Ægir - 01.09.1945, Blaðsíða 36
210
Æ G I R
Tilkynning frá Nýbyggingarráði.1’
Út af árásum á Nýbyggingárráð í „Tím-
anum“, blaði Framsóknarflokksins, þann
7. og 11. september s. 1. í sambandi við veit-
ingu ráðsins á gjaldeyris- og innflutnings-
ieyfi fyrir vélskipinu Haukur, sem söklc á
leið til íslands frá Bretlandi þann 31. ágúst
s. 1., vill Nýbyggingarráð taka fram það,
sem hér fer á eftir:
Þegár kaupendur Hauks ieituðu til Ný-
byggingarráðs vegna fyrirgreiðslu til skipa-
kaupanna, var þeim þegar sagt, að tryggt
yrði að vera, að skipið væri byggt eftir
reglum og undir eftirliti viðurkennds
skipaflokkunarfélags. Þeir lögðu og síðar
fram símskeyti frá umboðsmanni Bureau
Veritas í Halifax, er staðfesti að slcipið
væri byggt eftir reglum og undir eftirliti
Bureau Veritas.
í bréfi sínu 12. marz þ. á. lil Viðskipta-
ráðs, er liefur með höndiun útgáfu gjald-
eyris- og innflutningsleyfanna eftir með-
mælum Nýbyggingarráðs, tók Nýbyggingar-
ráð það frarn ásamt öðrum skilyrðum fyrir
útgáfu leyfisins, að skipið yrði að vera
byggt eftir reglum Bureau Veritas.
Vottorð frá trúnaðarmanni Bureau Veri-
tas, dags. í Halifax 17. maí þ. á., er stað-
festir að skipið hafi verið byggt eftir regl,-
um og undir eftirliti Bureau Veritas, var
afhent skipaskoðunarstjóra ríkisins, þeg-
ar skipið kom hingað til lands, og í haf-
færisskírteini skipsins, útgefnu í Reykja-
vík 6. júlí þ. á., segir, að skipið fullnægi
ákvæðum laga nr. 93 frá 3. maí 1935 um
eftirlit með skipum.
Telur Nýbyggingarráð, að l'ramanritað
ætti að nægja til þess að sýna það, að
ásakanir Tímans á hendur ráðinu vegna
leyfisveitinga fyrir þessu skipi eru á eng-
um rökum reistar.
Skrif Tímans um það, að Nýbyggingar-
ráð „virðist láta algerlega eftirlitslaust
hvers konar skip séu flutt til landsins,
heldur láti hvern sem vill fá gjaldeyri til
skipakaupa" og „að hingað séu keypt göm-
ul skip, sem aðrar þjóðir vilji ekki nota
lengur“ munu eiga við nokkur sænsk fiski-
skip, sem Nýbyggingarráð hefur samþykkt
að veita gjaldeyri fyrir.
Út af þessu skal það tekið fram, að Ný-
byggingarráð hefur við allar slíkar leyfis-
veitingar gert það að skilyði, að styrkleiki
og gerð skipanna fullnægði kröfum þeim,
sem gerðar eru af skipaeftirliti ríkisins.
Einnig hvað þetta snertir eru því ásak-
anir Tímans úr lausu lofti gripnar.
Reykjavík, 12. september 1945.
Jóhann Þ. Jósefsson.
(*Sign.)
Lúðvik Jósefsson.
(Sign.)
Steingrímur Steinþórsson.
(Sign.)
Oskar Jónsson.
(Sign.)
Fiskaflinn 31. ág'úst 1945.
(Miðað við slægðan íisk ineð liaus.)
Ágúst Jan.-ágúst Jan.-ágúst
1945 1945 1944
1. Fiskur, ísaður: s^ái. smái. smái.
a) í útflutningsskip .. 3 129 65 994 81 797
b) Afli fiskiskipa útíl.
af þeim...............6402 59637 57207
Samtals 9 531 125 631 139 004
2. Fiskur til frystingar.. 1 067 56 284 51 164
3. Fiskur í herzlu..... » 1 834 1 328
4. Fiskur til niðursuðu . » 278 146
5. Fiskur i salt ........... 834 2 486 2 903
6. Fiskur til neyzlu .... 339 1907 898
7. Sild ...............L 13 467 53 905 1/4 641
Samtals 25 238 242 325 370 084
1) Birt samkv. ósk Nýbyggingarráðs.