Ægir - 01.09.1945, Blaðsíða 7
Æ G I R
181
Fiskn iðnrsudu verk-
smidjan i Pillau.
í Pillau. Eflir 5 mánuði varð ég aðalverk-
stjóri í verksmiðjunni og fór þá hagur minn
að batna.
Þessi nýja verksmiðja var að öllu leyti
hin fullkomnasta. Byggingin var öll flísa-
lögð að innan, bæði gólf og tvo metra upp
vegg'ina, en þar fyrir ofan voru þeir snjó-
hvítir. Aðalverksmiðjan var álika löng og
Háskólinn hérna. Þá var frystihúsið, sem
var um það hil helmingi stærra en Sam-
bandshúsið í Reykjavík. Auk þess voru
]>arna skrifstofur, matsalir, baðherbergi og
stórt eldhiis fyrir verksmiðjufólkið. Þessi
verksmiðja átti að geta rúmið 650 konur
til vinnu við borðin. En nú unnu þarna 300
manns. Þarna voru síðustu 4 árin Þjóð-
verjar, Pólverjar, Rússar, Frakkar, Belgar,
Hollendingar, einn Kanadamaður og einn
íslendingur, ég sjálfur.
í þessu erindi mínu mun ég nú skýra
ykkur í fáum dráttum frá því, hvað hægt
er að vinna úr sjávarafurðum okkar. Til
þess að þið, góðir áheyrendur, getið fylgzt
hetur með, þá tek ég hverja fisktegund út
af fyrir sig. Eg mun nú skýra frá þeim
niðursuðuaðferðum, sem ég lærði og not-
aði austur í útgerðarborginni Pillau, sem
stendur við Eystrasaltið, nálægt Ivönigsberg.
Ég ætla nú að segja ykkur frá þessu í
sambandi við einn vinnudag, sem mér er
sérstaklega minnistæður, vegna þess að þá
kom lest hlaðin fiski frá Islandi.
Það var í byrjun maímánaðar 1939.
Veðrið var dásamlegt, logn og sólskin og
Eeystrasaltið var rennislétt eins langt og
augað eygði. Máfarnir flögruðu frarn og'
aftur eftir æti, reykurinn þyrlaðist upp fra
verksmiðjunum og allt lék í lyndi. Verk-
smiðjukonurnar, ásamt öllu öðru starfs-
fólki, hiðu með óþreyju eftir járnbrautar-
lestunum og bátum með fisk, sem áttu að
koma á hverri mínútu. Verksmiðjustúlk-
urnar voru að ráðgast um, hvað þær ættu
að kaupa sér fyrir þau mörk, sem þær
lengju fyrir þessa ákvæðisvinnu við fisk-
inn, sem nú var á leiðinni.
Nú kom járnbrautarlestin. Þessi lest
færði okkur 107 smálestir af ýmsum teg-
undum fiskjar. Þetta var þá fiskur, sem
var veiddur vestur á Halamiðum milli ís-
lands og Grænlands. Prússnesku verk-
smiðjustúlkurnar þekktu þessar fiskteg-
undir alls ekki, en þar gaf að líta upsa,
karfa, keilu, hlýra, ýsu og steinbít, enda
voru þær hálfhræddar við þessar nýstár-
legu hafskepnur, einkum þó steinbítinn.