Ægir - 01.11.1944, Qupperneq 27
Æ G I R
241
laga. Voru það lög um olíugeyma o. fl., sem
afgreidd voru á Alþingi í árslok 1943, sein
ýttu undir þá þróun. Hafa þegar verið stofn-
að nokkur samlög í því skyni að kaupa olíu
°g mun stofnun enn fleiri í undirbúningi.
Hafa útvegsmenn víðast sýnt mikinn áhuga
fyrir þessu hagsmunamáli sínu, og löfar það
góðu fyrir framtíðina. Er það að sjálfsögðu
i mikið ráðizt fyrir hinar minni veiðistöðvar
að koma sér upp nauðsynlegum mannvirkj-
um lil móttöku og geymslu á olíu, þar sem
nauðsynleg mannvirki hljóta að verða all-
kostnaðarsöm, en hvort tveggjá er, að fé er
mi yfirleitt lausara fyrir hjá flestmn en oft
áður og svo hefur ríkisvaldið heitið olíu-
samlögum nokkrum fjárhagslegum styrk til
framkvæmdanna og léttir það nokkuð undir.
En ekki má láta sitja við olíuna eina saman.
Væri engu síður nauðsynlegt að útvegsmenn
hefðu með sér samtök um innkaup á öðrum
nauðsynjum útgerðarinnar, svo sem beitu og
alls konar veiðarfærum. Myndun samlaga til
slikra innkaupa er sjálfsögð í hverri einustu
veiðistöð, en þegar það væri komið í kring,
væri ekkert eðlilegra en að þau hefðu með
sér landssamtök, er séð gætu um kaup á
nauðsynjum fyrir samlögin eða aðstoðað
þau við öll innkaup. Er ég ekki i nokkrum
vafa u.m, að með því fyrirkomulagi gæti út-
gerðin, ef vel væri á málunum haldið, sparað
sér stórfé, en slíks þarfnast hiín mjög, bæði
nú og þó sennilega einkum í framtíðinni.
Verður það vafalaust eitt veigamikið atriði
til þess að tryggja það, að útgerðin geti
skapað þeim, er af henni hafa framfæri sitt,
viðunanleg lifskjör og um leið tryggt efna-
hagslega afkomu þjóðarinnar allrar.
1 sambandi við veiðarfæri er og annað
■njög athugandi fyrir útgerðina. Á ég þar við,
hvort ekki væri heppilegt fyrir útvegsmenn
að mynda með sér félagsskap til að koma
sér upp veiðarfæragerð, er framleitt gæti
þau veiðarfæri, sem helzt eru noluð hér við
land, svo sem línu, tauma, botnvörpugarn og
jafnvel netjagarn. Væri slíkt fyrirkomulag í
alla staði mjög eðlilegt. Virðast einmitt vera
heppilegir timar nú til undirbúnings og fjár-
. söfnunar fyrir slikt fvrirtæki, sem svo gæti
lekið til starfa þegar eftir styrjöldina eða
jafnvel fyrr.
Væri mjög æskilegt, að fiskifélagsdeild-
irnar tækju þessi mál upp og hefðu for-
göngu í þeim með því að beita sér fyrir
stofnun samlaga, svo sem hér hefur verið
minnzt á. — Er Fiskifélagið að sjálfsögðu
reiðubúið að veita alla þá aðstoð, sem það
gæti í té látið við stofnun og starfsemi slikra
samlaga, enda er beinlínis gert ráð fyrir því
í lögum félagsins, þeim er samþykkt voru á
síðasta fiskiþingi.
Nauðsvnlegt væri, að deildirnar tækju
]>essi mál til umræðu á fundum sínum við
fyrstu hentugleika, og væri æskilegt, að þær
létu Fiskifélagið fylgjast með, hverjar und-
irtektir þau fengju, en því skal ekki trúað
að óreyndu, að útvegsmenn sýni þessum
miklu hagsmunamáluin útgerðarinnar ekki
mikinn áhuga.
Hingað til hafa allar aðgerðir í þá átt, sem
hér hefur verið minnzt á, verið um of handa-
hófskenndar, enda ekki annars að vænta, þar
sem hver hefur verið að pukra fyrir sig. Við
svo búið má nú eigi standa lengur, og því er
þessu máli hreyft hér og skorað á fiskifé-
lagsdeildirnar að beita sér fyrir raunhæfum
aðgerðum hver á sinu félagssvæði, því að sá
félagsskapur á einmitt að vera lil þess kjör-
inn að hafa forystuna.
Nóv. 1944.
I). Ó.
Bátaábyrgðafélag Vestmannaeyja.
Hinn 10. nóv. síðastl. hélt félagið aðalfund
ársirts 1943, en það ár hafði það báta í trygg-
ingu fyrir á sjöundu milljón króna. Trygg-
ingariðgjöldin eru 5%, og fengu félagsmenn
endurgreidd 25% af iðgjöldunum, svo að
raunhæf trygging varð 3% %. Félagið endur-
trvggir hjá Samábyrgð íslands á fiskiskip-
um hálfa áhættu sína og borgar samábyrgð-
inni 3% fyrir þá tryggingu.
Bátaábyrgðafélag Vestmannaeyja er elzt
slikra félaga og þeirra bezt stætt. Það nýtur
nú sérstöðu gagnvart landslögum og mun
svo enn um tveggja ára skeið.