Ægir

Volume

Ægir - 01.11.1944, Page 34

Ægir - 01.11.1944, Page 34
248 Æ G I R Verð á óverkuðum kræklingi í skel er í smúsöluverzlunum hér 0.45 kr. pr. % kg. §oðinn kræklingur í dósum (hér um bil 150 g án umbúða) 2.00 kr. „Keko“-kræklings- saft, Vs lítri, 1.00 kr. „Detrimin" á flöskum 100 cm3 4.00 kr. Ivræklingur inniheldur 50% vatn. Búast má við, að margar af þeim verk- smiðjum, sem nú vinna að tilbúningi á mat- vælum úr kræklingi, eigi sér ekki langan aldur. Hráefnin þrjóta og eftirspurnin eftir vörunni að ófriðnum loknum hlýtur að minnka. Hins vegar má gera ráð fyrir, að nokkrar þeirra eigi sér langa framtíð fvrir höndum, þar á meðal þær, sem þegar fvrir ófriðinn höfðu unnið vörum sínum markað, svo og hinar fáu, sem framleiða nýjar neyzluvörur eða fóðurefni tiltölulega ódýrt, sem ávallt mun verða þörf fyrir. Byrjað er á að rannsaka kræklingsbirgðir við strend- urnar, og verður þeim rannsóknum haldið áfram, þar til verkinu er lokið. Hvað snertir stofnun kræklingavinnslu á íslandi, þá virðist þar ærið verkefni fyrir hendi og nægilegt hráefni að vinna úr. í Faxaflóa, þar sem talsverðar birgðir af kræklingi finnast á mörgum stöðum, er mis- munur á flóði og fjöru í stórstraum svo mik- i 11, að taka hans verður hægari og ódýrari en annars staðar, þar sem mismunur á sjáv- arföllum er næsta lítill eins og t. d. í Dan- mörku. Til þess að byrja með þyrfti að fara fram rannsókn og kortskráning á skelfiskgróðri við landið, og með hæfilegu tilliti til birgða, staðhátta og samgangna mætti svo taka á- kvörðun um, hvar rekstur á slíkum iðnaði væri heppilegastur. Einnig mun mega álíta ]>að æskilegt, að einn eða fleiri ötulir ungir menn verði styrktir til þess að kynnast skel- fiskiðnaði, svo að þeir að námi loknu geti veitt slíkum iðnaði forstöðu. Fyrst um sinn mun tæplega hægt að gera ráð fyrir, að fleiri en ein verksmiðja verði stofnsett og starf- rækt, og yrði hún að vera byggð á þeim stað, sem-hráefnabirgðir eru nægar til nokkurra ára rekstrar, og mundi þá að likindum helzt geta komið til mála að velja heppilegan stað í Hvalfirði til byggingar á verksmiðju í þessu augnamiði. Verksmiðja, sem byg'g'ð kann að vera, ætti að vera af fullkomnari gerð. Hlutverk henn- ar væri að vinna úr fiskinum ýmsar mat- vælategundir, einkum og sér í lagi með út- flutning fyrir augum, framleiða fóðurbæti og mala skelina til áburðar, liænsnafóðurs o. s. frv. Kostnaður við byggingu slíkrar verksmiðju ætti varla að fara mikið fram úr 350 000 kr„ og til rekstrar mætti ætla kringum 150 000 kr. á ári. Til byggingar og rekstrar slíkrar verksmiðju yrði að líkind- um hagkvæmast að kaupa bújörð, ef henni fylgdi góð kræklingstekja og hún lægi vel til aðdráttar og flutninga, en jafnframt þyrfti með föstum samningum að tryggja sér skelfisktekju á öðrum stöðuan, þar sem hentugt þætti. Ef til vill gæti það álitist hagkvæmt að byggja verksmiðju í Reykja- vík eða nágrenni til framleiðslu á „Detri- min“-fóðurefni, þar sem notkun á hráefn- um til daglegrar framleiðslu varla mundi nema meirn en 1%—2 smál. af krækling á dag. En verksmiðja þessi yrði að standa x sambandi við aðalverksmiðjuna, þótt hún væri háð eftirliti og undir stjórn lyfja- og efnafræðinga, er ættu heima í Reykjavík. Við undirbúning og stofnun verksmiðju til kræklingsvinnslu virðist vera æskilegt, að Fiskifélagið leitaði samvinnu við Búnaðar- félagið og jafnvel önnur þau félög, er ætla má, að hefðu áhuga fyrir málinu. Þess skal getið, að framkvæmdastjóri „Medicinalfabriken Ferrosan", sem undir- ritaður hefur nokkrum sinnum átt samræð- ur við, um möguleika til stofnunar verk- smiðju til framleiðslu „Detrimin" og öðrunx fóðurefnum á íslandi, hefur látið í ljós, að hann væri fús til samvinnu og til þess að gefa leiðbeiningar og til aðstoðar á allan hátt, ef til slíkra framkvæmda kæmi. Enn fremur hefur Rossen vei'kfræðingur, eigandi verksmiðjunnar „Iveko“, tjáð sig reiðubúinn til samvinnu, ef gangskör yrði gerð að því á íslandi að vinna þær vörutegundir úr kræklingi, sem hann starfar við framleiðslu á hér og í Noregi og Svíþjóð,

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.