Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1944, Blaðsíða 26

Ægir - 01.11.1944, Blaðsíða 26
240 Æ G I R Sameiginleg inn kaup á nauðsynjum útgerðarinnar. Fyrir fáum árum var svo komið fyrir út- gerðinni hér á landi, að algert fjárhagslegt hrun blasti við henni. Mönnunum er það geffð að vera fljótir að gleyma, og er ekki laust við, að jnnsir hafi á hinum síðari árum gleymt þessu ömurlega timabili i sögu út- gerðarinnar. Utanaðkomandi aðstæður urðu þá til að gjörbreyta viðhorfinu, svo að af- koma útgerðarinnar fór mjög batnandi á skömmum tíma, og er hollt að gera sér það Ijóst með tilliti til seinni tíma. Það er von allra, að til þess þurfi ekki að koma, að aðr- ir eins erfiðleikar skapist fyrir útgerðina og fari svo, sem menn vona, að rödd skynsem- innar fái einhverju ráðið i þeim heimi, sem skapast að lokinni þessari styrjöld, þá ætti aðstaða okkar íslendinga sem fiskveiðaþjóð- ar að vera atlörugg. Ekki sakar þó að búa sem bezt í haginn, svo að við getum ekki sjálfum okkur um kennt, ef erfiðleikar steðja að útgerðinni að lokinni styrjöldinni. Með tilliti til þess, er það réttast fyrir út- gerðina að treysta og trj’ggja aðstöðu sína á allan hátt sein örugglegast, og vil ég i því sambandi benda á eina hlið þess máls, sem er mjög mikilvæg og mikið veltur á, að vel sé treyst. A ég þar við útvegun á nauðsynj- um til útgerðarinnar. Samtök útvegsmanna í veiðistöðvunum til útvegunar á nauðsynjuin til fiskveiðanna liafa verið lítt þekkt fyrirbrigði. Hér eru þó nokkrar undantekningar, og mun óhætt að fullyrða, að þær tilraunir, sem gerðar hafa verið, hafa undantekningarlítið gefizt vel. Sú reynsla, sem fengizt hefur í þessu, mælir því uijög eindregið með því, að haldið verði á- fram á þeirri braut. Nokkur skriður hefur komizt á þessi mál á þessu ári með stofnun allmargra oliusam- álakanleg sjón er það ekki, og hversu sár verður þá ekki harmur og söknuður okkar allra. Þarna finnst mér ástæðan fundin fyrir þeim samhug og þvi samstarfi, er ríkir inn- an Slysavarnafélagsins. Látum það vera heitustu ósk okkar og þrá að styðja eftir megni þennan manmíðlega og góða félags- skap. Biðjum og vonum, að guð forði okk- ar fámenna héraði — þjóðinni allri — frá mannskaða og slysum. Þegar ég lit til hörmunga liðinna alda og ára og virði fyrir mér öryggisleysið og lé- legu tækin, sem sjómennirnir islenzku urðu að búa við, þá undrast ég þann þrótt, þol- gæði, hugdirfð og ódrepandi járnvilja, sem þeir sýndu í starfi sinu. — Mér er það því ekkert undrunarefni, þótt kynslóðin, sem nú skipar rúmin, — arftaki hinna hörðu vík- inga —• standi framarlega í fylkingu nútíma sjómanna með þeirri tækni og menntun, sem hún hefur aflað sér. Enda er sú raunin á. Nú er um meiri háska að ræða en þann, er sjór og vindur veldur, og þó stýra þeir knerri sinum með djörfum hug og halda um hjálmunvölinn hraðspenntri greip heimsálfanna á milli, þrátt fyrir kúlnadrífu og tundurskot og flytja landi sínu gnægð brauðs og bjargar. Oss ber þvi að heiðra hina harðgerðu og hugrökku sjómannastétt og það meira en í orði, og oss ber að standa traustan vörð um félagið hennar — Slysa- varnafélagið. Drottinn blessi störf þín, íslenzka sjó- mannastétt. Heill þér, Slysavarnafélag ís- lands. ©

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.