Ægir - 01.11.1944, Side 38
252
Æ G I R
í stii' og klökug seglin. Meslur liluti liiiuun-
ar losnaði við bátinn, er hann fékk skriðið.
Fvrsta verk okkar, er við vorum búnir að
jafna okkur eftir áfallið, var að tendra bál-
ið, sem hafði slokknað, og létum við það nú
lýsa okkur við störf okkar á þilfari.
Þegar meslu önnum okkar við að bjarga
bátnuin var lokið, fór sulturinn og þorstinn
að gera vart við sig, og við vorum gramir
við sjálfa okkur fyrir að liafa nokkurn tima
látið mat i'ara til spillis.
Ég held, að fáir hafi þráð birtuna meir en
fjórmenningarnir á þessum 12 smálesta
fiskibát, er hrakti að mestu leyti stjórnlaust
fyrir átökum náttúruaflanna. Við dagsbirt-
una sáuni við, að nætursigling okkar hafði
verið í gegnu.m skerjaklasa, er í birtunni
sýndist eitl grunnbrot og ekki fært nokkru
skipi.
Dagurinn leið að kvekli við sifellt strit
við að dæla og laga seglin á þessum mátt-
vana l'arkosti okkar, er ekki virtist hugsa
um annað en að gera okkur líl'ið sem erfið-
ast. Við vorum svangir um nóttina, en það
virtist fara af okkur, og jafnvel fiskurinn,
sem við snðum í sjó, varð okkur ekki lyst-
ugur, en þörfin fyrir vatn margfaldaðist.
Snemma um kvöldið sá enskt eftirlitsskip
neyðarbál okkar og dró okkur heim.
Hrakningur og vosbúð síðasta sólarhrings
fjarlægðust fljótt við ástriki og umhyggju
ástvina okkar í landi, er biðu komu okkar
með kvíða og eftirvæntingu.
Þennan sólarhring vildi ég ekki lifa upp
aftur, en þótt einkennilegt sé, þá vildi ég
ekki heldur vera án hans í endurminningum
liðinna ævintýra. Sú verður oft raunin á, að
það, sem hefur orðið manni erfiðast, verður
manni kærast og dýrmætast, þegar ]>að er
hjúpað móðu fjarlægðarinnar.
Saltfiskþurrkari.
í rannsóknastofum fiskiðnaðarins i Aust-
ur-Kanada hafa um margra ára skeið verið
gerðar tilraunir með þurrkun saltfisks í
húsum inni. Tilgangurinn með þessum til-
raunum hefur verið sá, að fá iir Jjví skorið
við hvaða skilyrði þurrkunin gengur örast,
án þess að gæði fisksins bíði neinn hnekki
við það. Skilyrði þau, sem hér koma helzt
til greina, eru, í fyrsta lagi lofthitinn, í öðru
lagi hraði loftsins, Jiegar Jiað streymir eða
er blásið yfir fiskinn, og í Jiriðja lagi raka-
stig loftsins. Árangurinn af Jiessari tilrauna-
starfsemi má telja mjög góðan, og hefur
hann leitt til Jiess, að byggður liefur verið
tilraunaþurrkari fyrir saltfisk, Jiar sem hægl
er að framleiða liau loftskilvrði, sem til-
raunirnar höfðu sýnt, að beztan árangur
gáfu. Þykir þurrkari þessi taka langt fram
þurrkhúsum þeini, sem áður voru notuð.
Það er sköðun flestra, að saltfisksverkun
muni aftur færast í aukana hér á landi að
styrjöldinni lokinni, en mönnum er líka
Ijóst, að þessi gamla verkunaraðferð muni
eiga erfitt uppdráttar vegna ])ess háa kaup-
gjalds, sem nú ríkir. Heyrt hef ég dómbæra
menn halda Jiví fram, að gerbreyta þurfi
starfsháttum við saltfisksverkun hér á landi
frá því sem var fyrir styrjaldarhvrjun, ef at-
vinnuvegur Jiessi eigi að geta borið sig við
þær breyttu aðstæður, sem nú rikja. Það er
því augljóst, að hverjar þær nýjungar, sem
auðveldað geta saltfisskvérkunin hér á landi,
verðskulda óskipta athygli okkar.
Það virðist svo, að saltfisksþurrkari sá,
sem getið er hér að framan, gæti átt erindi
hingað lil lands. Mér þvkir Jiví hlíta að birta
hér lauslega þýðingu á grein, er birtist um
Jmrrkara þennan í skýrslu lrá rannsókna-
stofum fiskiðnaðarins í Austur-Kanada
(Progress Reports of the Atlantic Coast
Stations, No. 35) á síðastliðnum vetri. Höf-
undar greinar Jiessarar eru E. P. Linton og
A. L. Wood. Fer þýðingin hér á eftir.