Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1944, Síða 32

Ægir - 01.11.1944, Síða 32
24(5 íE G I R liæfur, þegnr hann hefur náð 3 ára aldri. í árslok 1943 er áætlað, að 25 verksmiðjur vinni í Danmörku við töku og niðurlagn- ingu á kræklingi. Margar verksmiðjurnar cru af fullkominni gerð með nauðsynlegum rannsóknarstofum og öðru tilheyrandi, en aftur eru nokkrar samhangandi skúrar, sem aðeins virðast vera byggðar til hráðabirgða. Eí'tir því, sem frekast er kunnugt, er kræklingsiðnaðurinn ábatavænlegur fyrir ])á, sCm stunda hann. Þeir menn, sein afla kræklingsins, fá venjulega 50—60 kr. fyrir smálestina, en verð hans hefur farið hækk- andi. Kræklingurinn er tekinn með plógum, hrífum og háfum víðs vegar í fjörðum og sundum, án endurgjalds til þeirra, sem eiga aðiiggjandi lönd. Fjöldi fólks hefur atvinnu við hreinsun, verkun, suðu og niðurlagn- ingu. Eftir skýrslum fiskimálastjórnarinn- ar voru tekjur af kræklingsiðnaði í Dan- mörku síðustu mánuði ársins 1942 meiri en af nokkrum öðrum sjávarafla. Nokkrar verksmiðjur vinna allt að 50—75 smálestir á sólarhring, Vinnan er þrískipt. í Nyköh- ing, Mors, og Glengör við Limafjörð eru vfir 30 bátar, sem afla kræklingsins, og um 600 manns, sem vinna að hreinsun, suðu og nið- urlagningu á fiskinum, mest kvenfólk. — Kvenfólk sækir mikið eftir að vinna við kræltling. Eftirspurn eftir vörunni er mikil, einkum til útflutnings. í Holbæk við ísa- fjörð er stærsta kræklingsiðnaðarstofnun í Danmörku. Undirritaður fékk leyfi til að skoða verksmiðjuna og öll vinnubrögð, og skal þeim lýst hér í fáum orðum. Fyrir verksmiðjuna afla 25 bátar. Skelin er tekin upp ineð hrífum á grunnmiðum víðs vegar í firðinum. Það er fremur erfið vinna, og eru bátarnir flestir 4—6 smálestir með 3—5 manna áhöln. Bátarnir taka venju- lega rúmlega 5 smálestir af skel á dag. En stærri bátarnir geta tekið allt að 10 smálest- ir á dag. Einstöku bátar gera 2 ferðir á sól- arhring, og þar sem borgaðar eru rúmlega 50 kr. fyrir smálestina, er það dágóður skild- ingur, sem fiskimennirnir fá fyrir afla sinn. Þegar bátarnir hafa fengið fullfermi, fara þeir lil lands og losa aflann. Skelin er tek- in í lyflivél, sem þannig er útbúin, að hún skolar mestu óhreinindin i burtu og losar skelina á vagna, sem eru vegnir, þegar þeir eru fullir, og fá fiskimenn kvittun fyrir farminn jafnskjótt og hann er losaður. — Kræklingurinn er síðan fluttur á vögnun- um lil suðuhússins og honuni mokað inn í þar til gerðar stíur, þar sem hann er geymd- ur, þar lil hann er soðinn. Suðan fer þannig fram, að skelin er soðin í stórum járnskjól- um með mörgum götum, sein sökkt er niður í loftþétta gufukatla, og er suðunni lokið á 6—8 mínútum. Þegar skelin er soðin, er henni stevpt niður í stór, löng borð, og tek- ur kvenfólk þar við henni og losar lir henni fiskinn. Stúlkurnar hafa skálar, þar sem þær láta fiskinn, og þegar hver þeirra hefur fyllt skál sína, afhendir hún hana verk- stjóra, sem vegur hana og færir þyngdina inn í vinnubók hennar. — Þar næst er farið með fiskinn inn i hreinsunarskálann, og er hann þar hreinsaður, eða tekuð úr honum svokallað „skegg“ og „duskur“, og er þessi úrgangur seldur til fiskimjölsverksmiðja. — Eftir þessa hreinsun er fiskurinn látinn í körfu úr stálþræði, sem sökkt er niður í rennandi vatn og þar skolaður upp. Fiskur- inn, sem líkist eggmynduðum gulum kjöt- bitum, er nú látinn í tunnur með þunnum saltlegi. Tunnurnar eru svo slegnar til og sendar til kaupendanna, sein aðallega eru niðursuðuverksmiðjur, sem búa úr liskin- um alls konar matvæli, eftirgerð egg, Ijúf- fengt súpuseyði, kæfu, fiskjafning, bjúgu og fleira. A meðal þeirra verksmiðja, sem kaupa vöruna hálfunna og leggja hana niður í dós- ir með eigin firmamerki, eru verzlunarhús sem selja ýrnsar aðrar fiskvörur, t. d. verzl- unarhús I1. Lykkeberg í Kaupmannahöfn og sams konar firmu víðs vegar í Danmörku. Svo eru og aðrar verksmiðjur, sem búa til sérstakar matvörutegundir úr fiskinum, á meðal þeirra eru Aarhus Oliefabrik, verk- smiðjan „Keko“ í Kaupmannahöfn og nið- ursuðuverksmiðjan í Friðrikshöfn o. fl. Verksmiðjan í Friðrikshöfn býr til svokall- aða „Muslingepasta“ og hefur gert i nokkur

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.