Ægir - 01.11.1944, Síða 36
250
Æ G I R
miðii allar kaupgreiðslur til lands og sjávar,
hæði hjá riki og einstaklingum, við vísitölu,
sem reiknist lit eftir verðlagi og magni út-
flutningsafurðanna.
Felur fundurinn stjórn F. f Ú. að fvlgja
])essu eflir við rétta aðila.
Arerði útgerðarreksturinn til muna óhag-
stæðari, en orðið var, vegna lækkunar á af-
urðaverðinu eða hækkunar á útgerðarkostn-
aði, þá felur fundurinn stjórninni að l)oða
alla útvegsmenn á landinu til fundar í Rvík,
til þess að taka ákvarðanir um, hvað gera
skuli til úrbóta fyrir útveginn.
Um hlutaráðningn sjómanna.
Almennur l'undur útvegsmanna haldinn í
Rvik 29. nóv. til 2. des. 1944 vekur athygli á,
að jafnframt því, sem hagur smáútvegs-
manna hefur rýrnað, vegna vaxandi dýrtíð-
ar í landinu, hafa kjör hlutaráðinna sjó-
manna versnað að sama skapi, miðað við
aðrar stéttir þjóðfélagsins.
Þar sem ekki eru möguleikar til þess að
bæta kjör hlutasjómanna á kostnað útvegs-
manna, skorar fundurinn á hlutasjómenn,
hvar sem er á landinu, að beita sér fyrir því,
að hagsmunafélög þeirra styðji kröfur út-
vegsmanna um hækkun afurðaverðsins og —■
eða lækkun á tilkostnaði til hagsbóta fvrir
báða aðila.
Um Fiskveiðasjóð.
Fundurinn felur stjórninni að vinna að
því, að öll stofnlán til útvegsins verði sam-
einuð á einum stað, í Fiskveiðasjóði íslands,
enda verði sjóðnum ávallt séð fyrir nægilegu
og ódýru rekstrarfé.
Stofnlán til nýbygginga útvegsins verði
samanlagt, fyrsta veðréttarlán og áhættulán,
allt að 75% af kostnaðarverði.
Um Útvcgsbankan n.
Fundurinn skorar á Alþingi og rikisstjórn
að levfa stjórn L. í. Ú. að tilnefna tvo menn
í bankaráð Útvegsbanka íslands hf.
Almannatryggingar.
Aðalfundur L. í. Ú. felur stjórn sinni að
fylgjast vel með væntanlegri lagasetningu
um almennar tryggingar samkv. stefnuskrá
ríkisst jórnarinnar.
Væntir fundurinn þess, að með þeirri laga-
setningu verði útveginum ekki íþyrtgt með
nýjum kvöðum, en létt af útvegsmönnum
öllum beinum fjárhagsskyldum, sem nú
hvíla á þeim vegna veikinda eða slysa skip-
verja.
Um sameiginleg innkanp.
Almennur fundur í Landssambandi ísl. út-
vegsmanna 29. nóv. til 2. des. 1944 leggur til,
að L. í. Ú. beiti sér fyrir sameiginlegum inn-
kaupum til félagsmanna á:
a. hvers konar veiðarfærum,
b. olíum,
c. salti,
d. fiskumbúðum.
Sömuleiðis leggur fundurinn til, að L. í. Ú.
beili sér fyrir, að vextir á útgerðarlánum
lækki allverulega.
Um orlofslögin.
Almennur fundur útvegshianna, haldinn í
Itvík 29. nóv. til 2. des. 1944, skorar á Alþingi
og ríkisstjórn að breyta orlofslögunum i þá
átt, að þau nái ekki til hlutaráðinna sjó-
manna né heldur þeirra, sem að einhverju
leyti taka laun sín með hlut eða hundraðs-
hluta al' afla skips. Enda er ætlazt til, að sjó-
menn beri það mikið úr býtum með afla-
hlutum sinum, að þeir hafi efni á að taka sér
hæfilegl frí á ári hverju.
Um lög um atvinnu við siglingar.
Aðalfundur í Landssambandi ísl. útvegs-
manna, haldinn í Kaupþingssalnum í Rvik
2. des. 1944, lýsir eindregnu fylgi sinu við
frumvarp til laga, sem nú liggur fyrir Al-
þingi um breytingu á lögum nr. 104 frá 23.
júní 1936, um atvinnu við siglingar á Is-
lenzkum skipum, og skorar á Alþingi að
samþykkja frumvarpið óbreytt.