Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1945, Blaðsíða 19

Ægir - 01.09.1945, Blaðsíða 19
Æ G 1 R 193 kör, sem fiskurinn er látinn í, og síðan veiddur upp úr þeim. Þetta er hvort tveggja í senn, mikil vinna og getur aldrei orðið golt frá þrifnaðar sjónarmiði séð, því ógerlegt er að skipta það ört um vatn, að það sé ekki alltaf að einhverju leyli óhreint. Ef þvoltavél er notuð þarf að vísu að láta fiskinn í vélina. En hann skilar sér sjálfur út. Hitt er meira um vert, að vatnið, sem leikur um fiskinn, þegar hann er á leið geg'num þvottavélina, er cilltaf hreint og ferskt. Flökun fisksins. Það hefur mikið verið talað um flökun með vélum, og' er ég þeirrar skoðunar, að sú verði aðferðin í framtíðinni. Þó er þessu máli ekki lengra komið en svo, að einkaleyfishafar þeirrar vélar, sein nú er noluð í einu liraðfrystihúsi Banda- rikjanna, munu ekki vilja láta þess vél öðruvisi en á leigu, og aðeins með þeim kjörum, að fá 30% sannanlegs hagnaðar af afköstum hennar. Hins vegar hef ég hug- mynd um, að nú muni vera unnið að upp- fyndingu slíkra véla í Bandaríkjunum, og Iíklega einnig í Svíþjóð. Þá hefur mér verið sagt, að flökunarvél hafi verið til í Þýzka- landi rétt fyrir stríð. Ef þetta er rétt, ætti ekki að vera langt að híða þess, að flök- unarvélar mætti fá keyptar, eins og önnur áhöld, og er nauðsynlegt að fylgjast vel með því, sem gerist í þessu efni. En þótt við höldum olckur við handflök- un, sein við munum verða að gera fyrst um sinn, þá er þar margt sem stendur til bóta. Það þarf að koma fyrir þeim útbún- aði í hraðfrystihúsunum, að fiskurinn flytjist að flökurunum, en heinin og flökin frá þeim, allt sjálfkrafa. Á síðustu árum kefur borið á viðleitni hér í þessa átt, en mikið vantar á að það sé fullkomið enn. l’ækildýfing á flökum. í hraðfrystihúsum Bandaríkjanna er l'Iestum tegundum fisks dýft í pækil, hvort sem þau eru fryst eða send á markaði fersk. Þótt ég hafi ástæðu til að ætla, að þetta hafi í fyrslu verið gert til þess að fá betra útlit á fisk, sem búinn er að liggja í ís, eða ekki er nýr, þá hajja rannsóknir leitt i ljós, að þetta er gott fyrir vöruna. Pækill- inn lokar fiskinum, sem kallað er, og ver hann að einhverju leyti fyrir rotnunargerl- um. Hill mun svo vera órannsakað mál, hvort allir markaðir óska eftir slíkri með- ferð, og þarf það athugunar við. Telja má ])ó víst, að þannig ætti að fara með þann fisk, sem við sendum lil Ameríku. Eg er þeirrar skoðunar, að þetta sé til bóta fyrir vöruna, geri ráð fyrir, að þetta muni jafnvel verja fryst flök fyrir inn- þorrnun, ef um langa geymslu er að ræða. Aftur á móti vil ég ekki láta framkvæma þetta nema með réttum og fullkomnum út- aði, því að lélegur útbúnáður er allt of áhættusamur, vegna hættu á skemmdum af óhreinlæti. Útbúnaður sá, sem ég hef áður benl á hér að framan, er það eina, sem kemur til greina að mínum dómi. Vigtun. Vogir þær, sem við notuin hér, eru mjög lélegar, miðað við þær vogir, sem ég sá i Bandaríkjunum. Vogir, sem vegið er á í pakkana, þurfa að vera mjög öruggar, því að erlendis er krafizt öryggis um návæma vigt vörunnar. Einnig er það vinnusparnaðaratriði, að hafa góðar og handhægar vogir. Ég vil í þessu sambandi benda á, hve tíðar bilanir eiga sér stað á þeim vogum, sem nptaðar eru i hraðfrystihúsum hér, og veldur þetta vinnutöfum og' alls konar erfiðleikum. Vigtun vörunnar í álcveðnar pakkningar er líka svo veigamikið atriði, að ekki verð- ur við það unað, að notuð séu ótrygg vog- aráhöld. Nú er það svo, að enginn hefur leyfi til að gera við þessar vogir, ef þær bila, nema löggildingarstofan i Reykjavík. Sökum j>ess verða menn að senda vogir sínar

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.