Ægir

Volume

Ægir - 01.11.1944, Page 28

Ægir - 01.11.1944, Page 28
242 Æ G I R Sigurður Pétursson: Gl , (* I - I l I C I/ I Fyrirlestur fluttur á námskeið W I I Cl I I I I d l\ I I fiskimatsmanna 28. júlí s. I.'* Það er vandfundinn sá staður, þar sein ekki lifa gerlar, og leit að því lífrænu efni, sem í nægilega mikilli þynningu ekki getur orðið einhverjum gerlum að bráð. Þar sem langflestir gerlar lifa á lífrænni fæðu, þá er þeirra auðvitað helzt að leita þar, sem líf- ræn efni eru fyrir hendi. Lífræn efni mynd- ast í líkömum allra jurta og dvra og einung- is þar. Gerlarnir halda sig því sem allra næst þessum lífverum, bæði lifandi og dauðum, og orsaka að síðustu upplausn þeirra í ólíf- ræn efni. Þessa upplausn nefnum vér í dag- legu tali fúa, gerjun, rotnun eða ýldu. Auk lífrænnar fæðu þurfa gerlarnir vatn, og þeir þurfa líka nokkura hlýju, ef þeir eiga að þrífast vel. Sumir þeirra geta þó starfað eðlilega, þó að hitinn sé niðri við frostmark. Undir frostmarki fellur starf- semi gerlanna nær alveg niður, en lifi geta þeir haldið lengi, þó að þeir frjósi. Vegna þess, hversu vatnsskortur og lágur hiti draga úr starfsemi gerlanna, þá er þurrkun og kæling mjög heppilegar ráðstafanir, ef verja skal hlutina rotnun. Söltun hefur sömu á- hrif á gerlana og þurrkun, þ. e. þeir verða óstarfhæfir vegna vatnsskorts. í sjónum finnast alls staðar gerlar, alll frá yfirborði og niður til botns í dýpstu höfum, frá landssteinum og út á reginhaf. Gerla- fjöldinn er þó alltaf mun meiri nálægt landi en úli á rúmsjó. Þar sem afrennsli frá borg- um eða stórum verksmiðjum flytur mikið af lífrænum efnum út í sjóinn, eykst gerla- gróðurinn mjög mikið á nærliggjandi svæði. Þar, sem fiskur er veiddur mjög nálægt landi (hrognkelsi, kúfiskur), eða þar sem 1) Nokkuð styttur. sjór er nolaður til fiskþvottar, hefur þetta mjög mikla þýðingu. Sérstaklega getur staf- að mikil óhollusta frá skolpleiðslum, sem liggja út í sjóinn. A lifandi fiski í sjónum er alltaf nokkuð af gerlum, hæði utan á roðinu, á tálknun- um og í meltingarveginum. í sjálfum fisk- inum, þ. e. í vöðvum, beinum, kviðarholi o. s. frv., er aftur á móti talið, að engir gerl- ar séu, meðan fiskurinn er lifandi. Utan á roðinu er fiskurinn þakinn þunnu slímlagi, sem endurnýjast alltaf jafnóðum og það þvæst af í sjónum. Er talið, að hlut- verk þess sé m. a. það, að varna því, að gerl- ar og annað, sem skaðlegt má verða, komist inn gegnum roðið. Þetta slím er ágætur dval- arstaður fvrir ýmsa gerla, enda ber öllum, er þetta hafa rannsakað, saman um, að oft- ast megi finna þar mikið af þeim. Fer fjöldi gerlanna í slíminu sennilega mest eftir um- liverfinu, þannig að hann er minni í hrein- um sjó, en meiri í óhreinum sjó, þar sein gerlagróður er mikill. Þegar fiskurinn er dauður, eykst slímið og verður hin bezta gróðrarstía fvrir alls konar gerla. Hér hafa verið gerðar 16 gerlatalningar á roði af 8 þorskum, 6—8 klst. eftir að þeir voru veidd- ir. I 12 tilfelhun var gerlafjöldinn milli 5000 og 500000 á hverjum fersentimetra, í 2 til- fellum 2000—3000 og í 2 tilfellum 5—8 millj- ónir.1) Gerlagróðurinn á tálknum fisksins er sennilega svipaður og í slíminu á roðinu. Þar sem yfirborð tálknanna er mjög stórt, 1) Atvinnudeild Háskólans hefur nýlega, fyrir tilhiutun Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna, hafið gerla- og cfnarannsóknir á nýjum fiski. Eru þær gerlatainingar, sem hér eru tilfærðar, gcrðar i ,At- vinnudeildinni s. I. suraar.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.