Ægir

Volume

Ægir - 01.11.1944, Page 8

Ægir - 01.11.1944, Page 8
222 Æ G 1 R það fyrir augum að verka hann i landi. — Óskir þess hópsins, sem fýsti, að hér yrði stofnað til togaraútgerðar, voru sprottnar af einni og sömu rót. Hins vegar voru þar ýms- ir, er óttuðust, að erlend ihlutun mundi hafa lögl og hagldir á þessum atvinnuvegi og það gæti orðið landsmönnum til óþurftar. Er kom fram i marzmánuð, fengu menn öruggar fregnir um það, að stofnað yrði til togaraútgerðar hér þá um sumarið. Enskur maður, að nafni Pike Ward, kom til Hafnar- fjarðar í þessum mánuði og tók þar á leigu fiskverkunarstöð Þorsteins Egilssonar, er stóð á Hamarskotsmöl. Pike Ward hafði komið áður hingað til lands, og var erindi hans þá að fá menn til þess að taka upp sömu verkunaraðferð á fiski og tíðkaðist á Labrador. Hafði honum tekizt að vekja á- huga manna fyrir þessari verkunaraðferð, og varð hún síðar mjög algeng hér. Var fiskur sá, er þannig var verkaður, kenndur við hann. Nú ætlaði Ward sjálfur að efna til fiskverkunar í Hafnarfirði og i því sambandi gera þaðan út einn togara. Mun hér aðeins hafa verið um tilraun að ræða af Wards hálfu lil þess að kanna, hvort hægt væri að reka hér fiskverkun og útgerð með minni til- kostnaði en áður hafði raun á orðið. Nokkru eftir að Pike Ward kom hingað til lands fréttist um stofnun togaraútgerðar- félags, er byrja mundi útgerð hér um sumar- ið. Félag þetta var nefnt Fiskveiða- og verzl- unarfélagið ísafold. Að því stóðu erlendir menn nær einfarið, en formaður þess var Jón Vídalín konsúll. Mun Jón hafa átt eitt- hvað í félagi þessú, til þess að starfræksla þess hér þyrfti ekki að fara í bág við lands- lög. Jón Vídalín hafði þá undanfarin ár ver- ið i félagi með Louis Zöllnar stórkaupmanni í Newcastle, en þeir sáu kaupfélögunum fyr- ir vörum og seldu fyrir þau sauðfé i Bret- landi. Louis Zöllner mun hafa átt allmikinn þátt í því, að ísafoldarfélagið var stofnað, en hins vegar mun hann aðeins að litlu leyti hafa haft hönd í bagga með stjórn þess. Tröllasögur gengu þegar í upphafi um þetta félag og framkvæindir þær, sem sagt var, að það ætlaði að ráðast í. Og það var ekki nema að vonum, að menn kipptust við, því að á Isafoldarfélaginu var til að byrja með hærra ris en hér var títt. Talið var, að hlutafé þess væri 600 þús. kr., og áformað var að byrja hér útgerð með sex togurum. Áðu r en langra er haldið, skal nú sagt gerr frá útgerð Pike Wards. Skip hans kom upp síðla í apríl. Hét það „Utopia“. Var það svip- að að gerð og stærð og hin svokölluðu Norð- ursjávarskip. Skipstjórinn var enskur og hét Albert Rider. Var hann ráðríkur og illur við- skiptis, en ekki bitnaði það þó á íslending- unuin, sem með honum voru. Guðmundur Kristjánsson, er lengi var með „Margréti" Geirs Zoéga, leppaði sem skipstjóri og hélt hann dagbókina. Auk hans voru fjórir ís- lendingar, en að öðru leyti var skipshöfnin ensk. „Utopia“ lagði út frá Hafnarfirði 27. apríl. Gekk allt vel til að byrja með. I fyrstu veiðiferðinni, er stóð vfir tvo sólarhringa, veiddi hún 7000 af þorski og ýsu, en i hinni seinni veiddi hún 10 þúsund af vænum þorski á 26 klst. Var þetta talið til uppgripa afla. Fiskurinn var allur hirtur, flattur og saltaður. En þegar lengra leið, gekk allt verr en í upphal'i. Kom þá í ljós, að skipstjórana hrast kunnleika á þeim svæðum, þar sem gott var að toga. Rifu þeir því vörpuna æ ofan i æ, og fór því stundum eigi litill timi í að gera við hana. Þá urðu stundum frátafir vegna þess, hve vélstjórarnir voru ölkærir. Þegar að landi kom, gátu þeir haft það til að setjast að drykkju og fara sínu fram uni það, hvenær lagt yrði út á ný, því að ekki var þá kostur annarra vélstjóra. Allt stuðlaði þetta að því, að útgerð þessi gekk yfirleitt illa. I septembermánuði hætti „Utopia“ veið- um og hélt til Englands. Fimm íslendingar réðust þá á skip þetta, og voru þeir á því í sjö mánuði, en þann tínia var jiað gert út á isfiskveiðar frá Grimsby. Nokkru síðar vai' svo skipið selt til Frakklands. Kaupið var hið sama hér heima og ytra, eða 65 kr. á mánuði og þótti mikið. — Pike Ward tapaði á þessari útg'erð, og þó var verð á saltfiski ó- venju hátt þetta ár. Sumarið var venju frem- ur óþurrkasamt og gekk því erfiðlega með verkun á fiskinum, en ekki mundi það hafa

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.