Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1945, Blaðsíða 39

Ægir - 01.09.1945, Blaðsíða 39
Æ G I R 213 daga að afferma það. Sagt er að löndunar- skilyrði muni skána á næstunni í Anl- werpen og öðrum belgiskum höfnum, svo að svipað fiskmagn og' íslendingur var með verði landað á m. k. tveim sólarhringum. Nokkru síðar seldi m/s Fagriklettur frá Hafnarfirði fiskfarm í Antwerpen. Var hann með jafnmikið fiskmagn og íslendingur og fékk fyrir það 7477 sterlingspund (194 970.97 isl. krónur). Löndun tók nú mikið skemmri tima en i fyrra sinnið, því að Fagriklettur kom til Antwerpen á fimmtudag og fór þaðan á laugardag. Nokkur fleiri skip hafa selt fisk í Ant- werpen og hafa sölur þeirra verið álíka þeim og hér er greint frá. Þing F. F. S. I. Fyrri hluta októhermánaðar var 9. þing Fiski- og' farmannasambands Islands hald- ið í Reykjavík. Fjölda mörg mál, er varða sjómennsku og' sjávarútveg, voru rædd á þinginu og gerðar i þeim tillögur og sam- þykktir. Meðal þeirra mála, sem þingið fjallaði um, má nefna: Friðun Faxaflóa. Breyting á lögum um skrásetningu skipa. Verklega kennslu í Stýrimannaskólanum. Matreiðsluskóla. Radíóskóla, að stjórn F. F. S. I. geri alla kaup- og kjarasamn- inga fyrir félög sín. Endurnýjun skipa- stólsins. Námskeið fyrir háseta. Fjarskipti og firðtæki. Niðursuðuiðnað o. i'I. Forseti F. F. S. I var kosinn Ásgeir Sig- urðsson skipstjóri, en liann hefur verið það alla tíð síðan sambandið var stofnað. Varaforseti er Hallgrímur Jónsson vél- stjóri. Skipakaup frá Svíþjóð. Þann 13. október kom til Vestmanna- eyja skip, er hlutafélag í Eyjum hefur fest kaup á. I sumar fóru þeir Ástþór Matthíasson og Guðlaugur Gíslason, bæjarfulltrúar í Vestmannaeyjum, til Svíþjóðar til þess að leita fyrir sér um kaup á skipi þar. I ferð þessari keyjitu þeir skip, sem er 149 rúm- Fiskaflinn 31. sept. 1945. (Miðað við slægðan fisk með haus.) 1. Fiskur, ísaður: a) I útflutningsskip.. b) Afli fiskiskipa útfl. af þeim Sept. 1915 smál. 1 961 5 253 Jan.-sept. 1915 smál. 67 955 64 890 Jan.-sept. 1914 smál. 85 465 64 066 Samtals 7 214 132 846 149 531 2. Fiskur til frystingar. 398 56 682 51 932 3. Fiskur i herzlu » 1 834 1 328 4. Fiskur til niðursuðu. » 278 146 5. Fiskur í salt 300 2 786 3 213 6. Til neyzlu » 1907 898 7. Síld 4 301 58 206 221 843 Samtals 12213 254 538 428 891 lestir að stærð, 30,G5 m á lengd, 6,52 m breitt og' 2,25 m. á dýpt. Skipið er smíðað 1941 og er úr stáli. í því er 220 hestafla Skandía-vél og er ganghraði þess 9—10 mílur. Kaupverð skipsins er 235 þúsund sænskar krónur. Skipið heitir Fell, og er hlutafélagið Snæfell í Vestmannaeyjum eigandi þess. Skipstjóri á því er Magnús Einarsson. Nýlega er kominn til Iveflavíkur bátur frá Svíþjóð, er Jóhann Guðjónsson í Keflavík hefur keypt hingað til lands. Bátur þessi er sex ára gamall og' er 75 rúm- leslir að stærð. — Þórarinn Guðmundsson skipstjóri, frá Ánanaustum, sig'ldi bátn- uín hingað til lands. Fékk hann greiða ferð, því að hann var aðeins fimni sólar- hringa og 11 stundir l’rá Gautaborg.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.