeins 2 ferðir farnar, en síðan fór þeim f jölgandi til árs - ioka, að þær urðu 25 í desember. Stöðvun sú, sem varð á siglingum togaranna á timabilinu apr.—júlí, átti rót sína að rekja til þess, að fyrrihluta marzmán- aðar áttu sér slað árásir á 3 íslenzk skip á siglingu til Bretlands, og týndust 2 þeirra. Þetta leiddi til þess, að ákveðið var þ. 9. marz að hætta siglingum í hili, og 22. marz voru síðustu skipin á mark- aðnurn. Nokkrir togaranna fóru þá á saltfiskveiðar, en aðrir veiddu til sölu í ísfiskflutningaskip. Loks fengu margir þeirra gagngerðar viðgerðir, sem tóku langan tíma. Tala söluferða varð alls á árinu 188 á móti 489 árið áður, en verð- mæti fisksins var hlutfallslega allmikið meira. Hæstu meðalsölur voru í janúar £ 10190, og' er það hámarkið. Árið 1938, sem var síðasta ár fyrir stríð, var hæst meðalsala i fehrúar £ 1 574 og var þá óvenju há. Hækkunin er því meir en sexföld. I fehrúar og marz lækkaði með- alverðið aftur heldur. Þegar siglingar togaranna byrjuðu aftur, liafði hámarks- verð verið sett á ísvarinn fisk í Bret- landi. Fyrst var sett hámarksverð á allan þorsk, veiddan við ísland, og nam það 70 sh. á kit (63,5 kg). Allar aðrar fisk- tegundir mátti selja mcð frjálsu verði. — Þella Iiafði þau áhrif, að verð á þorski lækkaði verulega frá þvi, sern verið liafði áður, en verð á öðrum fiski hækkaði aftur á móti mjög rnikið. Þannig hækkaði meðalverðið á ýsu í apríl um nál. 50%, miðað við rnarz, á ufsa enn meir, eða nál. þrefaldaðist, og á skarkola var um nál. 75% hækkun að ræða, miðað við marz. Það var því þegar sýnilegt, að þessi ráðstöfun hlaut að vera algerlega ófullnægjandi til að halda niðri verðinu á fiskinum. Mátti því fastlega reikna með frekari ráðstöf- unum í þá átt. Þann 1. júlí var síðan sett nýtt liá- marksverð á ísvarinn fisk í Bretlandi, og þá á allan fisk, og var það eins og hér segir, miðað við pr. stone (6.35 kg):
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.