Ægir - 01.11.1944, Síða 3
Æ G I R
MÁNAÐARRIT FISKIFÉLAGS ISLANDS
37.
arg.
Reykjavík — nóvember—desember 1944
Nr. 11-12
Þeir reru í myrkri.
Hefur þú nokkurn tíma staðið niðri við
ströndina í fjölmennri veiðistöð og horft á
bátana halda úr höfn, alla sem einn, út í
s°rta skammdegisins ? Úr hafáttinni berst
Pár þungur niður, sem verður dálítið annar-
legur, er hann blandast vélahljóðunum, þess-
l*m smádofnandi kveðjum farkostsins. Hvað
túlkar ]>etta kveðjulag, hvað túlkar dulræð-
*Ö, sem i því býr? Þeir, sem á ströndinni
standa, eiga erfitt með að ráða i það. Inn i
l*etta lag smýgur verkan hins rauða og
M*‘sena litar, sterk í fyrstu, en smádofnar, því
:|ð ljósin á bæði horð sýnast að lokum eins
°S smáaugu úti í sortanum. Þú ráfar um á
ströndinni, unz skímu ber á himin. Þú og
mennirnir, sem reru í myrkri, eruð komnir
,n** í skin hins nýja dags.
En hefur þú veitt því athygli, að til eru
menn, sem halda úr vör í dinnnu ár eftir ár,
en komast aldrei svo langt inn í skin hins
Ve*‘ðandi dags, að þeir eygi ölduna, sem rís
v*ð faðmi þeirra. Þeir renna og draga, draga
***ikið, en sjá þó aldrei það, sem þeir inn-
úyrða. Slíkir menn heyra til einsdæmunum,
e** eru þó á meðal vor.
Ef til vill hefur þú einhvern tíma að sum-
nrlagi gengið fram hjá Elliheimilinu Grund
°S sjálfsagt veitt athygli öldruðu fólki í
**ámunda við húsið. En hefur þú komið þar
a**ga á mann lotinn í baki og mjög við ald-
Ur> sýnilega blindan, því að hann .gengur við
tv° stafi, eða réttara sagt ber þá fyrir og
skýtur þeim xnisjafnlega langt fram til skipt-
*s. Hann fer hægt yfir, athugar vendilega,
hvað fyrir er, því að hann vill auðsjáanlega
kunna fótum sínum forráð. Þegar hann er
orðinn þreyttur á labbinu, tekur hann sér
hvíld i grasbollanum við norðvesturhorn
hússins. Hann getur haft það til að sitja þar
löngum og róa fram í gráðið. Þú hefur má-
ske séð þennan mann, eins og ég og fleiri,
sem gengið hafa austur eða vestur Hring-
brautina, fram hjá Grund. Vel má vera, að
þú hafir farið að ihuga eitt eða annað í sam-
bandi við þennan mann, en verið þó jafnnær
um hann. Þannig fór fyrir mér. Og okkur er
ekki láandi, þótt við að óathuguðu máli hefð-
um ekki hug'boð um það, að þessi maður
hefði verið 10 ár í förum víða um heim og
loks stundað sjómennsku blindur í 12 ár úr
þremur fjórðungum landsins.
Þessi maður er Skaftfellingurinn Jón
Austmann. Hann er fæddur 8. febrúar 1858
að Breiðabólsstaðargerði í Suðursveit. For-
eldrar hans, Oddný Sveinsdóttir og Jón
Steingrímsson, bjugga þar allan sinn bú-
skap. Jón hafði snemma hug á því að kom-
ast á sjóinn. Þegar hann var 13 ára, tókst
honum að fá formann einn til að flvtja sig,
en varð að greiða honurn brennivínspela fyr-
ir vikið. Þessi róður frá Hestsgerði í Suður-
sveit varð upphaf að langri og sérkennilegri
sjómannsævi.
Jón reri úr Suðursveit, þangað til hann
hafði eitt ár um tvítugt. Nokkru eftir að Jón
byrjaði sjómennsku kom fyrir atvik, sem
enn stendur honum í barnsminni. Sú var trú
í Suðursveit sem og víðar um land, að sá