Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1942, Blaðsíða 58

Ægir - 01.01.1942, Blaðsíða 58
52 Æ G I R seli Fiskifélagsins, erindreki fjórðungs- ins og ýmsir áheyrendur. Eftirfarandi tillögur voru samþykktar á þinginu: Tveir vitar. „Fjórðungsþing Sunnlendingafjórðungs skorar á forseta Fiskifélagsins að beita sér fyrir því nú þegar, að kveikt verði nú strax á Gerðistangavita á Vatnsleysuströnd og Vatnsnesvita í Keflavík. Síðaslliðinn sunnudag liafði ljósleysi á þessum vitum nærri valdið slysförum 2ja báta í ofviðri því, sem þá geis- aði.“ Trygging vélbáta. „Fjórðungsþingið skorar á Fiskifélagið að koma þvi fram við ríkisstjórnina, að hún sjái Samábyrgðinni fyrir það miklu starfsfé, að hún geti af eigin ramleik innt af hendi greiðslu til endurtryggjenda, án þess að þurfa að grípa til slíkra ráða sem þeirra, að inn- heimta ársiðgjaldið fyrirfram." Slysatrygging sjómanna, „Fjórðungsþingið skorar á Fiskiþing og Al- þingi að koma því til leiðar, að stríðstrygg- ingin verði sameinuð slysatryggingu sjómanna á öllum fiskiskipum landsmanna, að undan- skildum þeim skipum, sem eru í millilanda- siglingum. Dánarbætur verði hækkaðar upp i 10 þús. krónur til ekkna og annarra aðila og síðan hlutfallslega eftir barnafjölda. Jafnframt verði iðgjaldið, sem útgerðinni er ætlað að greiða, fært niður í (i kr. á bátum ofan við 5 rúmlest- ir. Fjórðungsjdngið átelur þann drátt og tregðu, sem hefur átt sér stað við greiðslu dánarbóta af hálfu slysatryggingarinnar. Þá vill og fjórðungsþingið benda á, að fullkomið ósamræmi rikir í því fyrirkomulagi trygging- anna, að borga út dánarbætur til ættingja ann- arra en þeirra, sem eru á beinu framfæri hins látna. Telur þingið, að þessu þurfi að breyta til bóta hið bráðasta. Ef ekki fæst lækkun á iðgjöldum ofan í 0 kr„ þá hækki dánarbætur hlutfallslega við það upp í 15 þúsund kr. Þingið telur, að þar sem menn eru ráðnir upp á hlut af afla, þá sé sanngjarnt að iðgjaldið sé borgað af óskiptum afla.“ Friðun Faxaflóa. „Fjórðungsþingið skorar á þing og stjórn að vinna að því, eftir því sem mögulegt er, að Faxaflói verði friðaður fyrir alls konar botn- vörpuveiði, og það sem allra fyrst.“ Tillaga þessi var samþ. með þorra atkv. gegn 2. Ljósbauja og vitamál. „Fjórðungsþing Sunnlendingafjórðungs vill beina þeirri spurningu til vitamálastjóra. hvort ekki sé hægt að útvega frá Ameríku Ijósbauju þá, sem ákveðið héfur verið að setja út af Sandgerði og þegar hefur verið veitt fé til á fjárlögunt, ennfremur að aukið verði ljósmagn Garðskagavitans að miklum mun nú strax, eða að öðrum kosti verði sett önnur Ijósbauja út af Garðskagaflös." Greinargerð: Það vita allir sjómenn, sent sigla með ströndum frá Reykjanesi að Garðskaga, hvað nauðsynlegt er að ströndin sé vel lýst, þar sem útgrynni er mikið og því ofl nijög slæm- ur sjór, enda niunu skip hafa strandað á þess- ari leið svo tugum skiptir síðan siglingar hóf- ust. Þarna út af ströndinni liggja fiskimið þeirra báta, sem róa við sunnanverðan Faxa- flóa á vetrarvertíð, sem munu vera um 80— 90 bátar, og ekki sízt þeirra vegna teljum við þetta aðkallandi nauðsynjamál. Við vitum, að það muni vera erfiðleikar á að fá þessa vænt- anlegu ljósbauju, þar sem ákveðið var að fá hana frá Þýzkalandi, en það ekki hægt eins og sakir standa. Þar sem viðskipti okkar hafa færzt mikið til Ameríku, teljum við sjálfsagt, að reynt sé að fá þessa bauju þaðan, sömu- leiðis ljós'tæki til þeirra vita, sem þarf að auka ljósmagn á. Ennfremur að sett verði ljós á þá vita, sem þegar eru byggðir, en ekki liafa verið lýstir ennþá. Teljum við víst, að vitasjóður fái það miklar tekjur nú, að það beri að nota af þeim til endurbóta og nýbyggingar vitanna. Væntum við, að vitamálastjórinn taki þessar sanngjörnu kröfur sjómanna til greina og hefjist handa um framkvæmdir sem allra fyrst, og sýnt sé i verki, að eitthvað sé gert fyrir þá stétt manna, sem þjóðarbúskapurinn byggist á. Vegamál. „Fjórðungsþingið leyfir sér hér með að skora á stjórn vegamálanna að sjá um, að veg-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.