Ægir - 01.11.1944, Side 6
220
Æ G I R
Lúðvík Kristjánsson:
Þættir úr sögu
íslenzkrar togaraútgeréar.
Þar sem frá var horfiá.
Vorið 1898 fengu hin nýju botovörpulög,
er samþykkt voru á alþingi sumarið 1897,
staðfestingu. Þessi nýju lög fólu í sér mögu-
leika til togaraútgerðar af íslendinga hálfu,
því að upp i þau var tekið það mikilsverða
nýmæli, að „innlendum botnvörpuskipum
skuli heimilt að leita til lands til að afferma
afla og til að afla sér vatns og annarra nauð-
synja, hvernig sem á stendur, en veiðarfæri
skulu þá höfð í búlka.“
Um þetta atriði i lögunum urðu heitar um-
ræður á þingi, og fóru andstæðingar togara-
útgerðar ekki dult með það, að þetta ákvæði
mundi hafa það í för með sér, að „asninn
yrði leiddur í herbúðirnar“, togaraútgerð
byrjaði hér í stórum stíl, en bátaútvegurinn
yrði knésettur. Ekki var örgrant um, að
jafnvel sumir þeir, er fylgjandi voru því að
Islendingar tækju upp þessa veiðiaðferð, ör-
væntu í sambandi við þessa rýmkun á tog-
aralögunum. Þeir óltuðust, að langt yrði i
land þar til íslendingar sjálfir hefðu bol-
magn til að eignast jafndýr skip og togarar
voru, og erlendir útgerðarmenn mundu því
einir hafa hagnað af þessari ráðabreytni, því
að þeir mundu sjálfir efna hér til togaraút-
gerðar i skjóli leppmennsku. Þessum rökum
var og mjög haldið á loft af andstæðingum
togaraútgerðar.
Hvað sem segja má um rök og gagnrök i
þessu máli, þá er það aug'ljóst, að fyrr en
þessi brevting var gerð á togaralögunum, var
með öllu útilokað, að útgerð togara gæti haf-
izt hér. Þótt nokkur hætta gæti verið sam-
fara því, að útlendingar efndu hér til togara-
útgerðar, voru þó enn meiri líkur fvrir þvi,
að það gæti orðið íslendingum gagnsamt á
ýmsa lund, ef eigi tækist því verr til. Sú
skoðun virðist einnig víða hafa átt ítök um
þessar mundir, að bið yrði á því að stofnað
yrði hér til logaraútgerðar, hvort heldur
væri af erlendum eða innlendum mönnurn.
Þeir, sem slíku héldu fram, færðu þau rök
fyrir, að erlendri togaraútgerð væri þannig
háttað, að hún mundi ekkert í vinna við að
hafa hér bækistöðvar og á íslendinga sjálfa
þýddi naumast að minnast í þessu sambandi,
því að þá brysti með öllu fjármagn til þess
að ráðast í slíka hluti.
Þannig var í höfuðdráttum afstaða íslend-
inga til botnvörpulaganna og þá um leið tog-
araútgerðar. Frá því um vorið 1898, að lögin
voru staðfest og fram til áramóta skeði ekk-
ert, er gæti gefið hugboð um, hvað verða
mundi í þessum efnum á næstunni. Menn
héldu uppteknum hætti með að kaupa fisk at
brezkum togaramönnum, og var whiskv al-
mennastur gjaldmiðill í þeim viðskiptum,
minnsta kosti i Faxaflóa. — Lögregluvaldið
reyndi að koma í veg fyrir slika höndlun, en
varð lítið ágengt, enda var úr vöndu að ráða.
Menn höfðu það til að gera sér dælla við yf'
irvöldin, þegar þau reyndu að halda upp1
lögum og rétti í þessum efnum en ella. Mun
það einkum hafa valdið, að þeiv, sem við-
skipti þessi stunduðu af íslendinga hálfn,