Ægir - 01.09.1945, Blaðsíða 27
Æ G I R
201
niður í 18 slig á Celcius. — Allt lestarúm
Brúarfoss er um 80 þúsund teningsfet.
Skipin eru með 3700 hestafla Diesel-
hreyfli, sem knýr skipið 15 sjómílur í
reynsluför, eða um 14% sjómilu í venjideg-
um siglingum. íhúð skipshafnar er á aðal-
þilfari miðskipa og aftur á. 33 manna
áhöfn verður á hvoru skipi. Öll íbúðarher-
bergi skipshafnarinnar verða eins manns
herhergi.
Ráðgert er að fyrra skipið verði tilbúið i
nóvember 1947, svo framarlgea sem ekki
verða tafir á efnisútvegun eða önnur ófyrir-
sjáanleg atvik tefja skipasmíðina.
Verð hvors skips er umsamið 4 millj.
danskar kr„ auk stálsins, sem fer i bæði
skipin, en það á Eimskipafélágið að úlvega
í Ameríku eða Englandi, og er áætlað að
stálið kosti 432 þús. krónur danskar í hvort
slcip. Alls kostar því hvort skip um 0 millj.
íslenzkar kr. Samningar tókust einnig um,
að greiðsla gæti farið fram að hálfu leyti í
sterlingspundum og að hálfu leyti í dollur-
um, og hefur andvirði beggja skipanna,
rúmar 12 millj. kr„ þegar verið greitt inn
í banka í New York og London, og verður
])að síðan greitt skipasmíðastöðinni smám
saman, eftir því sem smíði skipanna miðar
áfram.
Guðmundur Vilhjálmsson, framkvæmdar-
stjóri Eimskipafélagsins, hefur dvalið í
London og unnið þar að samningum um
smíði á þrem skipum fyrir félagið, einu af
sömu gerð og þau, sem greint er frá að
framan, einu frystiskipi af svipaðri stærð
og Brúarfoss og einu skipi uin 3000 smál.
að burðarmagni, sem einkum er ætlað til
Ameríkuferða og á að hafa rúm fyrir 30—40
i'arþega. Góðar horfur eru á, að samningar
takist um smíði á öllum skipunum hjá
einni stærstu skipasmiðastöð Bretlands, og
afhending þeirra geti farið fram snemma á
árinu 1947.
Þjóðin fagnar þvi, að Eimslcipafélaginu
skulu liafa orðið þetta ágengt í skipaútveg-
unum sínum. Þjóðinni er það lífsnauðsyn
allra hluta vegna, að félagið geti bætt og
aukið skipastól sinn, og því fyrr, því betra.
Samiá um smíði á 28 togurum.
Frá því var skýrt í síðasta blaði, aö
fengizt Iiefði leyfi fyrir smíði 30 togara i
Bretlandi, og jafnframt að gerður hefði ver-
ið bráðabirgðasamningur um smíði þessara
skipa. Eftir það var send þriggja manna
nefnd til Bretlands til frekari athugunar og'
viðræðna um þessi mál. í nefnd þessari áttu
sæti þessir menn: Aðalsteinn Pálsson, skip-
stjóri, Helgi Guðmundsson, bankastjóri, og
Gísli JónSson, alþm.
Þann 19. okt. síðastl. sendi ríkisstjórnin
frá sér eftirfarandi tilkynhingu um togara-
kaupin.
„Eins og áður hefur verið tilkynnt, hafa
að undanförnu staðið yfir samningar milli
fimm skipabyggingastöðva í Bretlandi og
islenzku ríkisstjórnarinnar um byggingu
allt að 30 togara. Var um þetta gerður
hráðabirgðasamningur í lok ágústmánaðar
s. 1. Var þar miðað vdð, að 170 feta skip
með 900 hestafla vél myndu kosta 72 þús.
sterlingspund. Jafnframt var íslendingum
áskilinn réttur lil þess að breyta stærð og
gerð skipanna, enda breyttist þá verð þeirra
hlutfallslega.
Samkvæmt einróma tillögum nefndar
sérfróðra manna, er ríkisstjórnin kvaddi
lil ráðuneytis í þessu máli, — en sú nefnd
hafði borið sig saman við flesta þá aðila,
sem til náðist og ástæða þótti til að ráð-
færa sig við, þ. á m. þá, sem vitað var að
höfðu í hyggju að gerast kaupendur þess-
ara skipa, — var ákveðið að skipin skyldu
vera 175 fet og vélaal'l þeirra aukið að
mjög miklum mun og oliukynt. Enn frem-
ur var ákveðið að bæta íbúðir skipshafna
mjög mikið fá því sem bezt tíðkast í Eng-
landi, og' búa skipin að öðru leyti ýmsum
enn fullkomnari tækjum en ætlað var í
öndverðu, og' munu skipin þannig verða
hin fullkomnustu fiskiskip, er fram til
þessa hafa verið byg'gð.
Eftir að rikisstjórninni liafði borizt
vitneskja frá byggingarstöðvunum um þá
verðhækkun, er af þessu leiddi, ákvað hún,