Ægir - 01.09.1945, Blaðsíða 22
196
Æ G I R
Pctla frystitœki er Uennt nið Frick, og er svipað
Vilter-tœkjunum.
er með loftkælingar útbúnaði við ca. 35—
40° C. Þannig er vagninn, sem pökkunum
er raðað á frá fyrstu hendi, í raun og veru
sjálft frystitækið, og er það mjög þægileg't
í vinnu.
Eftir síðustu upplýsingum, sem ég hef
um þessi tæki, eru þau nýendurbætt þann-
ig, að þau hafa nú þykktaíafstemmningu
fyrir allar pakkningar, sem þau ekki höfðu
áður. Eg tel tæki þessi mjög hentug fyrir
okkur.
Ytri umbúðir.
Þær ytri umbúðir, sem við noturn, eru
pappakassar, og munu það vera framtíð-
arumbúðir um frystan fisk. Kassar þessir
eru hjá okkur bundnir með vír eða járn-
böndum, og ekki lokaðir á annan liátt.
Þetta er nokkuð örugg lokun Lil að halda
kössunum saman. En vegna þess að kass-
arnir eru ekki límdir aftur, eru þeir oj)n-
ari fyrir loftáhrifum, einnig óhreinindum,
sem geta komizt inn í þá við flutning.
Miklu betri tel ég vera þann frágang, að
kössunum sé iokað með vél og vélin lími
þá aftur, eins og lýst er fyrr i þessari
slcýrsiu, enda mun það verða framtíðar-
aðferðin. Með því að loka kössunum á
þennan hátt sparast mikil vinna, og um-
búðirnar líta miklu snyrtilegar út. Þetta
er líka, að ég tel, töluvert sterkari inn-
pökltun í flutningi, meðal annars vegna
þess, að þegar pakkinn er limdur aftur,
getur hann ekki skekkst, eins og' oft á sér
stað með vírbundinn kassa.
Vír eða borðabundnir pakkar eru mjög
Jeiðinlegir útlits, þegar þeir hafa orðið
fyrir löngum flutningi og hnjaski, eru þá
oft skekktir, böndin slök og oft slitin af.
Eg vil samt benda á það, að til þess að
líming takist vel og sé sterk, þurfa ytri
umbúðir að vera mjög mátulegar fyrir
pakkana, og kem ég' þá að því atriði, sem
ég' minntist á í sambandi við frystitækin.
Pakkningin þarf að vera nákvæmlega eins
alls staðar. Þarf að haga svo til, að hvar á
landinu, sem palckinn er frystur, sé lög-
unin sú sama á jafnþungri pakkningu,
j>akkinn jafn breiður, tangur og' þykkur.
Þá er unnt að hafa hinar saiheiginlegu ytri
umbúðir mátutegar. Svo þarf þetta nauð-
synlega að vera.
Geymslan.
Geymsla frystra fiskflaka er eitt hið
veigamesta atriði varðandi vörvöndun. Þar
kemur margt til greina, en aðalleg'a eru
það tvö atriði: umbúðir og jafnt og gott
frost.
Áður var á það minnst í þessari skýrslu,
að umbúðir þær, sem við höfum notað í
nokkur ár, eru mjög lélegar, og þurfum
\ ið að breyta þar til svo fljótt sem auðið er.
Einfaldur pergamentpapþír utan um 7
Ibs. af fiski (eða hvaða þyngd sem er), get-
ur ekki varið hann innþorrnun nema mjög
skamman tima. Þetta er byggt á reynslu
undanfarinna ára. Aftur á móti, ef pakkað
er í kartonöskjur, og flökin pökkuð hvert
íyrir sig inn í cellophan eða vaxborinn
j)appir, og vaxborinn pappir síðan brotinn
utan um kartonöskjuna, verður geymslu-
þol fisksins í góðri geymslu undir öllurn
kringumstæðum öruggt, þótt um langa
geymslu sé að ræða. Sömuleiðis eykur það
öryggi geymslunnar, ef ytri umbúðirnar
eru límdar aftur, eins og áður er minnst á.
Geymsla fiskflaka eftir frystingu.
Mjög' er geyinslurúmi ábótavant víða hér
á landi, þótt finna megi undanteltningar,
og er þetta heldur að færast í lag.
Margar ástæður hafa legið að því, að
geymslum var ábótavant, svo sem gömul