Ægir - 01.09.1945, Blaðsíða 34
208
Æ G I R
frá uni útgerðarkoslnað. Sá samanburður
sýnir, að úrtaksskipin hafa haft nokkru
meira en meðalafla.
Tafla 6. Samanburður á meðalafurðasölu
úrtaksins og alls flotans í hverjum flokki.
Flokkur Meðal afurðasala Mis- mun- llr kr.
hjá öllum flotanum kr. hjá íirtalunu kr.
1 23 280 17 787 + 5 493
0 37 430 40 645 -4- 3 215
3 38 862 31 362 + 7 500
4 62 277 66 006 -t- 3 729
5 81 452 73 717 + 7 735
6 85 744 95 157 -7- 9 413
72 181 66 650 + 5 531
46 262 52 080 -f- 5 818
Sé meðaltalið í hverjum flokki marg-
faldað með tölu skipanna í flokkunum
kemur í Ijós, að heildartapið á síldarver-
tíðinni í sumar hefur numið allt að 12
milljónum króna. En þá er reiknað með
öllum útgjöldum eins og getið er hér að
framan. Sé hins vegar tekinn siðasti dálk-
urinn í töflu 4, þar sem liðunum fyrning.
viðhald, útbúnaður og ýmislegt er sleppt
úr útgerðarkostnaðinum mun láta nærri
að fram komi beint tap á síldarvertíðinni,
en með því er átt við tapið eins og það
væri, ef fyrning, vextir af eigin fé og
skyldir gjaldaliðir væru ekki taldir með í
útgerðarkostnaðinum. Með því að reikna
beint tap á þennan hátt reynist það ca. 6
milljónir króna.
Vegna þess, hye hér er um stórt tap að
ræða, töldu nefndannenn ekki fært að
tengja þá aðstoð, sem þyrfti að veita vegna
])ess, á nokkurn hátt við þær tillögur, er
nefndin mun síðar gera, um ráðstafanir lil
úrbóta í slíkum tilfellum í framtíðinni.
Gert er ráð fyrir, að þar verði um trygg-
ingafyrirkomulag að ræða. En ef það ætti
að byrja á því að innheimta iðgjöld ekki
aðeins lil sjóðmyndunar til notkunar við
aflabrest í framtíðinni heldur Hka til þess
að bæta að verulegu leyti tapið frá því i
sumar (t. d. allt beint tap), mundu það
verða svo há iðg'jöld, að tryggingarnar
kæmust sennilega aldrei í framlcvæmd.
Aulc þess mundu slik iðgjöld gera stóruin
óaðgengilegra að leggja í útgerð með nýj-
um skipum, þar sem greiða þyrfti veruleg
gjöld af afla þeirra, er gætu alls ekki kom-
ið útgerð þess skips að gagni, sem sé þann
hluta iðgjaldsins er færi til að bæta tapið
í sumar.
Að öllu þessu athuguðu er það álit
nefndarinnar, að sérstakar ráðstafanir til
hjálpar litgerðinni vegna tapsins á síldar-
vertíðinni í sumar, þyrftu að vera svo víð-
tækar, að enginn útgerðarmaður neyðist
til að hætta útgerð eingöngu vegna beins
laps á þeirri vertíð. Hins vegar telur
nefndin ekki ástæðu til, að gengið verði
mikið lengra en þetta. Sé miðað við það,
eru að sjálfsögðu mjög margir útgerðar-
menn, sem engrar aðstoðar þurfa.
Nefndin ræddi ýtarlega i hvaða formi
væri heppilegast að veita aðstoðina, og var
í því sambandi grennslast eftir álili ýmsra
útgerðamanna, sem til náðist. Urðu nefnd-
armenn á einu máli um að legg'ja til, að
veitt yrðu stutt vaxtalaus lán.
Til þess að fá nokkru nánari hugmynd
um það, hve mikið lánsféð þyrfti að vera,
var reynt að ná tali af öllum þeim útgerð-
armönnum, sem ætla mátti að væru illa
stæðir eftir sumarið, og grennslast eftir,
hve mikið lánsfé þeir þyrftu. Náðist til út-
gerðarmanna 57 skipa. Virtist lánsþörl'
þeirra vera ca. 3 milljónir króna. Með hlið-
sjón af þessu og því, sem áður er sagt um
beint tap á öllum flotanum, lítur nefndin
svo á, að lánsféð þurfi að vera 3 til 4
milljónir króna.
Útvegun lánsins verður að sjálfsögðu að
fara fram með milligöngu ríkisins, og' rík-
ið að ábyrgjast það. En í þessu sambandi
vill nefndin benda á eftirtalin atriði.
Bankar landsins, einkum Landsbanki Is-
lands, eiga miklar innslæður í erlendum
bönkum. Af þeim fá þeir litla vexli. Þar
sem lán þetta yrði til fárra ára með ríkis-