Ægir - 01.11.1944, Qupperneq 5
Æ G I R
219
Jón sígur brátt á níunda tuginn. Hann er
nættur að skera í nefið fyrir náungann, og
ekki keraur hann lengur ló á fat. Enn potar
hann sér ])ó kringum húsið, tekur sér sess í
óollanum sínum og rær fram í gráðið. —
Stunduin hlær þar við honum sól af suður-
himni. „Það er alltaf munur að vita af henni,
blessaðri,” segir liann og starir út í húmið
óendanlegt.
IJegar ég var í Flensborg í Hafnarfirði, sá
ek ósjaldan, að blindur maður var leiddur
vestur eða suður Strandgötuna. Hann var
klæddur vinnugalla og vann sýnilega niðri á
bryggju eða þar í nánd. Ég heyrði flesta
nefna hann Dóra eða Dóra blinda. Öllum
Ví<r mjög hlýtt til hans, er á hann minntust.
Eitt vorið, að námi loknu, fór ég í eyrar-
vinnu i Hafnarfirði. Þá kvnntist ég Dóra ei-
Htið og sá nánar lil verka hans. — Halldór
keitir hann og er Brynjólfsson. Til Hafnar-
tjarðar kom hann frá Vestmannaeyjum, þar
kígu bernskusporin hans. Oft minntist hann
íl Eyjarnar sínar og það með slíkri hlýju, að
nianni duldist ekki, að þar hafði hann skynj-
nÖ fólkið og umhverfið alsjáandi. Hann
kafði það og til að minnast á sjóferðirnar í
Eyju.m og af Austfjörðum, því að róið hafði
nann margar vertíðir, þótt blindur væri.
Hegar Halldór var á 13. ári, missti hann
s.iónina á öðru auga, en tvítugur varð hann
alblindur. Snemma hafði hann hug á því að
komast á sjóinn sem aðrir piltar í Eyjum,
°g það tókst honum, þótt hann væri miður
s>n um sjón. Leiðir margra ungra Vest-
aiannaeyinga lágu þá til Austfjarða á sumr-
11 ln- Þegar Halldór hafði spurnir af þvi, að
strákur einn, sem hann þekkti, hefði fengið
45 krónur i kaup á mánuði, greip hann löng-
Un til þess að komast austur og revna sig
nai‘- — Lóðir þekktust þá ekki enn í Vest-
Hiannaeyjum, og var Halldór því óvanur
beitingu. En lil þess að hann kæmi ekki
austur ókunnur öllum handtökum, tók hann
'S|g «1, fékk sér nokkra króka, hnýtti á þá
°g festi taumunum á spýtu. Síðan skar hann
gulrófu niður í eins konar beituteninga og
•efði sig að koma þeim á krókana. Vorið
Halldór
linjnjól/sson.
næsta, eftir að hann hafði æft sig á þennan
hátt við beitinguna, réðst hann austur á
Mjóafjörð til Gunnars Jónssonar í Höfn.
Sjómennskan evstra Iét honum vel; fór hann
alls 13 sumur austur og reri ýmist frá Mjóa-
firði, Norðfirði eða Þórshöfn. Alltaf þurfti
hann að hafa kunnugan ineð sér austur, og'
jafnan þurfti hann að eiga einhvern að með
að fvlgja sér til skips. A vetrum reri hann úr
Eyjum. Er ýmsum þar eystra enn í minni,
þegar Halldór var að fara út í vertíðarskip
Eyjamanna. Slikt einsdæmi þótti það, að
blindur maður reri þaðan.
Þegar Halldór var 48 ára, fluttist hann til
Hafnarfjarðar og vann þar á eyrinni i 20 ár.
Það sá ég, þessi skipti sem ég vann með hon-
um, að allir voru ósviknir á að hafa slíkan
mann í vinnu. Hann var stöðugt að og svo
vanur orðinn þessari vinnu, að það var eins
og hvert verk léki í hendi hans.
Halldór er nú hættur á eyrinni, enda hefur
hann senn tvo um sjötugt. Hann mun þó
enn jafnléttur og kátur sem fyrr. Sú gjöf
varð honum mikil í upphafi og hefur reynzt
honum hinn tryggasti fylginautur.
Það er ætlan min, að þetta séu seinustu
landarnir, sem árum saman sæki sjó, án þess
að sjá, að við þeim brosi sól yfir báru.
L. Ií.