Ægir

Volume

Ægir - 01.01.1942, Page 43

Ægir - 01.01.1942, Page 43
Æ G I R 37 1941 og hvernig það skiptist eftir fisk- tegundum. Alls voru kejTpt inn til frystihúsanna 11 638 449 kg af fiski, og er það nokku'ð minna en á fyrra ári, en þá nam fisk- magn innkeypt til frystihúsanna 16 419 smál. Yfir 60% af fiskinum var fryst 4 fyrstu mánuði ársins. Sérstaklega var frystingin mikil mánuðina marz og apríl. Eftir það dró heldur úr henni og hélzt frá 500—700 smál. á mánuði, nema í desemher voru frystar aðeins um 140 s.mál. Minnkandi frysting seinni hluta ársins stóð í sambandi við söluerfiðleika á framleiðslu frystihúsanna. Samningar, sem gerðir voru um sölu á freðfiski árið 1940, voru útrunnir um áramótin 1940—- 1941. Gekk í miklum erfiðleikum að koma á nýjum samningum, þar sem Bretar voru tregir til að greiða verð, sem frystihúsin töldu viðunanlegt. Loks er hrezk-íslenzki fisksölusamn- ingurinn var gerður i byrjun ágústmán- aðar voru þar innifalin ákvæði um verð á freðfiski. Það var þegar sýnt, að Brct- ar höfðu ekki viljað viðurkenna verð- kröfur frystihúsanna, og var verðið sett svo lágt, að frystihúsin gátu á engan hátt keppt við fiskkaupaskipin um innkaup á fiskinum. Kemur þetta greinilega fram i eftirfarandi yfirliti, sem sýnir inn- kaupsverð frystihúsanna eftir samning- inn (fyrri dálkur) og verðið á fiski lil útflutnings í ís eins og samningurinn á- kvað það (síðari dálkur), miðað við kg'. Skarkoli og þykkvalúra kr. 1.50 kr. 1.20 Þorskur ................ — 0.25 — 0.35 Ýsa .................... — 0.20 — 0.35 Hér eru aðeins teknar með helztu teg- undirnar. Er verðið á skarkola og þykkvalúru að vísu nokkuð hærra, sem frystiliúsin greiddu en ísfiskkaupaskip- in, en verðið á þorski og ýsu var á ann- arri tegundinni um 30% og hinni um 40% lægra, sem frystihúsin gátu horgað en ísfiskkaupaskipin. Þegar það er svo athugað, að þorskur og ýsa voru á árinu 1940 yfir 80% af fiskmagninu, sem frystihúsin keyptu, og á árinu 1941 um 74%, þá er greinilegt, að verðið á þessum tveim tegundum hlýtur að ráða mestu í þessu sambandi. Það fór því þannig, að svo að segja eingöngu þau frystihús, sem voru á þeim stöðum, þar sem fiskkaupaskipin komu ekki á, eða a. m. k. ekki að jafn- aði, fengu eitthvað af fiski til frystingar. Fyrir itrekaðar tilraunir viðskipta- nefndarinnar tókst loks í desembermán- uði að fá verðið á freðfiskinum hækkað þannig, að innkaupsverð frystihúsanna gat orðið sama á þorski og ýsu og verðið á þeim tegundum í fiskkaupaskipin. Enda munu Bretar liafa séð, að ella hlaut freðfiskframleiðslan að dragast saman og þeir þannig að fá minni fisk, en það mun ekki hafa verið takmarkið með samningnum. Er því útlitið fyrir frystihúsin allmikið hetra, þar sem þau nú geta fullkomlega keppt við aðra aðila um kau]) á fiskin- um og standa meira að segja nokkuð hetur að vígi, þar sem verðið á flatfiski er nokkuð hærra hjá þeim en annars slaðar. Hlutur hinna einstöku fisktegunda er yfirleitt ekki miklum hreytingum liáður frá ári til árs, en þó hafa nokkrar hreyt- ingar átt sér þar stað eins og eftirfarandi yfirlit sýnir, sem er um hundraðshluta hinna einstöku fisktegunda af heildar- magni innkeypts fisks lil hraðfrystihús- anna árin 1940 og 1941. 1940 1941 Skarkoli I—III ... 10.9 5.9 Þykkvalúra I—III .... .. . 1.3 2.8 Langlúra ... 0.8 0.5 Stórkiafta ... 0.3 0.1

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.