Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1945, Blaðsíða 11

Ægir - 01.09.1945, Blaðsíða 11
Æ G I R 1'85 Árshlutir háseta á Vestfjörðum 1944. Ýmsir hafa kvartað yfir því, hve erfitt væri að fá upplýsingar um tekjur hlutar- sjómanna víðs vegar um land og þá ekki síður, hve torvelt væri að fá vitneskju um afkomu bátaflotans í hinum ýmsu verstöðv- mn og eftir því, hvaða veiðiaðferð væri stunduð. Þessar kvartanir eru ekki ástæðu- lausar, því að enn hefur ekki verið hirt um að safna þessum upplýsingum á einn stað. Flestum er þó ljós sú þýðing að hafa á hverjum tíma hlutlausa og' óyggjandi yfir- sýn yfir hag litgerðarinnar á hverjum tíma og geta fylgzt með því, hvaða veiðiaðferð borgar sig bezt að stunda á hverjum stað. Ef legið hefðu fyrir árstekjur hlutarsjó- manna á vélbátaflotanum undanfarin styrj- aldarár, er ekki ósennilegt, að þær liefðu reynzt minni en margir hafa sétlað. Enda mun það sanni næst, að fáar eða engar stéttir hér á landi hafi lilutfallslega borið jafnlítið úr býlum síðastl. fjögur ár og ein- mitt hlutarsjómenn á vélbátaflotanum. -—■ Sumir Iiafa náð árstekjum landverkamanna og vel það, en mikill meiri hluti háseta hef- ur þó orðið að una rýrari tekjum og það án þess að tekið sé tillit til vinnustunda- fjölda. —• Reikningastofa útvegsins er ekki enn stofnuð, og því er ekki þangað að leita nákvæmrar vitneskju um þessa hluti. Rík- isstjórnin hefur heimild til þess að koma á fót þessari stofnun, og hefur hún ákveðið að nota þá heimild. Verður því væntanlega skammt að bíða þess, að reikningastofan taki til starfa. En meðan ekki er hægt að sækja upplýs- ingar þangað, verður að tjalda í þessum efnum því, sem til næst annars staðar frá. Ivristján Jónsson, erindreki á ísafirði, hefur nýlega sent blaðinu yfirlit yfir árs- Iiluti liáseta i ýmsum verstöðvum á Vest- fjörðum árið 1944. Þólt í þessu yfirliti sé ekki slík samræming, sem æslíileg hefði verið, er þó ýmislegt á því að græða. Tveir aflahæstu bátarnir á Isafirði eru meðal hinna minnstu í fiskveiðaflota bæj- arins, aðeins 14—15 rúmlestir, en þess ber jafnframt að geta, að þeir stunduðu veiðar einna lengst og samfelldast allra báta. Þorskveiðihluturinn reynist mestur í allt, en síldveiðihluturinn, þegar miðað er við tímalengd. Hæstur árshlutur í eftirtöldum veiðistöðvum varð 17 655 kr. Þá kemur það einnig í Ijós, að hásetar, sem veiðar stunda i 8mánuð, bera ekki meira úr býtum en 11 323 kr. ísafjörður. Skal nú vikið að hverjum einstökum bát á ísafirði og byrjað á bátum Njarðarfélags- um vinnuplássum, matsölum og öðr- um þægindum, sem til lieyra fullkomn- um verksmiðjum. Ég er viss um, að is- lenzkt verkafólk mun ekki slanda að baki stéttarsystkinum sínum erlendis, ef vel er í haginn búið. Verkleg þekking og vísindalegar athug- anir verða hér eins og í öðrum löndum að fylgjast að til þess að auka og' efla þessa ungu atvinnugrein okkar íslendinga. Með öllum þeim miklu möguleikum, sem nátt- úruskilyrðin veita okkur hér heima, býst ég við, að íslenzkur niðursuðuiðnaður eigi sér mikla framtíð fyrir höndum. En enn þá sem komið er, liafa færri ungir menn en skyldi aflað sér þekkingar í þessari grein erlendsi, hvernig á að vinna og hve milclar kröfur eru gerðar á þessu sviði í þeim lönd- um, sem lerjgst eru komin i þessum efnum. En það er atriði, sein við íslendingar verð- um að hafa lnigfast, ef vel á að takast.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.