Ægir - 01.11.1944, Page 25
Æ G I R
239
Hermann S. Jónsson:
Hinzta kveájan.
Hinn 29. sept. 1943 andáðist í Flat-
ey á Breiðafirði Hermann Jónsson
skipstjóri. Hann var fæddur í Flatey
á Breiðafirði 2. júlí 1856 og var því
rösklega 87 ára, er hann lézt. Hann
var Breiðfirðingur að ætt, og í Flatey
ól hann allan sinn aldur. Jón, faðir
Hermanns, hafði auknefnið formað-
ur. Var hann lista sjómaður, svo að
orð fór af um allan Breiðafjörð. —
Kippti Hermanni ósvikið í kyn til'
föður sins og mun í sumu ekki hafa
verið eftirbátur hans á sjónum, en
þar háði hann lengst af ævinnar ýmsa
leiki í blíðu og stríðu. •— Hermann
var greindur ágætlega og margfróður.
Hann studdi jafnan mál sjómanna
svo sem hann mátti. Málefni Slysa-
varnafélagsins voru honum mjög
hjartfólgin, og kom það á ýmsan liátt
í ljós í átthögum hans. — Grein þá,
er hér fer á eftir, rilaði Hennann 86
ára gamall, og var hún flutt á
skemmtun í slysavarnadeildinni í
Flatey s. 1. vetur. Hún er hin hinzta
kveðja Hermanns til íslenzkra sjó-
manna.
Gamalt máltæki segir: Svo er margt sinn-
sem skinnið. Vissulega á það við um okkur
Islendinga, jafnvel öðrum þjóðum l'remur.
IJað er svo fátt, sem við getum orðið ein-
huga um, og þarf ég ekki að rekja það né
i'ökstyðja, því að það er reyndar öllum
IvUnnugt. Eitt mál er það þó, sein ég held að
allir séu samhuga og sammála um, lærðir og'
leikir, æðri og lægri. Það er slysavörnin —
Shjsavarnafélagið. Og hvað ber til þess?
IJað er hið hættulega strið, sem allur þorri
Islendinga hefur þreytt ár eftir ár og öld
eftir (")ld við hin grimniu öfl ægis, við að
reyna að hrifsa úr greipum hans lífsfram-
hamingju fyrir land og lýð, en líka oft orðið
að gjalda sorglegt afhroð sinna djarfhuga
sona.
I>að eru j>essar mannfórnir, sem Slysa-
variiafélagið vill koma í veg fyrir eða
minnka. Því hefur þegar orðið mikið ágengt,
og með vaxandi tækni í lofti, á landi og á
sjó treysti ég því, að það eigi mikla glæsi-
braut fram undan.
Það er um þetta mál, sem við sameinumst
öll í anda og sannleika, og því erum við hér
saman komin í dag að leggja lítinn skerf til
þessa góða og göfuga málefnis.
Mér er gefin sýn. Ég sé í anda aldurhnigna
foreldra, konu og börn grátin gleðitárum.
Fyrir atheina Slysavarnafélagsins hefur ást-
vini þess og fyrirvinnu verið bjargað úr
heljargreipum. Hugsið ykkur þakkargjörð
þessa fólks, Hún yljar hjarta mínu og glæðir
vou mína uin nýja sigra fyrir félagið. Ég
sé líka harmþrungnu ekkjuna, ellimæddu
foreldrana og munaðarlausu börnin ör-
magna af sorg yfir missi hins ástkæra son-
ar, eiginmanns og föður. Hve óumræðanlega