Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1945, Blaðsíða 24

Ægir - 01.09.1945, Blaðsíða 24
198 Æ G I R um. Enda þót't við göngum úl frá því, að nieginhluti aflans verði hraðfrystur, þá eigum við samt að reka niðursuðuiðnað, en honnm hefur lítill gaumur verið gefinn undanfarið. Iíagnýting á úrgangi. Við flökun á fiski í hraðfrystihúsum verður úrgangur alltaf ca. (50—65%. Und- anfarið hefur það gengið svo hér á landi, að meiri hluti þessa verðmætis hefur farið forgörðum. Til ]æss að gera mönnum Jjóst, hve lé- iegt ástandið er í þessum málum, skal ég geta þess, að komið hefur fyrir, að frysti- húseigandi hefur borgað 10 lcrónur á tonn af beinura, til þess að koma þeim frá hús- inu. Þétta er stórmál. Og þessu þarf að kippa í lag, nú þegar á þessu ári. Að minni skoð- un væri þessu bezt háttað svo, að hvert frystihús hefði beinaverksmiðju, þaiinig setta, að beinin gætu farið á flutningsbandi beint úr flökuninni út í verksmiðjuna. Með því að koma þessn þannig fyrri, nndir einu þaki, sparast mikill aukakostnaður. Undir þessum kringumstæðum má t. d. sameina vélgæzlu, verkstjórn, skrifstofnhald og margt fleira. Einnig geta þar komið að notum mörg handtök verlcamanna í frysli- liúsinu, sem annars verða stundum lítils virði, t. d. þegar ekki gefur á sjó. Ég vil líka minnast á það í þessu sam- bandi, að á ýmsum stöðuin á landinu kem- ur það fyrir, að sild er fyrir hendi, sem ekki er hægt að hagnýta til annars en bræðslu, og gæti þá verið gott að verk- smiðja væri á staðnum. Einu sinni lyrir nolckrum árum var ég staddur úti á landi. Það var um haust og allar síldarverksmiðjur hættar störfum. Fjörðurinn var fullur af síld, en ekki hægt að' hagnýta hana. Ef þarna hefði verið beinaverksmiðja í sambandi við frystihús- ið, þá hefði verið unnt að bjarga miklum verðmætum. Ég gerði dálítið að því að kynna mér vélar lil beina- eða úrgangsvinnslu, þennan tíma sem ég dvaldi í Bandaríkjunum, og athugaði þær á nokkrum stöðum. Mér leizt hezt á vélar hjá firmanu Enterprisr. í San Francisco. Ég dvaldi þar einn og hálfan dag í verksmiðju þeirra og' athugaði eins og' föng voru á framleiðslu þeirra. Þeir sögðust geta afgreitt hvaða stærð og gerð sem við vildum. Vélar þessar vinna jöfn- um höndum úrgang úr fiski og' síld. Það eina sem þarf umfrarn, ef síld er unnin, er skilvinda fyrir lýsið. Ég vona að unnið verði að því að hrinda þessu máli í framkvæmd sem fyrst, svo hægt verði að hagnýta allt sem úr sjónum kemur. Töluvert hefur verið talað um fiskflutn- inga með flugvélum, bæði hér á landi og annars staðar. Þetta er á tilraunastigi í Bandaríkjun- um. Eitthvað hefur verið flogið með fisk, en víst eing'öngu dýrar tegundir, eftir því sem mér var sagt, aðeins í auglýsingaskyni fyrir sérstök hótel. Annars er byrjað að rannsaka þetta þar vestra, og mun ég' síðar fá fregnir af þeim rannsóknum. Við þurfum að fylgjast vel með þessu máli. Ef fiskflutningar í lofti ciga framtíð, þá ættu þeir að koma að góðu gagni hér á landi. Ég er þess mjög fýsandi að rannsakað verði, hvort ekki eru mögu- leikar á að fá flugvél í reynsluför með fisk- flök. Ekki þarf að óttast að fiskurinn skemmist á leiðinni, því hversu langt sern ílogið er, mun vera hægt að hafa þann loft- Iiita á flökunnm, sem hæfilegur er, með því að fljúga nógu hátt. Vera má, eins og nú standa sakir, að jjetta svari ekki kostn- aði fjárhagslega. En ég hef þá trú, að þetta verði framkvæmanlegt í framtíðinni, a. m. k. með okkar dýrasta fisk, lúðu, rauð- sjjeltu o. fl. Vitanlega verða það aðeins flökin, sem flogið verður með, og þyrfti að vera innpakkað og frágengið af mönnuni, sem hafa gotl vit á slíkum frágangi. Ég liei' eftir föngum lýst í skýrslu þessari vinnubrögðum og vöruvöndun vestra, og borið saman við það sem gerist hér. Eins og ég' hef lýst hvorutveggju þá er

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.