Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1942, Síða 59

Ægir - 01.01.1942, Síða 59
Æ G I R 53 inuni frá Hafnarfirði til Sandgerðis verði haldið vel við í vetur, svo að liann verði á- vallt sæmilegur yfirferðar og aldrei ófær. En til þess að svo megi verða, álítur þingið, að vinnuflokkur verði að staðaldri að starfa að ofaníburði við veginn og veghefill iðulega að fara yfir hann. Vill fundurinn minna á í þessu sambandi, hve vegurinn var yfirleilt slænnir yfirferðar á s.l. vetri og stnndum ófær, og skaðaði það útgerðina á Suðurnesjum um þús- undir króna. Jafnframt viljum við benda á, að sennilega verður mun meiri umferð um veg- inn í vetur en var á s.l. vetri, hæði vegna þess, að nú stendur til að aka miklu af fiskinum til Hafnarfjarðar og Reykjavíkur, en ekkert verði látið í skip í Sandgerði, svo og vegna þess, að nú er setuliðið farið að nota veginn miklu meira en það gerði s.l. vetur. Einnig skorar fjórðungsþingið á Fiskiþingið að fylgja mál- um þessum eftir og beita sér fyrir því, að sem fyrst komi vegur beint milli Keflavíkur og Sandgerðis." Brezk-íslenzki samningurinn. „Fjórðungsþingið lýsir ánægju sinni yfir þeim breytingum, sem nú nýverið hafa feng- izt á brezk-íslenzka samningnum og væntir þess, að haldið verði áfram tilraunum i þá átt að fá frekari leiðréttingar á framkvæmd samn- ingsins. Einkum telur þingið áríðandi, að breytingar fáist i þá átt, að íslenzkum og fær- eyskum skipum verði leyft að kaupa fisk alls staðar við landið, þegar matvælaráðuneytið getur ekki annað flutningum á fiskinum.“ Matreiðslunámskeið. „Fjórðungsþingið skorar á Fiskifélagið, að það beiti sér fyrir því, að malreiðslunámskeið verði haklin fyrir matsveina á fiskiskipum.." Merkjabók veiðarfæra. „Fjórðungsþing Sunnlendingafjórðungs skorar á Fiskiþing að hlutast til um það, að haldið verði áfram að gefa út merkjabók um merkingar veiðarfæra.“ Fiskverðið. „Með skírskotun til álits fiskideilda Kefla- vikur, Gerða og Vatnsleysustrandar, lýsir fjórðungsþingið yfir því álili sínu, að fisk- verð það, sem samið var um við ríkisstjórn Bretlands og sem gildir til 30. júní n. k., sé mikils til of lágt, og það sé engan veginn i samræmi við stöðugt vaxandi útgerðarkostn- að. Jafnframt skorar fjórðungsþingið á Fiski- félagið að beita sér fyrir því við þing og stjórn, að engar nýjar kvaðir verði lagðar á a. m. k. smærri útveg landsmanna, né heldur að hreyta verðgildi peninga frá því sem nú er.“ Greinargerð: Þegar fisksölusamningurinn var á sínum tima gerður, var samið um allt að því ár fram í tímann. Þó samið væri til svo langs tima, var mikils til of lítið gert ráð fyrir hækkandi verði á öllum tilkostnaði, sem þó var auðsætt að yrði mikill. Þvert á móti var fiskverðið lækkað um ca. 30% frá því, sem það hafði almennt verið fyrir samningstímann. Þá hefur og síðan komið í ljós enn ein hætta, sem hér hefur mikil áhrif, ekki einasta á fiskverðið sjálft heldur og á útgerðina, þannig að lnin dragist saman, sem sé það kapplilaup um vinnukraftinn og hið háa kaup, sem hið er- lenda herlið býður. Umboð fyrir mótorvélar. „Fjþrðungsþingið skorar enn á ný á Fiski- þingið að gera svo fljótt sem. gerlegt er ráð- stafanir til þess að afla félaginu umhoða fyrir 2—3 mótorvélategundir, og vísar að öðru leyti til greinargerðar um þetta mál frá síð- asta þingi.“ Starfsemi Fiskifélagsins. „Fjórðungsþinginu er það ljóst, að vegna hreyttra tíma, verði að gera ýmsar mikilvæg- ar breytingar á starfsháttum Fiskifélagsins. Þó lítur þingið svo á, að rétt sé eftir því sem hægt er, að það starfi á svipuðum grundvelli og áður. Fjórðungsþingið telur rétt, að Fiski- félagið verði aukið og eflt, meðal annars með þvi að fá því í hendur ýmis þau störf, sem aðrar stofnanir hafa nú með höndum, svo sem Fiskimálanefnd og ennfremur mál þau, sem Landssamhand ísl. útvegsmanna hefur með höndum af rikisins hálfu. Þá leggur þing- ið áherzlu á, að öll styrktar- og tilraunastarf- semi til sjávarútvegsins sé í höndum félags- ins, og að ríkissjóður veiti því nægilegt fé til starfsemi sinnar yfirleitt.“ Fræðslumál. „Fjórðungsþingið litur svo á, að til þess að efla og glæða athafnalíf innan Fiskifélagsins,

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.