Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1945, Blaðsíða 21

Ægir - 01.09.1945, Blaðsíða 21
Æ G I R 195 Því mun yfirleitt verða haldið fram, að þær umbúðir, sem ég hef talað um að þurfi að nota, geri fiskinn of dýran. Við þessu er aðeins til það svar, að þeir sem kaupa af okkur, verða að láta sér skiljast það, að við hljótum að verða að afgreiða vöru oldc- ar í það góðum umbúðum, að við getum alltaf forsvarað langa geymslu, hvort sem við verðum sjálfir að geyma lengi, eða þeir sem kaupa. Einnig verðum við að gera okkur j)að Jjóst sjálfir, að ef við erum ekki alltaf með heztu vöruna, í þessu tilfelli sem öðrum, þá verðum við undir í samkeppni á heims- markaði. Frysting. Algengust frystiaðferð hjá okkur er notkun hinna svonefndu pressufrystitækja. Þau hafa svipaðar vinnuaðferðir og „Birdseye“-tækin amerísku. Þó vantar mikið á, að þau séu sambærileg hvað efni og útbúnað snertir. Með tækjum þessum er þó hægt að vinna jafngóða vöru og með öðrum, á svipaðan hátt. En til þess þarf að bæta þau dálítið. Á Birdseye-tækjunum eru alltaf hafðir trélistar utan með pöklc- unum, og afmarka þessir listar í öllum til- fcllum hvaða pressu fiskurinn fær í tæk- inu. Hjá okkur hefur þetta ekki verið notað, t>g veldur það því, að pakkarnir fá stund- um mjög mikla pressu, er þeir eru ný- komnir í tækið, og er það mjög slæmt, því að fiskur, sem mikið er pressaður í fryst- ingu, missir vökva og' getur ekki orðið sama varan aftur, þegar hann er þýddur upp, sem hann á þó að vera. Ameríknmenn ]>ressa ekki sinn fisk í frystingu. Þeir taka tækin að eins það saman, að pakkarnir fái góða snertingu báðum megin. Þetta veld- ur líka örðugleikum á þann liátt hjá okk- ur, að þegar þessi tæki eru notuð svona afstemmningarlaust, verður pakkningin, seni fryst er, og á að vera sú sama í öll- uin hraðfrystihúsunum, misjafnlega þykk. Svo nota frystihúsin öll sömu stærð af ylri umbúðum (sem náttúrlega er sjálf- Ilér sést Birdseyc-frystilœki, eins oy þau eru í Ameriku. sagt, þegar um sömu pakkningu er að ræða), og' hefur það reynzt svo, að sums staðar eru kassarnir of litlir, en annars staðar of stórir. Meðan þessu er ekki kippt í lag verður útlit ytri umbúða aldrei gott. Þessi pressufrystitæki hjá okkur standa líka víða inni á vinnusvæðinu, algerlega óeinangruð. Við þetta tapast mikið frost og tækin taka á sig hrím, sem veldur vinnutöfum og dregur úr frystingu. Frysti- tæki þessi þurfa að vera í vel einangruðum skápum, svo að komið verði í veg fyrir þetta. ,,Vilter“frystitæki. Önnur teg'und af frystitækjum er dálít- ið þekkt hér, það er Vilter. Þessi tæki eru líka mikið notuð í Ameríku- og fer notkun þeirra vaxandi. Þessi tæki eru mjög þægi- leg að vinna með og' gefa góð afköst. Tæki þessi eru eins konar vagnar, sem pökkunum eru raðað i, og er síðan vögn- um þessum ekið inn í klefa, þar sem fryst

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.