Ægir

Årgang

Ægir - 01.11.1944, Side 40

Ægir - 01.11.1944, Side 40
254 Æ G I II :ir lians klæddar panel. Hann er 28 fela lang- ur, 5 feta hár og 5 feta breiður, og er hon- um skipt í þrjú skilrúm. I hverju skilrúmi eru 10 grindur, 4X5 fet hver, og táka þær 40—50 lbs. af beinlausum eða blautiun salt- l'iski. Ofan á þurrkaranum er loftrás, sem gerir það að verkum, að blása má sama loft- inu aftur og aftur í gegnum þurrkarann. Fiskgrindurnar eru búnar til úr vírneti, sem strengt er á viðarram.ma. Eru þær hafðar léttar, svo að þær séu auðveldari í meðför- um. Tvo menn þarf til þess að renna grind- unuin út úr þurrkaranum og hlaða hann á nýjan leik. Venjulega er eitt skilrúm tæmt og hlaðið i senn. Þurrkarinn er útbúinn með viftu, sem hlæs lofti að utan inn í hann. Loftið frá þessari viftu fer ýmist í gegn um lofthitar- ann eða um hliðarrás beint inn á þurrlcar- ann. í loftrásinni er hemill, sem sér um að hlutfallið milli magns heita og kalda lofts- ins sé þannig, að lofthiti blöndunnar verði hæfilegur. Hemlinum er stjórnað af rafmót- or og hitastilli (thermostat). El' lofthitinn i jmrrkaranum hrapar niður fyrir 24° C. lok- ar hemillinn fvrir kaldaloftsrásina og hleyp- ir inn meira lofti gegn um hitarann. Hitni hins vegar loftið í þurrkaranum um of, lok- ar hemillinn l'yrir heitaloftsrásina og opnar hliðarrásina og hleypir inn köldu lofti að ut- an. Útiloftsviftan hlæs um það hil 1500 rúm- fetum af lofti á mínútu, og er notaður % ha. mótor til að hreyfa hana. Hitarinn í þurrkara þeim, sem hér er sýndur, er venju- legur heitloftsofn, og er hrennt í honum kolum eða við. Þar, sem gufa er fyrir hendi, má að sjálfsögðu nota gufuhitaðan ofn. í gegnum sjálfan þurrkarann er loftinu blás- ið með viftu, sem er 42 þumlungar í þver- mál. Er hún þannig stillt, að meðal loft- hraðinn yfir fiskinum verður 250 fet á mín- útu. Viftan blæs 6500 rúmfetum af lofti á mínútu og þarf 1 ha. mótor til þess að hreyfa hana. Loftið frá útiloftsviftunni mætir og hlandast loftinu, sem þegar hefur farið í gegnum þurrkarann og streymt hefur til baka um rásina ofan á honum. Síðan tekur 42 þuml. viftan við loftblöndunni og blæs henni jafnt inn yfir fisldnn. Rásin ofan á þurrkaranum flytur um 5500 rúmfet af lofli á minútu, og er svo víð, að loftið mætir engri teljandi mótspyrnu í henni. Rakastig loftsins i þurrkaranum er að mestu komið undir því, hve miklu af þurru útilofti úti- loftsviftan hlæs inn. í þurrkaranum er kom- ið fvrir rakastilli, en það er áhald, sem við- kvæmt er fyrir breytingum á rakastigi lofts- ins. Rakastillir þessi er sállvirkur, stöðvar hann útiloftsviftuna eða setur af stað, eftir því, hvort rakastig loftsins í þurrkaranum er of lágt eða of hátt. Þegar rakinn í loftinu fer niður fyrir 40%, vegna þess að of miklu af þurru útilofti hefur verið hlásið inn á þurrkarann, stöðvar rakastillirinn útilofts- viftuna. Þegar rakastigið síðan hækkar, vegna uppgufunar vatns úr fiskinum, setur rakastillirinn útiloftsviftuna aftur af stað. Vel pressaður blautur saltfiskur inniheld- ur um 58—59% af vatni. í þurrkaranum þarf að lækka þetta vatnsinnihald niður í hér uin hil 53% fyrir sumar tegundir bein- lauss fisks, en niður i 48—50% fyrir aðrar. Þurrkaður saltfiskur, sem flytja á til út- landa, inni heldur allt frá 35 til 43% af vatni, eftir því til hvaða lands hann á að fara. Beinlaus þorskflök eru þurrkuð í þurrkar- anum á 7—15 klst. eftir því hve stór þau eru og hve vel þau eiga að þurrkast. Harðþurrk- aður saltfiskur þarf hins vegar 40 klst. þurrkun. Þurrkarinn tekur 1500—2000 lhs. al' blautum saltfiski og þurrkar því 350 lhs. af harðþurrkuðum þorski á níu stunda degi. Mjög auðvelt er að starfrækja þurrkara þennan. Fólksfrekur er hann ekki, þarf l. d. mun færra fólk við hann en við þurrkun undir heru lofti. Áhöldin, sem nota þarf við þennan þurrk- ara, úliloftsvifta, 42 þuml. vifta, heitloftsofn og hita- og rakastillir, kosta um 650 dollara. lvostnaður af byggingu sjálfs þurrkarans getur verið breytilegur eftir því hvar hann er byggður, en heildarkostnaður við hygg- ingu þurrkarans á ekki að fara fram úr 1000 dollurum. (Verð þetta er miðað við kanadisk skilyrði.) Þ. Þ.

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.