Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1944, Síða 33

Ægir - 01.11.1944, Síða 33
Æ G 1 R 247 ár. Þetta er nokkurs konar kæfa, sem notuð er sem ofanálag á brauð, þykir ljúffeng og hefur fengið talsverða útbréiðslu. Þessi hræklingskæfa er tilbúin á þann hátt, að fiskurinn er soðinn og brytjaður niður, blandaður olíu og ýmsu kryddi og svo lagð- ur niður í loftheldar dósir og þannig seldur út á markaðinn. Áður fyrr var aðalmarkað- urinn í Belgíu, en er nú víða, bæði utan lands og innan. Aarhus Oliefabrik og „Keko“ búa til kmftseijði eða kraftvökva af kræklingnum. Einkiun er það þó „Keko“, sem vinnur mik- ið að því að framleiða þessa vöru, þar sem verksmiðjan hefur einnig sett á stofn útbú í Svíþjóð og Noregi. Aðferðin með tilbún- iuginn er þannig, að fiskurinn er soðinn uieð hæfilegu kryddi og síðan látinn ganga gegnum skilvindu, þar sem vökvinn er síað- ur frá. Að því búnu er vökvinn gufusoðinn. Síðan kældur og látinn á flöskur og þannig seldur á markaðinum. Vökvinn er sterkur °g er notaður útþynntur í súpur og ýmsa 1-étti og þvkir ljúffengur. í viðtali, sem und- U'ritaður átti við verkfræðing Rossen, for- stöðumann og eiganda verksmiðjunnar „Ke- ho“, lét hann það í ljós, að verksmiðjan hefði tæpast undan að framleiða eins mikið °g beðið væri um, og sagðist hann vera þess fullviss, að varan fengi mikla útbreiðslu að ofriðnum loknum. Að lokum má nefna hlutafélagið „Kemo- vd“, sem Medicinalfabriken „Ferrosan“ og »Pyens Ægeksport" hafa myndað í samein- úigu, til að vinna að framleiðslu á fjörefni l|r kræklingi „D-3 Vitaminpræperat“, sem uefnist „Detrimin“ og er fóðurbætisefni, Se,n einkum er ætlað alifuglum, sérstaklega hænsnum, svo og kaninum. Samkvæmt upp- ‘ýsingum frá efnarannsóknarskrifstofu Eandbúnaðarháskólans, sean í tvö ár hefur gert tilraunir með „Detrimin“, hefur árang- urinn orðið sá, að með því að gefa hænsnum 'skaniml af þessu efni í fóðrinu, sem svarar ^ uurum, og ungum sem svarar 1 eyri í út- gJold á mánuði „evkst varpið, eggin verða staerri, skurnin þykkari og ungarnir hraust- ar> °g þolnari”. Á kanínur liefur þetta efni einnig bætandi áhrif. Með skömmtum, sem kosta 6—8 aura á mánuði fyrir hvert dýr, „eykst vöxtur þeirra, skinnin verða betri, háralagið þykkara og fallegra.“ í byrjun árs 1943 byggði félagið „Kemo- vit“ stóra verksmiðju í Holbæk á Sjálandi til þess að framleiða „Détrimin“ úr krækl- ingi og hefur siðan unnið viðstöðulaust, enda hefur fóðurefni þetta fengið mikla út- breiðslu. Við tilbúning á „Detrimin“ er bæði stór og smár kræklingur notaður, sem er mjög hagkvæmt, þar sem við tilbúning á matvælum aðeins er notaður fullþroskaður fiskur. Aðferðin við að ná þessu „D-Vita- mippræparat“ úr kræklingnum er mest- megnis falin í því að sjóða fiskinn í loft- þéttum gufukötlum og láta seyðið verða fyr- ir áhrifum sterkra „ultrageisla“. Annað „D- vitaminpræparat“, sem kallað er „Vitinol", er farið að framleiða í verksmiðjunni, og er fóðurefni þetla talið mjög vænlegt til blönd- unar í fóður til alís konar húsdýra, þar á meðal loðdýra, svo sem refa, minka o. s. frv. H.f. „Kemovit“ keypti gamalt rjómabú, sem það umbyggði og innréttaði til rekstrar á þessum kræklingsiðnaði. Breytingin kost- aði rúmlega 100 000 kr. Höfuðstóll félags- ins er um 300 000 kr. Verksmiðjan greiðir 70.00 kr. fyrir smálestina af kræklingi til vinnslu, hún vinnur aðeins 1%—2 smál. á dag (en getur unnið allt að 10 smál.) og starfsfólkið er 10 manns. Að síðustu má minnast á skelina. I Dan- mörku eru menn í vandræðum með hana og vita ekki, hvað þeir eiga að gera við hana. Danir eiga svo miklar kalk- og osturskelja- námur, að þeir hafa ekki þörf fyrir meira. Kræklingsskelin, fínt möluð, er sögð ágæt til blöndunar í hænsnafóður og hefur um lang- an aldur verið notuð til þess, svo og til á- burðar. Kræklingsskeljamjöl inniheldur 90% „Kulsurt Kalk“. Venjulegt áburðarkalk hefur Iitið eitt meira, nefnilega 95—98%. Á íslandi er þörf fvrir áburðarkalk, og þar gæti sú skel, sem unnið er úr, komið að góðum notum. Skelin verður að vera vel þurr við mölunina. Blaut skel hnoðast og er seinunnin.

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.