Ægir - 01.11.1944, Síða 42
256
Æ G I R
Vélbáturinn Bragi G. K. 415.
Fyrir skönimu kom hingað til lands nýtt
i'iskiskip, er smíðað hefnr verið fyrir ís-
lendinga vestur i Anieríku. Skip þetta heitir
Bragi og hefnr einkennisstafina G. Iv. 415.
Eigendur þess eru Valdimar Björnsson í
Keflavík og Hallgríiuur Oddsson í Reykja-
vík.
Bragi er smíðaður í Brooklyn, New York,
eftir íslenzkum teikningum. — Hann er 90
riiin]. samkvæmt íslenzkum mælingum. í
honum er fjórgengisvél — Atlas Iinperial —
250 hestöfl, og fer hún 350 snúninga á min-
útu. Ljósavél er 16 ha. Lister. Dekkvinda er
knúin með rafmagni, og „trawl“-búnaður
allur er mjög vandaður og fullkominn. í
skipinu er ágæt miðunarstöð, bergmáls-
dýptarmælir og talstöð. Tveir björgunar-
bátar fylgja skipinu, og er annar þeirra með
vél.
íslendingar munu ekki fyrr bafa látið
siníða fiskiskip í Ameríku, og sennilega hef-
ur jafnlitlu skipi aldrei verið siglt milli Am-
eríku og Islands á þessum tima árs. Ferðin
Irá Halifax til Reykjavikur tók 13% sólar-
hring. A skipinu voru þessir menn: Magnús
Höskuldsson skipstjóri, Valdimar Björns-
son, Markús Sigurjónsson stýrim., Tomas-
son 1. vélstj. (norskur), Guðmundur Gísla-
son 2. vélstjóri, Halldór Laxdal loftskeyta-
maður, Eyjólfur Eiríksson matsveinn og
Haraldur Ársælsson háseti.
Skip i smíðum.
I skipasmíðastöð Ársæls Sveinssonar i
\restmannaeyjum er unnið að smíði 60 rúml-
skips, og er gert ráð fyrir, að það hlaupi af
stokkum í byrjun árs 1945. Þá er og unnið
þar að stækkun skips. Það strandaði 1. marz
1944 á Kálfafellsf jöru, en 5. júlí siðastl. tóksl
að ná því á flot. Skip þetta heitir Annei og
er frá Frederikshavn. — Þegar lokið verður
við að stækka það, en það mun verða
snemma á árinu 1945, mun það verða um 70
rúml. að stærð. — Júlíus Nyborg í Hafnar-
firði er nýbyrjaður á skipi, en ekki er oss
kunnugt um, hversu stórt það á að vera. Á
árinu, sem nú er senn liðið, voru smíðuð 6
fiskiskip hér á landi, en eitt keypt erlendis
frá.