Ægir - 01.11.1944, Page 12
220
Æ G I R
Botnvörpungurinn Coot, eign
Fiskveiðahlutafélags Faxaflóa.
Hann var fgrsli togarinn, sem
Islendingar eignnðusl.
Indriði fór frá Dover á aðfangadag jóla
áleiðis til London, og til Leith var hann
koininn fyrir 1. janúar. Hittiist þeir þre-
menningarnir á þeini stað og degi, er tiltekið
hafði verið. Var nii ráðagerðin um kaup á
kútter fyrir Útgerðarfélagið við Hafnarfjörð
úr sögunni, en í þess stað var efst á baugi
að festa kaup á togara. Höfðu þeir Einar og
Björn átt tal um þetta áform við Arnbjörn
Ólafsson frá Keflavik, en hann var þá einnig
í Englandi, og Halldór nokkurn Sigurðsson,
ættaðan frá Akranesi. Hafði Halldór upphaf-
lega verið á Vídalínstogurunum, en síðar
flutzt til Englands og' orðið skipstjóri á tog-
ara frá Aberdeen, og þar var hann húsettur.
Höfðu þeir Halldór og Arnbjörn bent Ein-
ari og Birni á tvo togara, er voru til sölu í
Aberdeen. Höfðu skip þessi verið í eigu fé-
lags, sem var orðið gjaldþrota, er hér var
komið sögu. Var nú ráðið að festa kaup á
öðru skipinu, og hét það Coot, sem fyrir
valinu varð. Segir Indriði, að sér hafi j)ó Jit-
izt verr á ])að, en ákvarðanir Arnbjörns og
Halldórs hafi þó orðið að ráða í þessum
efnum. Skipið kostaði 45 þús. kr., og var það
borgað út.
Aðdragandinn að þessum togarakaupum
hafði hyrjað haustið áður. Var þá boðað
til fundar i Reykjavík (28. sept. 1904) og
stofnað hlutafélag, sem nefnt var Fiskiveiða-
hlutafélag Faxaflóa. Hlutverk þessa félags
var að gera út á þorskveiðar með botnvörpu-
skipi, Stofnféð átti minnst að vera 25 þús.
kr. í 500 kr. hlutum, og skyldi það greiðast
fyrir 1. des. 1904. Ábyrgð var takmörkuð. í
stjórn félasgins voru kosnir August Flygen-
í ing, formaður, Björn Kristjánsson alþm. og
Arnbjörn Ólafsson. Þess var getið á stofn-
fundinum, að félagið ætlaði sér að sjá liöf-
uðstaðnuin fyrir soðmeti á öllum árstíðum.
August Flygenring mun einhverra hluta
vegna hafa dregið sig skjótt út úr þessum
félagsskap, en í hans stað fengu þeir Arn-
björn og Björn Einar Þorgilsson í lið með
sér. Og á veguiri þessa félags voru þeir nú
staddir í Englandi til þess að lcaupa Coot.
Hlutaféð var 35 þús. kr„ en hluthafarnir
voru: Einar Þorgilsson, Björn Kristjánsson,
Arnbjörn Ólafsson, Guðm. Þórðarson, siðar
í Gerðum, Indriði Goltsveinsson og Þórð-
ur í Glasgow. Þýzkur kaupmaður, Holler að
naí'ni, átli nokkuð af hlutum Björns Krist-
jánssonar, en Björn hafði umboð fvrir hann
hér á landi. Þorvaldur Þorvaldsson átti og
nokkuð af hlutum Þórðar í Glasgow. Hluta-
l'éð var aukið um 10 þús. kr. frá þeirri lág-
marksupphæð, sem ákveðin hafði verið, er
félagið var stofnað um haustið. Varð félagið