Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1945, Blaðsíða 31

Ægir - 01.09.1945, Blaðsíða 31
Æ G I R 205 Hvalveiðar hefjast að nýju Þrjár fljótandi hvalveiðaverksmiðjur liafa verið í smíðum í Bretlandi að undan- förnu, og hljóp sú fyrsta þeirra af stoklc- unum í júnímánuði síðastl. Lokið verður að fullu við tvær þessara verksmiðja í þessum mánuði og verða þær því tilbúnar lil vinnslu á hval fyrir næstu vertíð, en hún hefst 24. nóv. n. k. Mjög mikil áherzla hefur verið lögð á að flýta fyrir smiði þessara skipa, er má með- al annars marka af því, að matvælaráðu- neylið gaf skipasmíðastöðvum þeim, er siníðina önnuðust, fyrirskipun um að sinna engum öðrum störfum samtímis. Það er fyrst og fremst feitmetisskortur- inn, sem rekur á eftir því, að hvalveiðar verði stundaðar á næstu vertíð í svo ríkum mæli sem föng eru á. — Hvalolia var áður en styrjöldin hófst veigamikill hluti af feit- metismagni heimsins. Árið 1939 fengu Bretar 53% af hvaloliuframleiðslu heims- ins og nam það um % af öllum feitisinn- flutningi þeirra, þar með talið smjör, svínafeiti og smjörliki. Síðast, þegar gert var út til hvalveiða í Suðurhöfum, áttu Bretar þar 10 verk- smiðjuskip og 84 hvalveiðibáta, Norðmenn 11 verksmiðjuskip og' 83 hvalveiðibáta, og Þjóðverjar, sem höfðu þá undanfarin ár mjög aukið hvalveiðar sínar, áttu sjö verksmiðjuskip og 56 hvalveiðibáta. Meðan á styrjöldinni stóð voru hval- veiðibátarnir notaðir i þágu sjóhernaðar- ins. Sumt af hvalveiðiskipunum féll í hendur Þjóðverja. Þeir skýrðu jneðal ann- ars frá því, að þeir hefðu hertekið í Suð- uríshafinu 2 verksmiðjuskip og 10 hval- veiðibáta, en tvo af þessum bátum munu þeir hafa misst, er þeir reyndu að sigla þeim tii þýzkrar hafnar. Þeir hvalveiðibát- ar, sem verið hafa í þjónustu hersins hverfa nú aftur að fyrra starfi. Um mitt sumar sigldu 20 hvalveiðibátar heim til Noregs og munu áhafnir þeirra hefja hval- veiðar á næstu vertíð. Þremur árum áður en styrjöldin hófst varð alþjóðasainkomulag um takmörkun hvalveiða í Suðurhöfum. Undanfarin ár iiafði hvalurinn verið drepinn svo sleitu- laust, að sýnt þótti að gengið yrðu um of nærri stofninum, ef svo héldi áfram. Þær þjóðir, er byrjað höfðu hvalveiðar i Suður- höfum juku þær jafnt og þétt og auk þess bættust við nýjar þjóðir, svo að á árun- um 1930—4936 voru veiddir 34 þús. hvalir að meðaltali á ári í Suðurhöfum. Hvalveiðiverksmiðjur þær, sem fyrr er greint frá að séu í smiðum, eru mjög stórar eða rúmlega 21 þús. rúmlestir. Þær geta lekið upp hvali, sem eru um 100 feta langir og vega um 100 smál. Verksmiðjur þessar eru útbúnar tækjum til að vinna allt sem til fellur frá hvalnum. Beinin og kjötið verður þurrkað (dehydrated), og lir kjöl- inu verður gert mjöl, sem notað verður til skepnufóðurs. Úr beinunum verður einnig gert mél, er notað verður sem áburður. Menn gera sér vonir um, að veiði verði mjög mikil, þar sem ekki hefur verið lireyft við hvalnum um sex ára skeið. Norska og brezka stjórnin hafa komið sér saman um að hafa að engu það samkomu- lag um takmörkun hvalveiðanna, sem gilt hefur. Hins vegar er ekki húizt við því, að þjóðir þessar veiði meira af hval en ákvæði samkomulagsins heimila, þar sem hval- veiðifloti þeirra hefur minnkað svo mjög á styrjaldarárunum. Norðmenn gera ráð fyrir að framleiða á næstu verlíð 85 þús. smál. af hvalolíu. Verði sú raunin, og að Bretar veiði jafnmikið að tiltölu, er gert ráð fyrir að verulega megi draga úr olíur og feitmetisskortinum, einkum í smjörlíkis- og sápuiðnaðinum, en þessi iðnaður notar mest af hvalolíunni.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.