Ægir - 01.11.1944, Page 41
/E G 1 R
25n
Vélbáturinn Guðfinnur G. K. 132.
Rátur þessi er nú senn ársgamall, en þá
einu vetrarvertíð, sem hann hefur gengið
veiða, aflaði hann meira en nokkur ann-
ar bátur áður á sama tíma.
Guðfinnur var smíðaður í Dráttarbraut
Innri-Njarðvíkur og hljóp af stokkunum 31.
úesemher 1943. Yfirsmiður var Bjarni Ein-
^i'sson. Báturinn er smíðaður úr eik og er
-8 rúnilestir að stærð með 110—120 ha. Bo-
lindervél. Hann kostaði fullgerður 320 þús.
kr. Ganghraði Guðfinns er 9 sjómílur, og
hefur hann reynzt afbragðs sjóskip.
Eigendur Guðfinns eru Sigurþór og Guð-
mundur Guðfinnssynir í Keflavík, og er
Guðmundur skipstjóri á bátnum. Hann er
landskunnur aflamaður. A vertíðinni 1944
aflaði hann á Guðfinn 1780 skpd. af fiski,
og var brúttó verðmæti aflans 500 þús. kr.
Mun það vera mesta verðmæti, sem nokkur
einn hátur hér á landi hefur flutt á land á
einni vertíð.