Ægir

Årgang

Ægir - 01.11.1944, Side 13

Ægir - 01.11.1944, Side 13
Æ G I R 227 hulriði Gotlsveinsson, sl:ipsljúri. Jón Jóhannsson, stýrimadur. Olafur Jónsson, vclstjóri. Rolnvörpungurinn Coot var fyrsla islenzka gufnskipið, setit eingöngu var mannað íslendingum, cn ofan- greindir mcnn voru sljórnendur þess. Pvi að taka 10 þús. kr. lán til þess að geta íú'eitt skipið að fullu. Auk þeirra kaupenda Coots, sem fyrr eru nefndir, að staddir hafi verið í Englandi, þegar hann var keyptur, var Guðmundur Þórðarson. En hann var iyrir í Aberdeen, þegar þremenningar komu bangað til þess að taka við togaranum. — Stjórn Fiskveiðahlutafélags Faxaflóa skip- «ðu þessir menn: Þórður Guðmundsson i Glasgow formaður, Arnbjörn Ólafsson og iijörn Kristjánsson. Framkvæmdastjóri var J'áðinn Einar Þorgilsson. Coot var 12 ára gamall, þegar hann var keyptur, en hann var smíðaður í Glasgow Í892. Hann var 98 fet á lengd, 130 rúml. brúttó. en 64% nettó. Fyrir atbeina Arnbjarnar var Halldór Sig- urðsson ráðinn skipstjóri á Coot, en Indriði sem stýrimaður, og átti hann að hafa sömu kiun og hann hafði áður haft sem skipstjóri a Haffaranum. Um mánaðamótin febrúar og niarz var lagt af stað til íslands, og voru þá á skipinu auk Indriða, Halldórs og Arnbjarn- ur þrír Islendingar, en það voru þeir Ólafur Sigmundsson, Ólafur Árnason, báðir frá Ab- erdeen og Þorsteinn Þorkelsson. Voru þeir ullir vanir togaramenn og voru nú ráðnir seni netjamenn á Coot. Vclstjórar voru tveir, var annar danskur, en hinn enskur. Mat- sveinn var józkur unglingspiltur. Skömmu eftir að komið var til Hafnar- fjarðar (7. marz) var lagt út á veiðar. Var þá bætt við mönnum, svo að skipverjar urðu alls tólf. Indriði var þá lögskráður skip- stjóri, en Halldór var fiskiskipstjóri, stýri- maður var Ólafur Árnason. Útgerðin þá um veturinn gekk heldur illa og mátti að mestu leyti rekja það til ólags á spilinu. Var það að bila annað veifið, en örðugleikar á að fá gert við það mjög miklir. Aflinn var allur saltaður um borð. Um sumarið var vertíðar- aflinn seldur Ólafi Ólafssyni kaupmanni i Reykjavik, en ekki þýddi að nefna að fá fyr- ir hann sama verð og var á báta- og skútu- fiski. Sú trú lá enn í landi, að togarafiskur- iun væri miklu verri, og var það rétt, hvað snerti fisk, sem keyptur var af togurum víðs vegar við strendurnar, því að hann var ekki blóðgaður. Öðru máli gegndi um þann fisk, sem var blóðgaður jafnskjótt og hann var innbvrtur, en þá háttu tóku þeir þegar upp á Coot. Enda varð ekki löng bið á þvi, að sama verð fengist fyrir togarafiskinn og annan fisk, er landsmenn öfluðu. — Yfir vertíðina fengu hásetar 65 kr. í kaup á mán- uði og auk þess eitthvað af smáfiski sem hlutarbót. Um vorið fóru þeir fram á kaup- hækkun, og varð að samkomulagi, að kaupið skvldi hækka um 10 kr. á mánuði, en hlutar- bótin skyldi jafnframt úr sögunni.

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.